Lífið

Sjáðu fyrsta þáttinn af Rapp í Reykjavík í heild sinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flottur þáttur á Stöð 2 í gær.
Flottur þáttur á Stöð 2 í gær. vísir
Rapp í Reykjavík hóf göngu sína á Stöð 2 í gærkvöldi en þeir Gaukur Úlfarsson og Dóri DNA hafa undanfarin misseri verið að vinna að heimildarþáttaröð um íslenskt rapp. Rapp í Reykjavík verður sýnd á Stöð 2 í apríl og maí.

Í þáttunum verður leitast við að fanga tíðarandann í tónlistarmenningu Íslendinga. Dóri DNA, tekur Reykjavíkurdætur, Blaz Roca, Úlf Úlf, Shades of Reykjavík, Tiny, Gísla Pálma, Cell7, Bent, Emmsjé Gauta, Kött Grá Pjé og fleiri tali og reynir að fá botn í hversvegna Íslendingar séu orðnir rappsjúkir. Þættirnir verða sex talsins.

Sjá einnig:Rappið tekur yfir

Í fyrst þættinum var talað við Emmsjé Gauta, Herra Hnetusmjör og Reykjavíkurdætur og má nú sjá fyrsta þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Rapp í Reykjavík mælist mjög vel fyrir hjá áhorfendum en hér fyrir neðan má sjá brot af umræðu um þáttinn á Twitter.


Tengdar fréttir

„Íslenska rappsenan er tryllt"

Dugnaður og fjölbreytileiki einkenna íslenskt rapp um þessar mundir segja aðstandendur nýrra sjónvarpsþátta um íslensku rappsenuna. Við erum ekki að fara að grafast fyrir um hvaðan fyrsta derhúfan kom heldur einfaldlega að taka hús á þeim sem eru í fararbroddi, segir kynnir þáttanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.