Fyrsti laxinn kominn úr Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2016 10:00 Karólína með laxinn sem hún veiddi í Elliðaánum í morgun. vísir/eyþór Veiði hófst í Elliðaánum í morgun og samkvæmt venju var það Reykvíkingur ársins sem hóf veiðar í ánni en þeir voru tveir þetta árið. Karólína Inga og Reinhard Reinhardsson voru kosnir Reykvíkingar ársins og voru um leið heiðruð fyrir skógrækt innan borgarmarkana. Fyrsti laxinn kom svo á land fljótlega í morgun en það var Karólína Inga sem landaði honum. Það var 87 sm 13 punda hængur sem er óvenjuleg stærð í Elliðaánum en það skemmtilega er að það hafa sést fleiri svona síðustu daga. Nokkuð er af laxi í Teljarastreng og síðan hafa nokkrir tugir líklega farið í gegnum teljarann því við Árbæjarstíflu liggja nokkrir laxar og flestir þeirra eru vænir tveggja ára laxar. Þetta er alveg í takt við opnanir á landsvísu þar sem tveggja ára laxa hlutfallið er einstaklega gott og auk þess er fjöldinn sem er að ganga langt umfram það sem veiðimenn eiga að venjast. Nú er stór straumur í vikunni og það verður fróðlegt að sjá hvernig eins árs axagöngurnar skila sér en ef þær verða í einhverjum takt við það hvernig sumarið hefur byrjað er veisla í vændum. Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði
Veiði hófst í Elliðaánum í morgun og samkvæmt venju var það Reykvíkingur ársins sem hóf veiðar í ánni en þeir voru tveir þetta árið. Karólína Inga og Reinhard Reinhardsson voru kosnir Reykvíkingar ársins og voru um leið heiðruð fyrir skógrækt innan borgarmarkana. Fyrsti laxinn kom svo á land fljótlega í morgun en það var Karólína Inga sem landaði honum. Það var 87 sm 13 punda hængur sem er óvenjuleg stærð í Elliðaánum en það skemmtilega er að það hafa sést fleiri svona síðustu daga. Nokkuð er af laxi í Teljarastreng og síðan hafa nokkrir tugir líklega farið í gegnum teljarann því við Árbæjarstíflu liggja nokkrir laxar og flestir þeirra eru vænir tveggja ára laxar. Þetta er alveg í takt við opnanir á landsvísu þar sem tveggja ára laxa hlutfallið er einstaklega gott og auk þess er fjöldinn sem er að ganga langt umfram það sem veiðimenn eiga að venjast. Nú er stór straumur í vikunni og það verður fróðlegt að sjá hvernig eins árs axagöngurnar skila sér en ef þær verða í einhverjum takt við það hvernig sumarið hefur byrjað er veisla í vændum.
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði