Tók sé frí frá Blink-182 til að einblína á hættuna sem stafar af geimverum Birgir Olgeirsson skrifar 20. júní 2016 23:45 Tom DeLonge, til vinstri á myndinni, einblínir nú á ástríðu sína í lífinu sem er líf í geimnum og hættuna sem blasir við mannkyninu. Vísir/Getty Tom DeLonge, einn af stofnendum bandaríska tríósins Blink-182, hefur opinberað eina af ástæðunum fyrir því að hann ákvað að taka sér pásu frá bandinu.Í viðtali við Mic sagðist hann hafa svo mikið á sinni könnu í einkalífinu að hann hefði ekki tíma fyrir hljómsveitina. Þar á meðal að fylgjast með geimverum. Þeir sem þekkja til Tom DeLonge vita að hann hefur aldrei farið í grafgötur með áhuga sinn á geimnum og hefur samið lög á borð við Aliens Exist, The Flight of Apollo og Valkyrie Missile. Þessu fylgir ómældur áhugi á fljúgandi furðuhlutum.Hér fyrir neðan má heyra eitt af þekktari lögum Blink-182:Hann hefur komið á fót útgáfunni Sekret Machines sem mun einblína á rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum. Mun fyrirtækið leitast við að gefa út skáldsögur, fræðirit, tónlist frá nýrri hljómsveit hans Angels & Airwaves og heimildarmyndir. Fyrsta bókin er nú þegar komin út sem nefnist Sekret Machines Book 1: Chasing Shadows þar sem DeLonge vitnar í heimildarmenn sína innan hersins og leyniþjónustu Bandaríkjanna sem segja sögur af fljúgandi furðuhlutum og hið yfirskilvitlega. „Þegar þú ert einstaklingur eins og ég, sem er að fást við eitthvað sem varðar þjóðaröryggi, og þú hefur fengið þetta tækifæri til að miðla einhverju sem þú hefur brunnið fyrir allt þitt líf, eitthvað sem getur breytt heiminum, að vera hluti af slíku er afskaplega mikilvægt fyrir mitt líf,“ sagði DeLonge við Mic þegar hann var spurður hvers vegna hann tók sér pásu frá Blink 182. Hann segist vera hættur að nota orðið „geimverur“ eða „aliens“ en hann segir ríkisstjórnina í Bandaríkjunum leggja áherslu á að almenningur noti það orð. „Þetta er hugtak sem fólk notar í poppmenningunni, og skiljanlega því ríkisstjórnin ver ómældum fjármunum í að viðhalda því.“DeLonge vonar ekkert meira en að hann verði tekinn alvarlega svo hann geti deilt upplýsingum með almenningi sem hann segir vísindamenn hafa staðfest. „Ég verð ekki manneskjan sem býður upp á sannanir ef fólk treystir mér ekki og hefur ekki trú á mér. Við höfum hundruð þúsunda vitna. Sönnunargögn sem hafa verið greind af vísindamönnum um allan heim. Atburðir sem eiga sér stað á jörðu niðri. Þetta er allt í kringum okkur.“ Airwaves Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Tom DeLonge, einn af stofnendum bandaríska tríósins Blink-182, hefur opinberað eina af ástæðunum fyrir því að hann ákvað að taka sér pásu frá bandinu.Í viðtali við Mic sagðist hann hafa svo mikið á sinni könnu í einkalífinu að hann hefði ekki tíma fyrir hljómsveitina. Þar á meðal að fylgjast með geimverum. Þeir sem þekkja til Tom DeLonge vita að hann hefur aldrei farið í grafgötur með áhuga sinn á geimnum og hefur samið lög á borð við Aliens Exist, The Flight of Apollo og Valkyrie Missile. Þessu fylgir ómældur áhugi á fljúgandi furðuhlutum.Hér fyrir neðan má heyra eitt af þekktari lögum Blink-182:Hann hefur komið á fót útgáfunni Sekret Machines sem mun einblína á rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum. Mun fyrirtækið leitast við að gefa út skáldsögur, fræðirit, tónlist frá nýrri hljómsveit hans Angels & Airwaves og heimildarmyndir. Fyrsta bókin er nú þegar komin út sem nefnist Sekret Machines Book 1: Chasing Shadows þar sem DeLonge vitnar í heimildarmenn sína innan hersins og leyniþjónustu Bandaríkjanna sem segja sögur af fljúgandi furðuhlutum og hið yfirskilvitlega. „Þegar þú ert einstaklingur eins og ég, sem er að fást við eitthvað sem varðar þjóðaröryggi, og þú hefur fengið þetta tækifæri til að miðla einhverju sem þú hefur brunnið fyrir allt þitt líf, eitthvað sem getur breytt heiminum, að vera hluti af slíku er afskaplega mikilvægt fyrir mitt líf,“ sagði DeLonge við Mic þegar hann var spurður hvers vegna hann tók sér pásu frá Blink 182. Hann segist vera hættur að nota orðið „geimverur“ eða „aliens“ en hann segir ríkisstjórnina í Bandaríkjunum leggja áherslu á að almenningur noti það orð. „Þetta er hugtak sem fólk notar í poppmenningunni, og skiljanlega því ríkisstjórnin ver ómældum fjármunum í að viðhalda því.“DeLonge vonar ekkert meira en að hann verði tekinn alvarlega svo hann geti deilt upplýsingum með almenningi sem hann segir vísindamenn hafa staðfest. „Ég verð ekki manneskjan sem býður upp á sannanir ef fólk treystir mér ekki og hefur ekki trú á mér. Við höfum hundruð þúsunda vitna. Sönnunargögn sem hafa verið greind af vísindamönnum um allan heim. Atburðir sem eiga sér stað á jörðu niðri. Þetta er allt í kringum okkur.“
Airwaves Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira