Drusluvarningur á innkaupalistann Ritstjórn skrifar 20. júlí 2016 14:00 Drusluganga verður gengin næstkomandi laugardag klukkan 14 þar sem gengið er frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll. Druslugangan hefur verið gengin seinustu fimm ár og í fyrra var áherslan lögð á að sýna stuðning við alla þá sem sögðu frá ofbeldi sem þeir höfðu orðið fyrir en þetta árið er lagt meira upp úr því að þrýsta á yfirvöld og samfélagið að veita meira fræðslu um þessi málefni til þess að koma í veg fyrir að fólk beiti ofbeldi. Í ár hefur úrvalið af svokölluðum Drusluvarningi aukist til muna en það eru þær Helga Dögg Ólafsdóttir og Gréta Þorkelsdóttir sem sjá um hönnunina á varningnum þar sem er að finn meðal annars stuttermaboli, gervihúðflúr, nærbuxur og derhúfur. Vefverslunin Barkode sér um sölu á varningnum á netinu en í kvöld verður sérstakt Druslu peppkvöld á Húrra sem hefst klukkan 21 þar sem allur varningurinn verður til svölu svo hægt er að dressa sig upp fyrir laugardaginn. Einnig er verslunin Húrra Reykjavík með derhúfurnar til sölu fyrir þá sem komast ekki í kvöld. Varningurinn verður einnig til sölu á básum í göngunni sjálfri. Við mælum með sýna stuðning í verki og fjárfesta í einhverju af þessu - flott í fataskápinn þessa vikuna að mati Glamour! @Druslugangan 2016 verður gengin næstkomandi laugardag, 23. júlí. Druslugangan er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis. Megin markmið göngunnar er að losa þolendur undan skömminni sem kynferðislegt ofbeldi skilur eftir sig og skila henni þangað sem hún á heima, hjá gerendum. ➖ Húrra Reykjavík styður við þetta frábæra verkefni með því að selja drusluderhúfurnar í ár. Derhúfurnar verða fáanlegar hjá okkur fram að göngu á meðan birgðir endast. Verð: 3.500 kr.- ➖ #Druslugangan #Drusluder #Égerdrusla #HurraReykjavik A photo posted by Húrra Reykjavík (@hurrareykjavik) on Jul 19, 2016 at 9:59am PDT Glamour Tíska Mest lesið Lena Dunham og America Ferrera gerðu grín að Trump Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Röndótt vor hjá Lanvin Glamour Phoebe Philo kveður Céline Glamour Lily-Rose Depp landar forsíðu Vogue Glamour Fyrstu myndir frá Arket, nýjustu verslun H&M samsteypunnar Glamour Eftirminnilegir kjólar árið 2017 Glamour Glamour skálar fyrir sólinni Glamour Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Glamour
Drusluganga verður gengin næstkomandi laugardag klukkan 14 þar sem gengið er frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll. Druslugangan hefur verið gengin seinustu fimm ár og í fyrra var áherslan lögð á að sýna stuðning við alla þá sem sögðu frá ofbeldi sem þeir höfðu orðið fyrir en þetta árið er lagt meira upp úr því að þrýsta á yfirvöld og samfélagið að veita meira fræðslu um þessi málefni til þess að koma í veg fyrir að fólk beiti ofbeldi. Í ár hefur úrvalið af svokölluðum Drusluvarningi aukist til muna en það eru þær Helga Dögg Ólafsdóttir og Gréta Þorkelsdóttir sem sjá um hönnunina á varningnum þar sem er að finn meðal annars stuttermaboli, gervihúðflúr, nærbuxur og derhúfur. Vefverslunin Barkode sér um sölu á varningnum á netinu en í kvöld verður sérstakt Druslu peppkvöld á Húrra sem hefst klukkan 21 þar sem allur varningurinn verður til svölu svo hægt er að dressa sig upp fyrir laugardaginn. Einnig er verslunin Húrra Reykjavík með derhúfurnar til sölu fyrir þá sem komast ekki í kvöld. Varningurinn verður einnig til sölu á básum í göngunni sjálfri. Við mælum með sýna stuðning í verki og fjárfesta í einhverju af þessu - flott í fataskápinn þessa vikuna að mati Glamour! @Druslugangan 2016 verður gengin næstkomandi laugardag, 23. júlí. Druslugangan er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis. Megin markmið göngunnar er að losa þolendur undan skömminni sem kynferðislegt ofbeldi skilur eftir sig og skila henni þangað sem hún á heima, hjá gerendum. ➖ Húrra Reykjavík styður við þetta frábæra verkefni með því að selja drusluderhúfurnar í ár. Derhúfurnar verða fáanlegar hjá okkur fram að göngu á meðan birgðir endast. Verð: 3.500 kr.- ➖ #Druslugangan #Drusluder #Égerdrusla #HurraReykjavik A photo posted by Húrra Reykjavík (@hurrareykjavik) on Jul 19, 2016 at 9:59am PDT
Glamour Tíska Mest lesið Lena Dunham og America Ferrera gerðu grín að Trump Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Röndótt vor hjá Lanvin Glamour Phoebe Philo kveður Céline Glamour Lily-Rose Depp landar forsíðu Vogue Glamour Fyrstu myndir frá Arket, nýjustu verslun H&M samsteypunnar Glamour Eftirminnilegir kjólar árið 2017 Glamour Glamour skálar fyrir sólinni Glamour Leikkona í SKAM hrindir af stað Post-it herferð Glamour