Lífið

Seinni undanriðill Eurovision: Veðbankar segja Dani sitja eftir

Birgir Olgeirsson skrifar
Lighthouse X er framlag Dana í Eurovision í ár.
Lighthouse X er framlag Dana í Eurovision í ár. Vísir/EPA
Seinni undanriðill söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í kvöld en þar er Dönum ekki spáð góðu gengi.

Danir sendu tríóið Lighthouse X í keppnina í ár með 

lagið Soldiers Of Love en veðbankar eru ekki bjartsýnir fyrir hönd frænda okkar.

Er talið að þeir muni sitja eftir ásamt Georgíu, Makedóníu, Hvíta Rússlandi, Írlandi, Slóveníu, Albaníu og Sviss.

Þessi spá leggst eflaust ekki vel í Dani en þeir komust heldur ekki upp úr undanriðlinum í fyrra þar sem Evrópa hreyfst ekki með hljómsveitinni Anti Social Media sem flutti sykursæta slagarann The Way You Are. 

Norðmönnum er hins vegar spáð upp úr riðlinum ásamt Úkraínu, Ástralíu, Serbíu, Lettlandi, Belgíu, Ísrael, Búlgaríu, Litháen og Póllandi.

Síðastliðinn þriðjudag féllu bæði Finnar og Íslendingar úr leik. Rætist spá veðbanka verða Norðmenn og Svíar því einu fulltrúar Norðurlandaþjóðanna í úrslitunum á laugardag. 

Enn er Rússum spáð sigri í keppninni, Úkraínu annað sætið og Frakklandi þriðja sætið. Áströlum er spáð fjórða sætið, gestgjöfunum Svíum fimmta sætið og Möltu sjötta sætið. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.