Hjartasteinn á Feneyjahátíðinni Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. júlí 2016 10:30 Guðmundur Arnar Guðmundsson er að vonum ánægður með að komast inn á Feneyjahátíðina. Mynd/Ingibjörg Torfadóttir „Þetta er alveg magnað, þetta er í raun og veru algjör draumabyrjun fyrir okkur – við erum búin að vera að vinna lengi í myndinni og því er þetta alveg frábært,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstjóri Hjartasteins aðspurður að því hvernig það legst í hann að hlotnast þessi heiður. Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd Guðmundar í fullri lengd en hann hefur hingað til skrifað og leikstýrt stuttmyndum - til að mynda gerði hann hina margverðlaunuðu stuttmynd Hvalfjörður sem hefur alls hlotið 45 verðlaun á kvikmyndahátíðum þar á meðal dómaraverðlaun í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2013.Hvernig verðlaun eru í boði í þessum flokki?„Við getum unnið áhorfendaverðlaun, Venice Days verðlaunin og síðan sérstök verðlaun veitt af samtökum Evrópskra kvikmyndahúsa sem veita kynningarstyrk og staðfestingu á því að myndin verði sýnd í kvikmyndahúsum víðsvegar um Evrópu.. Venice Days er flokkur sem stofnaður er til heiðurs leikstjórum af ítalska leikstjórafélaginu. Við fengum fleiri spennandi boð fyrir heimsfrumsýningu myndarinnar en þegar Venice Days hafði samband þá var það engin spurning enda einstakt tækifæri.. Auk þess get ég unnið verðlaunin Ljón framtíðarinnar – en það eru verðlaun fyrir fyrstu mynd leikstjóra og eru ein af þessum stóru verðlaunum á hátíðinnisem myndir í öllum flokkum keppa um.“ Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd mun keppa á þessari hátið og eru það aðeins tólf kvikmyndir sem taka þátt í þessum flokki. Hátt í þúsund myndir allsstaðar að úr heiminum sækja um að komast í flokkinn enda er kvikmyndahátíðin í Feneyjum ein sú virtasta sinnar tegundar í heiminum og jafnframt sú elsta, en hún verður 73 ára í ár. Hátíðin fer fram frá 31.ágúst – 10.september.Hvernig mynd er Hjartasteinn?„Þetta er vináttusaga tveggja stráka í sjávarþorpi sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.“ Tökur fóru fram haustið 2015 í Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, Vopnafirði og Dyrhólaey. Með helstu hlutverk fara ungstirnin Baldur Einarsson, Blær Hinriksson, Diljá Valsdóttir, Katla Njálsdóttir, Jónína Þórdís Karlsdóttir, Rán Ragnarsdóttir, Daniel Hans Erlendsson, Theodór Pálsson og Sveinn Sigurbjörnsson ásamt þeim þaulreyndu Nínu Dögg Filippusdóttur, Sveini Ólafi Gunnarssyni, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur, Søren Malling og Gunnari Jónssyni. Framleiðendur Hjartasteins eru Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson fyrir Join Motion Pictures og Lise Orheim Stender og Jesper Morthorst fyrir hið danska framleiðslufyrirtæki SF Studios Production. Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Sjá meira
„Þetta er alveg magnað, þetta er í raun og veru algjör draumabyrjun fyrir okkur – við erum búin að vera að vinna lengi í myndinni og því er þetta alveg frábært,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstjóri Hjartasteins aðspurður að því hvernig það legst í hann að hlotnast þessi heiður. Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd Guðmundar í fullri lengd en hann hefur hingað til skrifað og leikstýrt stuttmyndum - til að mynda gerði hann hina margverðlaunuðu stuttmynd Hvalfjörður sem hefur alls hlotið 45 verðlaun á kvikmyndahátíðum þar á meðal dómaraverðlaun í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2013.Hvernig verðlaun eru í boði í þessum flokki?„Við getum unnið áhorfendaverðlaun, Venice Days verðlaunin og síðan sérstök verðlaun veitt af samtökum Evrópskra kvikmyndahúsa sem veita kynningarstyrk og staðfestingu á því að myndin verði sýnd í kvikmyndahúsum víðsvegar um Evrópu.. Venice Days er flokkur sem stofnaður er til heiðurs leikstjórum af ítalska leikstjórafélaginu. Við fengum fleiri spennandi boð fyrir heimsfrumsýningu myndarinnar en þegar Venice Days hafði samband þá var það engin spurning enda einstakt tækifæri.. Auk þess get ég unnið verðlaunin Ljón framtíðarinnar – en það eru verðlaun fyrir fyrstu mynd leikstjóra og eru ein af þessum stóru verðlaunum á hátíðinnisem myndir í öllum flokkum keppa um.“ Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd mun keppa á þessari hátið og eru það aðeins tólf kvikmyndir sem taka þátt í þessum flokki. Hátt í þúsund myndir allsstaðar að úr heiminum sækja um að komast í flokkinn enda er kvikmyndahátíðin í Feneyjum ein sú virtasta sinnar tegundar í heiminum og jafnframt sú elsta, en hún verður 73 ára í ár. Hátíðin fer fram frá 31.ágúst – 10.september.Hvernig mynd er Hjartasteinn?„Þetta er vináttusaga tveggja stráka í sjávarþorpi sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.“ Tökur fóru fram haustið 2015 í Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, Vopnafirði og Dyrhólaey. Með helstu hlutverk fara ungstirnin Baldur Einarsson, Blær Hinriksson, Diljá Valsdóttir, Katla Njálsdóttir, Jónína Þórdís Karlsdóttir, Rán Ragnarsdóttir, Daniel Hans Erlendsson, Theodór Pálsson og Sveinn Sigurbjörnsson ásamt þeim þaulreyndu Nínu Dögg Filippusdóttur, Sveini Ólafi Gunnarssyni, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur, Søren Malling og Gunnari Jónssyni. Framleiðendur Hjartasteins eru Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson fyrir Join Motion Pictures og Lise Orheim Stender og Jesper Morthorst fyrir hið danska framleiðslufyrirtæki SF Studios Production.
Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Sjá meira