Lífið

Ingó ekki Veðurguð lengur: Efnir til nafnakeppni fyrir nýtt band

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ingó er að stofna nýtt band.
Ingó er að stofna nýtt band. vísir/arnþór
Tónlistamaðurinn Ingólfur Þórarinsson tilkynnti rétt fyrir áramót að hann og Veðurguðirnir væru á leiðinni í pásu.

„Kæru vinir og gleðilega hátíð. Eftir 10 ár saman höfum við í bandinu ákveðið að taka okkur smá pásu,“ skrifaði Ingó á Facebook-síðu sveitarinnar.

Hann segist sjálfur hvergi nærri hættur í bransanum.

„Ég mun hinsvegar halda áfram að koma fram og ætla að spýta í lófana og fara að dæla út músík. Þá kemur hinsvegar að ykkur, mig vantar nauðsynlega nafn á þá hreyfingu tónlistarmanna sem verður mér innan handar,“ skrifar Ingó en hann hvatti fólk til að senda inn tilnefningar fyrir nýtt nafn á hljómsveit.

„Nú hefur dómnefndin valið 10 bestu tillögurnar,“ segir hann og tilgreindi hann þær tillögur í athugasemdakerfinu á Facebook.

Hér að neðan má sjá mynd af þeim tillögum sem um ræðir.

Sælir kæru vinir og gleiðilega hátíð. Eftir 10 ár saman höfum við í bandinu ákveðið að taka okkur smá pásu! Þetta hefur...

Posted by Ingó Veðurguð on 30. desember 2015

Kæru vinir! Takk innilega fyrir frábærar viðtökur i nafnakeppninni. Nu hefur dómnefndin valið 10 bestu tillögurnar. Þær...

Posted by Ingó Veðurguð on 6. janúar 2016





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.