Sportbílasala á undanhaldi vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2016 15:29 Ford Mustang veður ef til vill reyk í tvennum skilningi nú. Svo virðist sem sportbílar eigi ekki uppá pallborðið hjá bandarískum bílakaupendum nú og sala þeirra flestra hefur fallið þrátt fyrir að bílasala hafið aukist að undanförnu í Bandaríkjunum. Stutt er síðan að hér var greint frá svo minnkandi sölu í Ford Mustang að Ford ákvað að stöðva framleiðslu hans í eina viku. Sala Mustang hefur minnkað um 9% í ár. Ekki er mikið betri sögu að segja um bíla eins og Chevrolet Corvette og Porsche sportbíla, en sala þeirra hefur líka fallið. Ástæða þessa telja sumir að sé “Baby boom” kynslóðin sem er fædd milli 1946 og 1964, sem hefur verið helstu kaupendur sportbíla undanfarna áratugi, er farin að eldast hressilega og kaupir nú fremur aðra bíla en sportbíla. Yngra fólk hafi ekki eins mikinn áhuga á slíkum bílum og þessi eldri kynslóð og velji sér fremur jepplinga og jeppa og það helst af öflugri og dýrari gerðinni. Þrátt fyrir þessa söluminnkun á Ford Mustang verður salan á honum í ár kringum 100.000 bílar, en fjórðungur þess hefur farið í bílaleigur eða til leigu hjá öðrum fyrirtækjum. Á þessu ári eru 40% kaupenda á Mustang úr “Baby boom”-kynslóðinni, en var 50% árið 2013. Góðu fréttirnar fyrir Ford eru þær að nú er 22% kaupenda á þrítugs eða fertugsaldri, en þeir voru aðeins 15% kaupenda árið 2013. Sala á Chevrolet Camaro og Corvette hefur fallið um 11% og 14% á árinu. Sala á sportbílum Porsche hefur fallið um 8% í ár, en sala Macan sportjeppans hefur aukist um 30%. Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent
Svo virðist sem sportbílar eigi ekki uppá pallborðið hjá bandarískum bílakaupendum nú og sala þeirra flestra hefur fallið þrátt fyrir að bílasala hafið aukist að undanförnu í Bandaríkjunum. Stutt er síðan að hér var greint frá svo minnkandi sölu í Ford Mustang að Ford ákvað að stöðva framleiðslu hans í eina viku. Sala Mustang hefur minnkað um 9% í ár. Ekki er mikið betri sögu að segja um bíla eins og Chevrolet Corvette og Porsche sportbíla, en sala þeirra hefur líka fallið. Ástæða þessa telja sumir að sé “Baby boom” kynslóðin sem er fædd milli 1946 og 1964, sem hefur verið helstu kaupendur sportbíla undanfarna áratugi, er farin að eldast hressilega og kaupir nú fremur aðra bíla en sportbíla. Yngra fólk hafi ekki eins mikinn áhuga á slíkum bílum og þessi eldri kynslóð og velji sér fremur jepplinga og jeppa og það helst af öflugri og dýrari gerðinni. Þrátt fyrir þessa söluminnkun á Ford Mustang verður salan á honum í ár kringum 100.000 bílar, en fjórðungur þess hefur farið í bílaleigur eða til leigu hjá öðrum fyrirtækjum. Á þessu ári eru 40% kaupenda á Mustang úr “Baby boom”-kynslóðinni, en var 50% árið 2013. Góðu fréttirnar fyrir Ford eru þær að nú er 22% kaupenda á þrítugs eða fertugsaldri, en þeir voru aðeins 15% kaupenda árið 2013. Sala á Chevrolet Camaro og Corvette hefur fallið um 11% og 14% á árinu. Sala á sportbílum Porsche hefur fallið um 8% í ár, en sala Macan sportjeppans hefur aukist um 30%.
Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent