VW Arteon leysir af CC Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2016 11:27 Volkswagen Sport Coupe Concept GTE tilraunabíllinn. Í síðustu viku tilkynnti Volkswagen að fyrirtækið myndi hætta framleiðslu á CC bíl sínum, en ekki leið langur tími uns Volkswagen tilkynnti um arftaka hans. Hann mun heita Arteon og er að svipaðri stærð og CC bíllinn og ef eitthvað er enn sportlegri. Arteon er stærri bíll en Passat, líka fjögurra hurða en eins og sannur sportbíll með enga ramma utanum framhliðarrúðurnar. Forveri þessa bíls er tilraunabíllinn Sport Coupe Concept GTE sem sést hér að ofan og endanlegt útlit Arteon verður víst nokkuð líkt honum. Í grunninn er þessi nýi bíll þó örlítið stækkuð útgáfa af Passat með coupe-lagi, en með mjög vönduðum frágangi og nýjustu tækni. Hann verður þó með mun stærra skottrými en forverinn CC. Þessi bíll verður nokkuð dýrari en Passat, enda talsvert meira í hann lagt. Arteon mun fá sömu vélar og er að finna í Passat, en þó veður einni öflugri vél bætt við sem flaggskip bílgerðarinnar. Volkswagen ætlar að sýna þennan nýja Arteon bíl á bílasýningunni í Genf í mars næstkomandi og hann fer svo í sölu í sumar. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Í síðustu viku tilkynnti Volkswagen að fyrirtækið myndi hætta framleiðslu á CC bíl sínum, en ekki leið langur tími uns Volkswagen tilkynnti um arftaka hans. Hann mun heita Arteon og er að svipaðri stærð og CC bíllinn og ef eitthvað er enn sportlegri. Arteon er stærri bíll en Passat, líka fjögurra hurða en eins og sannur sportbíll með enga ramma utanum framhliðarrúðurnar. Forveri þessa bíls er tilraunabíllinn Sport Coupe Concept GTE sem sést hér að ofan og endanlegt útlit Arteon verður víst nokkuð líkt honum. Í grunninn er þessi nýi bíll þó örlítið stækkuð útgáfa af Passat með coupe-lagi, en með mjög vönduðum frágangi og nýjustu tækni. Hann verður þó með mun stærra skottrými en forverinn CC. Þessi bíll verður nokkuð dýrari en Passat, enda talsvert meira í hann lagt. Arteon mun fá sömu vélar og er að finna í Passat, en þó veður einni öflugri vél bætt við sem flaggskip bílgerðarinnar. Volkswagen ætlar að sýna þennan nýja Arteon bíl á bílasýningunni í Genf í mars næstkomandi og hann fer svo í sölu í sumar.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent