Haukar verða Íslandsmeistarar karla þriðja árið í röð ef marka má spá forráðamanna og fyrirliða liða í deildinni. Spáin var birt á kynningarfundi HSÍ í dag.
Stjarnan mun hins vegar hrifsa Íslandsmeistararitilinn í kvennaflokki en Garðbæingar töpuðu fyrir Gróttu í lokaúrslitunum í vor. Grótta, sem hefur orðið Íslandsmeistari tvö ár í röð, verður í fimmta sæti samkvæmt spánni.
Það má því búast við jafnri toppbaráttu í Olísdeild kvenna en fyrirfram er reiknað með því að sex efstu liðin í spánni séu fremur jöfn að styrkleika.
ÍBV og Afturelding munu veita Haukum mesta samkeppni um titilinn í karlaflokki í spánni en Eyjamenn hafa verið duglegir að safna liði í sumar. Róbert Aron Hostert og Sigurbergur Sveinsson gengu til liðs við Eyjamenn í sumar.
Hér fyrir neðan má sjá spánna í öllum deildum en nýtt keppnistímabil hefst á fimmtudagskvöldið.
Spá 1. deildar karla:
1. ÍR 382 stig
2. Fjölnir 372
3. Víkingur 330
4. HK 282
5. Þróttur 239
6. KR 230
7. Mílan 201
8. Valur U 198
9. Hamrarnir 170
10. Akureyri U 143
11. ÍBV U 135
12. Stjarnan U 126
Spá 1. deildar kvenna:
1. Fjölnir 209 stig
2. HK 195
3. ÍR 185
4. KA/Þór 151
5. FH 142
6. Afturelding 135
7. Valur U 130
8. Víkingur 101
Spá Olís-deildar kvenna:
1. Stjarnan 201 stig
2. Fram 179
3. Valur 176
4. Haukar 166
5. Grótta 162
6. ÍBV 157
7. Selfoss 108
8. Fylkir 99
Spá Olís-deildar karla:
1. Haukar 253 stig
2. ÍBV 245
3. Afturelding 207
4. Valur 175
5. FH 164
6. Stjarnan 140
7. Akureyri 124
8. Grótta 119
9. Selfoss 110
10. Fram 58
Haukar og Stjarnan verða meistarar
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Íslenski boltinn
