Algerlega hafið yfir vafa? Skjóðan skrifar 20. júlí 2016 10:00 Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur spurt íslenska ríkið áleitinna spurninga vegna kæru þeirra, sem voru dæmdir til fangelsisvistar í Al Thani-málinu. Spurningar dómstólsins eru meitlaðar og gefa til kynna að meiri líkur en minni séu til þess að kæra hinna dæmdu verði tekin til efnislegrar meðferðar. MDE er ekki áfrýjunardómstóll. Dómur frá honum breytir ekki dómi landsdómstóls eða fullnustu refsingar. MDE fer yfir málsmeðferð og metur hvort mannréttindi hafi verið brotin á mönnum við rannsókn máls og réttarhöld. Sérstaka athygli vekur að MDE spyr um mögulegt vanhæfi Árna Kolbeinssonar hæstaréttardómara. Eiginkona Árna var varaformaður Fjármálaeftirlitsins, sem kærði Al Thani-málið til lögreglu. Sonur hans var lykilstarfsmaður slitastjórnar Kaupþings sem var talið tjónþoli í málinu og hafði því fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu málsins. Dóttir Árna var skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, sem setti FME reglur og hafði frumkvæði að lagasetningu um FME auk þess sem hún var stjórnarformaður Tryggingasjóðs innstæðueigenda. Hvernig datt dómaranum í hug að hann væri á einhvern hátt hæfur til að fjalla um og dæma í máli þar sem hans nánustu ættingjar áttu jafn ríkra hagsmuna að gæta? Hvernig hvarflaði það að forseta Hæstaréttar að slíkur dómari þyrfti ekki að víkja sæti? Vanhæfið hreinlega öskrar framan í fólk! Með vanhæfi dómara er ekki verið að ýja að því að hagsmunatengsl þurfi endilega að hafa áhrif á niðurstöðu mála heldur hefur MDE slegið því föstu í málum sem tengjast íslenskum dómstólum að ekki sé nóg að hagsmunatengsl hafi ekki haft áhrif á dómara heldur þurfi að vera algerlega hafið yfir vafa að slík tengsl gætu mögulega haft áhrif. Hæstiréttur ógilti héraðsdóm í Aurum-málinu á þeim forsendum að tengsl eins þriggja dómara, sem dæmdu málið í héraði, við sakborning í öðru máli hefðu valdið vanhæfi hans. Einnig taldi Hæstiréttur það stuðla að vanhæfi dómarans í Aurum-málinu að hann gagnrýndi saksóknara málsins eftir að sýknudómur var fallinn vegna ummæla sem saksóknarinn lét falla eftir þann sýknudóm. Bersýnilega gerir Hæstiréttur meiri kröfur til héraðsdómara í hrunmálum en hæstaréttardómara. Nema málið snúist alfarið um dómsniðurstöðu. Hæstiréttur taldi dómarann sem sýknaði í hrunmáli vanhæfan vegna einhvers sem gerðist eftir að málið var flutt og dæmt en dómari sem hafði misst tvö félög í gjaldþrot vegna viðskipta við Kaupþing var talinn hæfur til að dæma stjórnendur þess banka í héraði, rétt eins og hæstaréttardómarinn fyrrnefndi. Nú hefur MDE krafið ríkið um skýringar á þessu. Því ber að fagna. Ríki sem ekki tryggir öllum þegnum sínum réttláta málsmeðferð er ekki réttarríki.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur spurt íslenska ríkið áleitinna spurninga vegna kæru þeirra, sem voru dæmdir til fangelsisvistar í Al Thani-málinu. Spurningar dómstólsins eru meitlaðar og gefa til kynna að meiri líkur en minni séu til þess að kæra hinna dæmdu verði tekin til efnislegrar meðferðar. MDE er ekki áfrýjunardómstóll. Dómur frá honum breytir ekki dómi landsdómstóls eða fullnustu refsingar. MDE fer yfir málsmeðferð og metur hvort mannréttindi hafi verið brotin á mönnum við rannsókn máls og réttarhöld. Sérstaka athygli vekur að MDE spyr um mögulegt vanhæfi Árna Kolbeinssonar hæstaréttardómara. Eiginkona Árna var varaformaður Fjármálaeftirlitsins, sem kærði Al Thani-málið til lögreglu. Sonur hans var lykilstarfsmaður slitastjórnar Kaupþings sem var talið tjónþoli í málinu og hafði því fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu málsins. Dóttir Árna var skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, sem setti FME reglur og hafði frumkvæði að lagasetningu um FME auk þess sem hún var stjórnarformaður Tryggingasjóðs innstæðueigenda. Hvernig datt dómaranum í hug að hann væri á einhvern hátt hæfur til að fjalla um og dæma í máli þar sem hans nánustu ættingjar áttu jafn ríkra hagsmuna að gæta? Hvernig hvarflaði það að forseta Hæstaréttar að slíkur dómari þyrfti ekki að víkja sæti? Vanhæfið hreinlega öskrar framan í fólk! Með vanhæfi dómara er ekki verið að ýja að því að hagsmunatengsl þurfi endilega að hafa áhrif á niðurstöðu mála heldur hefur MDE slegið því föstu í málum sem tengjast íslenskum dómstólum að ekki sé nóg að hagsmunatengsl hafi ekki haft áhrif á dómara heldur þurfi að vera algerlega hafið yfir vafa að slík tengsl gætu mögulega haft áhrif. Hæstiréttur ógilti héraðsdóm í Aurum-málinu á þeim forsendum að tengsl eins þriggja dómara, sem dæmdu málið í héraði, við sakborning í öðru máli hefðu valdið vanhæfi hans. Einnig taldi Hæstiréttur það stuðla að vanhæfi dómarans í Aurum-málinu að hann gagnrýndi saksóknara málsins eftir að sýknudómur var fallinn vegna ummæla sem saksóknarinn lét falla eftir þann sýknudóm. Bersýnilega gerir Hæstiréttur meiri kröfur til héraðsdómara í hrunmálum en hæstaréttardómara. Nema málið snúist alfarið um dómsniðurstöðu. Hæstiréttur taldi dómarann sem sýknaði í hrunmáli vanhæfan vegna einhvers sem gerðist eftir að málið var flutt og dæmt en dómari sem hafði misst tvö félög í gjaldþrot vegna viðskipta við Kaupþing var talinn hæfur til að dæma stjórnendur þess banka í héraði, rétt eins og hæstaréttardómarinn fyrrnefndi. Nú hefur MDE krafið ríkið um skýringar á þessu. Því ber að fagna. Ríki sem ekki tryggir öllum þegnum sínum réttláta málsmeðferð er ekki réttarríki.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira