Stefán Karl gjafmildur eftir að hafa orðið óvænt internet-stjarna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2016 14:00 Donald Trump í gervi Stefáns Karls. Vísir Leikarinn góðkunni Stefán Karl Stefánsson er orðinn að óvæntri internet-stjörnu en milljónir hafa horft á svokölluðuð meme honum til heiðurs. Rúmlega tíu milljónir hafa safnast í netsöfnun til stuðnings baráttu Stefáns Karls við krabbamein og í þakklætisskyni hafa Stefán Karl og vinir hans hjá Latabæ auðveldað grínurum að útbúa ný meme. Í stuttu máli er internet-meme athæfi, hugmynd, frasi eða einhvers konar mynd, texti, myndband sem dreifist um internetið og líkt er eftir og sett í alls kyns útgáfur hér og þar. Góð dæmi um þekkt meme sem náðu meðal annars dreifingu hér á landi eru að planka og Harlem Shake. Í dæmi Stefáns Karls er um að ræða lag úr Latabæ sem nefnist We Are Number One. Fyrir rétt rúmum mánuði síðan var þessi útgáfu af laginu sem sjá má hér að neðan sett á YouTube. Frá 1. nóvember til dagsins í dag hafa rétt um ein og hálf milljón manna horft á myndbandið.Við þetta virðist allt hafa sprungið og fjölmörg myndbönd í svipuðum dúr sprottið upp sem mörg hver hafa yfir milljón áhorf. Ber þar helst að nefna sérstaka Donald Trump útgáfu sem sjá má hér að neðan, Adolf Hitler útgáfu sem sjá má hér og svona mætti lengi telja áfram. Flest þessara myndbanda hafa það sameiginlegt að með þeim fylgir tengill á netsöfnun sem safnar pening til styrktar Stefáni Karli og baráttu hans við krabbamein sem hann var greindur með í haust. Hingað til hafa safnast 92 þúsund dollarar, um tíu milljónir króna. Óhætt er að segja að blússandi gangur sé í söfnuninni en fyrir um þremur vikum var búið að safna fimm milljónum.Ljóst er að stuðningur þeirra sem búið hafa til þessi myndbönd hefur skipt sköpum. Margir þeirra sem gefið hafa fé í söfnunina segjast hafa fundið hana vegna myndbandana.Í þakklætisskyni var Stefán Karl með beina útsendingu á sunnudaginn þar sem hann gaf aðdáendum sína óvæntar gjafir. „Halló, meme-heimur. Ástæðan fyrir því að við erum samankomin hér í dag er vegna ykkar og hversu vinsælt þetta lag hefur orðið,“ sagði Stefán Karl er hann ávarpaði áhorfendur í upphafi útsendingarinnar. „Okkur finnst frábært hversu vinsælt lagið er orðið og hversu skapandi þið eruð. Ég elska þau öll.“ Stefán Karl ræddi meðal annars við Mána Svavarsson, höfund upphaflega lagsins. Í samræðum þeirra kom fram að Máni hafi fengið óteljandi beiðnir um að veita aðgang að hljóðskrám lagsins til þess auðvelda fólki að útbúa þessi myndbönd. Tilkynntu þeir félagar að þeir myndu fljótlega setja hljóðskrárnar á netið svo hver sem er gæti notast við þær. Stefán Karl ræddi einnig við félaga sína úr Latabæ, þá Björn Thors, Berg Þór Ingólfsson og Snorra Engilbertsson en þeir voru einmitt með Stefáni Karli í myndbandinu fræga. Til þess að setja punktinn yfir i-ið fluttu þeir lagið í beinni útsendingu líkt og sjá má hér að neðan.Hér að neðan má sjá nokkrar af bestu útgáfunum auk þess sem að lærða umræðu um þetta tiltekna meme-má nálgast á Reddit.Upprunalega myndbandið Donald Trump Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Leikarinn góðkunni Stefán Karl Stefánsson er orðinn að óvæntri internet-stjörnu en milljónir hafa horft á svokölluðuð meme honum til heiðurs. Rúmlega tíu milljónir hafa safnast í netsöfnun til stuðnings baráttu Stefáns Karls við krabbamein og í þakklætisskyni hafa Stefán Karl og vinir hans hjá Latabæ auðveldað grínurum að útbúa ný meme. Í stuttu máli er internet-meme athæfi, hugmynd, frasi eða einhvers konar mynd, texti, myndband sem dreifist um internetið og líkt er eftir og sett í alls kyns útgáfur hér og þar. Góð dæmi um þekkt meme sem náðu meðal annars dreifingu hér á landi eru að planka og Harlem Shake. Í dæmi Stefáns Karls er um að ræða lag úr Latabæ sem nefnist We Are Number One. Fyrir rétt rúmum mánuði síðan var þessi útgáfu af laginu sem sjá má hér að neðan sett á YouTube. Frá 1. nóvember til dagsins í dag hafa rétt um ein og hálf milljón manna horft á myndbandið.Við þetta virðist allt hafa sprungið og fjölmörg myndbönd í svipuðum dúr sprottið upp sem mörg hver hafa yfir milljón áhorf. Ber þar helst að nefna sérstaka Donald Trump útgáfu sem sjá má hér að neðan, Adolf Hitler útgáfu sem sjá má hér og svona mætti lengi telja áfram. Flest þessara myndbanda hafa það sameiginlegt að með þeim fylgir tengill á netsöfnun sem safnar pening til styrktar Stefáni Karli og baráttu hans við krabbamein sem hann var greindur með í haust. Hingað til hafa safnast 92 þúsund dollarar, um tíu milljónir króna. Óhætt er að segja að blússandi gangur sé í söfnuninni en fyrir um þremur vikum var búið að safna fimm milljónum.Ljóst er að stuðningur þeirra sem búið hafa til þessi myndbönd hefur skipt sköpum. Margir þeirra sem gefið hafa fé í söfnunina segjast hafa fundið hana vegna myndbandana.Í þakklætisskyni var Stefán Karl með beina útsendingu á sunnudaginn þar sem hann gaf aðdáendum sína óvæntar gjafir. „Halló, meme-heimur. Ástæðan fyrir því að við erum samankomin hér í dag er vegna ykkar og hversu vinsælt þetta lag hefur orðið,“ sagði Stefán Karl er hann ávarpaði áhorfendur í upphafi útsendingarinnar. „Okkur finnst frábært hversu vinsælt lagið er orðið og hversu skapandi þið eruð. Ég elska þau öll.“ Stefán Karl ræddi meðal annars við Mána Svavarsson, höfund upphaflega lagsins. Í samræðum þeirra kom fram að Máni hafi fengið óteljandi beiðnir um að veita aðgang að hljóðskrám lagsins til þess auðvelda fólki að útbúa þessi myndbönd. Tilkynntu þeir félagar að þeir myndu fljótlega setja hljóðskrárnar á netið svo hver sem er gæti notast við þær. Stefán Karl ræddi einnig við félaga sína úr Latabæ, þá Björn Thors, Berg Þór Ingólfsson og Snorra Engilbertsson en þeir voru einmitt með Stefáni Karli í myndbandinu fræga. Til þess að setja punktinn yfir i-ið fluttu þeir lagið í beinni útsendingu líkt og sjá má hér að neðan.Hér að neðan má sjá nokkrar af bestu útgáfunum auk þess sem að lærða umræðu um þetta tiltekna meme-má nálgast á Reddit.Upprunalega myndbandið
Donald Trump Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira