The Grand Tour slær met í ólöglegu niðurhali Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2016 09:43 Ólöglegt niðurhal á þáttunum The Grand Tour er nú komið uppí 18,9 milljón skipti. Engri þáttaröð hefur verið hlaðið niður oftar ólöglega en hinni nýju þáttaröð bílaþáttarins The Grand Tour með þremmenningunum Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May. Fyrra metið átti þáttaröð Game of Thrones og House of Cards þar á eftir. Fyrsta þætti The Grand Tour var ólöglega hlaðið niður af 7,9 milljón manns, öðrum þætti 6,4 milljón sinnum og þriðja þætti 4,6 milljón sinnum. Samtals eru þetta 18,9 milljón niðurhöl. En hvað skildi þetta ólöglega niðurhal kosta Amazon Prime, sem framleiðir þáttaröðina The Grand Tour? Amazon Prime hefur til dæmis tapað 450 milljónum króna eingöngu á ólöglegu niðurhali í Bretlandi af The Grand Tour, en þar í landi hafa 13,7% af öllu ólöglegu niðurhali á þáttaröðinni átt sér stað. Ef það er uppreiknað í heildarniðurhalinu í öllum heiminum hefur það kostað Amazon Prime 3,5 milljarða króna og munar um minna til að standa undir dýrri framleiðslu á þáttunum. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent
Engri þáttaröð hefur verið hlaðið niður oftar ólöglega en hinni nýju þáttaröð bílaþáttarins The Grand Tour með þremmenningunum Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May. Fyrra metið átti þáttaröð Game of Thrones og House of Cards þar á eftir. Fyrsta þætti The Grand Tour var ólöglega hlaðið niður af 7,9 milljón manns, öðrum þætti 6,4 milljón sinnum og þriðja þætti 4,6 milljón sinnum. Samtals eru þetta 18,9 milljón niðurhöl. En hvað skildi þetta ólöglega niðurhal kosta Amazon Prime, sem framleiðir þáttaröðina The Grand Tour? Amazon Prime hefur til dæmis tapað 450 milljónum króna eingöngu á ólöglegu niðurhali í Bretlandi af The Grand Tour, en þar í landi hafa 13,7% af öllu ólöglegu niðurhali á þáttaröðinni átt sér stað. Ef það er uppreiknað í heildarniðurhalinu í öllum heiminum hefur það kostað Amazon Prime 3,5 milljarða króna og munar um minna til að standa undir dýrri framleiðslu á þáttunum.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent