Nú er rétti tíminn til að hreinsa til og koma reglu á snyrtivörurnar. Sennilega er margt í skúffunni sem er löngu kominn tími á að henda.
Hægt er að fá falleg box og litlar hirslur undir snyrtivörur meðal annars í IKEA og Söstrene Grene.
Í desemberblaði Glamour má finna góð ráð um skipulag og geymslu snyrtivaranna, ásamt einföldum leiðbeiningum með líftíma þeirra. Náðu þér í eintak og byrjaðu nýja árið skipulega.
