GM segir upp 2.000 manns vegna lélegrar fólksbílasölu Finnur Thorlacius skrifar 15. nóvember 2016 09:30 Chevrolet Cruze Um leið og bílakaupendur vestanhafs velja helst jepplinga og jeppa hrynur sala fólksbíla, ekki síst minni fólksbíla. Við þessu þurfa bílaframleiðendur að bregðast og það hefur General Motors þurft að gera á sársaukafullan hátt og hefur nú sagt upp 2.000 starfsmanna sinna í verksmiðjum sem framleiða fólksbíla GM. Eru þessar uppsagnir í verksmiðjum GM í Lansing í Michigan og Lordstown í Ohio. Þar eru meðal annars framleiddir bílarnir Chevrolet Cruze, Cadillac ATS og CTS og Chevrolet Camaro. Sala Cruze hefur fallið um 20% á árinu og sala Camaro um 9%. Í báðum verksmiðjunum verður þriðju vaktinni hætt og aðeins unnið á tveimur vöktum. Taka uppsagnirnar gildi frá og með janúar á næsta ári. Um leið og GM tilkynnti þessar uppsagnir greindi fyrirtækið frá því að það hyggðist fjárfesta fyrir 900 milljón dollara í öðrum verksmiðjum fyrirtækisins sem framleiða jepplinga og jeppa, en ekki kemur fram hvort þessi fjárfesting kallaði á ráðningar starfsfólks. Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent
Um leið og bílakaupendur vestanhafs velja helst jepplinga og jeppa hrynur sala fólksbíla, ekki síst minni fólksbíla. Við þessu þurfa bílaframleiðendur að bregðast og það hefur General Motors þurft að gera á sársaukafullan hátt og hefur nú sagt upp 2.000 starfsmanna sinna í verksmiðjum sem framleiða fólksbíla GM. Eru þessar uppsagnir í verksmiðjum GM í Lansing í Michigan og Lordstown í Ohio. Þar eru meðal annars framleiddir bílarnir Chevrolet Cruze, Cadillac ATS og CTS og Chevrolet Camaro. Sala Cruze hefur fallið um 20% á árinu og sala Camaro um 9%. Í báðum verksmiðjunum verður þriðju vaktinni hætt og aðeins unnið á tveimur vöktum. Taka uppsagnirnar gildi frá og með janúar á næsta ári. Um leið og GM tilkynnti þessar uppsagnir greindi fyrirtækið frá því að það hyggðist fjárfesta fyrir 900 milljón dollara í öðrum verksmiðjum fyrirtækisins sem framleiða jepplinga og jeppa, en ekki kemur fram hvort þessi fjárfesting kallaði á ráðningar starfsfólks.
Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent