Gaman að auka þekkinguna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. desember 2016 10:45 Jóhanna Sigurlaug Eiríksdóttir varð fyrst kvenna til að ljúka námi sem Marel-vinnslutæknir. „Vinnslutækninámið gaf mér innsýn inn í tækni og hugbúnað Marels og gerir mér auðveldara fyrir að greina bilanir, skipta um varahluti og vera í tengslum við Marel. Þetta þýðir vonandi að ekki þarf sækja alla þjónustu suður, heldur get ég bjargað einhverju hér heima við,“ segir Jóhanna Sigurlaug Eiríksdóttir á Sauðárkróki sem nýlega útskrifaðist úr Fisktækniskóla Íslands sem Marel-vinnslutæknir. Hún er fyrsta konan til að ljúka því námi. „Það er gaman að auka þekkinguna enda var staðið vel að kennslunni,“ segir hún. Jóhanna hefur unnið í Fisk-Seafood á Sauðárkróki í tvö ár. „Ég byrjaði bara á línunni og í ýmsum störfum. Svo fór ég í nám og útskrifaðist sem fisktæknir frá Fjölbraut á Sauðárkróki í vor því ég varð að vera búin með það eða sambærilegt nám til að reyna við vinnslutækninn.“ Nú var hún dálítið á ferðinni. „Fisktækniskóli Íslands er með aðsetur í Grindavík og við nemendurnir vorum þar á köflum, en líka í Marel í Garðabæ og í Sjávarklasanum á Granda í Reykjavík. Námið fór fram í lotum, bæði heima við tölvuna og með verklegum æfingum, auk þess sem farið var í vinnustaðaheimsóknir,“ lýsir hún. Hún kveðst hafa lært á sérstakt hugbúnaðarkerfi Marels, Innova, sem notað sé í flestum fiskvinnslustöðvum en líka í kjötvinnslu og kjúklingalínum hér á landi og víða um heim. „Við lærðum inn á M3000 haus sem er master á ýmsum búnaði.“ Í Fisk Seafood er aðallega unnið í þorski og ufsa að sögn Jóhönnu. „Aðalbátarnir eru tveir, Málmey og Klakkur,“ segir hún. „Það eru ísfiskbátar sem eru svona viku úti í einu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. desember 2016. Lífið Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sjá meira
„Vinnslutækninámið gaf mér innsýn inn í tækni og hugbúnað Marels og gerir mér auðveldara fyrir að greina bilanir, skipta um varahluti og vera í tengslum við Marel. Þetta þýðir vonandi að ekki þarf sækja alla þjónustu suður, heldur get ég bjargað einhverju hér heima við,“ segir Jóhanna Sigurlaug Eiríksdóttir á Sauðárkróki sem nýlega útskrifaðist úr Fisktækniskóla Íslands sem Marel-vinnslutæknir. Hún er fyrsta konan til að ljúka því námi. „Það er gaman að auka þekkinguna enda var staðið vel að kennslunni,“ segir hún. Jóhanna hefur unnið í Fisk-Seafood á Sauðárkróki í tvö ár. „Ég byrjaði bara á línunni og í ýmsum störfum. Svo fór ég í nám og útskrifaðist sem fisktæknir frá Fjölbraut á Sauðárkróki í vor því ég varð að vera búin með það eða sambærilegt nám til að reyna við vinnslutækninn.“ Nú var hún dálítið á ferðinni. „Fisktækniskóli Íslands er með aðsetur í Grindavík og við nemendurnir vorum þar á köflum, en líka í Marel í Garðabæ og í Sjávarklasanum á Granda í Reykjavík. Námið fór fram í lotum, bæði heima við tölvuna og með verklegum æfingum, auk þess sem farið var í vinnustaðaheimsóknir,“ lýsir hún. Hún kveðst hafa lært á sérstakt hugbúnaðarkerfi Marels, Innova, sem notað sé í flestum fiskvinnslustöðvum en líka í kjötvinnslu og kjúklingalínum hér á landi og víða um heim. „Við lærðum inn á M3000 haus sem er master á ýmsum búnaði.“ Í Fisk Seafood er aðallega unnið í þorski og ufsa að sögn Jóhönnu. „Aðalbátarnir eru tveir, Málmey og Klakkur,“ segir hún. „Það eru ísfiskbátar sem eru svona viku úti í einu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. desember 2016.
Lífið Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sjá meira