Enski boltinn

Jesus kemur til City sem sá besti

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gabriel Jesus er einn efnilegasti leikmaður heims,
Gabriel Jesus er einn efnilegasti leikmaður heims, vísir/getty
Gabriel Jesus, verðandi leikmaður Manchester City, hefur verið útnefndur besti leikmaðurinn í Brasilíu árið 2016.

Þessi 19 ára gamli framherji hjálpaði sínu liði Palmeiras að verða meistari í heimalandinu í fyrsta sinn í 22 ár en hann skoraði tólf mörk á tímabilinu.

Þá átti hann stórgott ár með brasilíska landsliðinu sem er í efsta sæti í undankeppni HM 2018 í Suður-Ameríku auk þess sem hann varð Ólympíumeistari með U23 ára liðinu í Ríó í sumar.

Jesus var áður búinn að hljóta Bola de Ouro-verðlaunin sem besti leikmaðurinn í brasilísku úrvalsdeildinni en þann titil hafa menn á borð við Ronaldhino, Neymar og Carlos Tévez fengið.

Það var í byrjun ágúst sem Manchester City gekk frá kaupum á Brassanum unga en leyfði honum að klára tímabilið með Palmeiras. Hann verður löglegur með City-liðinu í byrjun nýs árs.

„Þetta er mikill heiður en ég á þetta liðsfélögum mínum að þakka. Mér hefði ekki getað dreymt um að vinna þessi verðlaun. Ég er mjög ánægður,“ sagði Gabriel Jesus er hann tók við viðurkenningunni.


Tengdar fréttir

Jesus lendir í Manchester

Brasilíski landsliðsmaðurinn Gabriel Jesus lendir í Manchester í dag og mun eyða helginni í borginni.

Þriðju kaup City í vikunni

Manchester City hefur gengið frá kaupum á kólumbíska framherjanum Marlos Moreno, en félagið staðfesti þetta í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×