“The Escape” frá BMW vinsælla en auglýsingar Trump Finnur Thorlacius skrifar 15. nóvember 2016 12:50 BMW hefur framleitt stuttmynd sem af stórum hluta er magnaður bílaeltingaleikur og hefur myndin fengið gríðarlegt áhorf á youtube, reyndar svo mikinn að það var vinsælla en auglýsingar Trump í aðdragandi kosninganna í Bandaríkjunum. Þessi mynd ekki sú eina sem BMW hefur framleitt og hafa þær allar fengið gríðarlegt áhorf. Í myndinni eru engir slorleikarar og er Clive Owen ökumaður BMW bílsins í myndinni og Dakota Fanning fórnarlambið sem hann bjargar í “The Escape”, en það heitir myndin. Clive Owen ekur BMW 540i bíl og verður ekki annað sagt en hann gagnist vel í flóttanum sem myndin hverfist um. Það eru ekki margir góðir bílaeltingaleikir sem sjást á hvíta tjaldinu þessa dagana, heldur mestmegnis svo óraunverulegir og heimskulegir eltingaleikir eins og í Fast & Furious eða hreinlega illa gerðir líkt og í Need For Speed. Því er hér komin hressileg upprifjun á vel gerðum eltingaleikjum, sem myndi sóma sér vel í hvaða James Bond mynd sem er. Myndin er ekki nema um 10 mínútur, en er hverrar mínútu virði. Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent
BMW hefur framleitt stuttmynd sem af stórum hluta er magnaður bílaeltingaleikur og hefur myndin fengið gríðarlegt áhorf á youtube, reyndar svo mikinn að það var vinsælla en auglýsingar Trump í aðdragandi kosninganna í Bandaríkjunum. Þessi mynd ekki sú eina sem BMW hefur framleitt og hafa þær allar fengið gríðarlegt áhorf. Í myndinni eru engir slorleikarar og er Clive Owen ökumaður BMW bílsins í myndinni og Dakota Fanning fórnarlambið sem hann bjargar í “The Escape”, en það heitir myndin. Clive Owen ekur BMW 540i bíl og verður ekki annað sagt en hann gagnist vel í flóttanum sem myndin hverfist um. Það eru ekki margir góðir bílaeltingaleikir sem sjást á hvíta tjaldinu þessa dagana, heldur mestmegnis svo óraunverulegir og heimskulegir eltingaleikir eins og í Fast & Furious eða hreinlega illa gerðir líkt og í Need For Speed. Því er hér komin hressileg upprifjun á vel gerðum eltingaleikjum, sem myndi sóma sér vel í hvaða James Bond mynd sem er. Myndin er ekki nema um 10 mínútur, en er hverrar mínútu virði.
Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent