Kamelljón sem langar í taste af öllu Guðrún Ansnes skrifar 2. apríl 2016 08:00 Gauti segist finna fyrir ákveðnum fordómum í garð rappara og forðast í raun að nota þann starfstitil. Vísir/Anton Brink „Ég er náttúrulega mjög athyglissjúkur og er að hluta til að gera tónlist vegna þess að ég elska það þegar fólk horfir á mig. Það eru kannski fáir sem viðurkenna það, en ég nærist á þessu. Þetta er mitt tjáningarform. Þegar ég var lítill, eftir að hafa spilað í fyrsta skipti og einhver kallaði Gauti úr salnum, sagði ég: Ég ætla að verða frægur og nettur. Þetta er það sem ég ætla að gera, sama hvort ég fæ fyrir það peninga eða ekki,“ segir Gauti Þeyr Másson tónlistarmaður sem getið hefur sér gott orð sem rapparinn Emmsjé Gauti um árabil. Gauti hefur sumsé fyrir löngu stimplað sig inn í hipp hopp senuna hérlendis. Og senan hefur líklega aldrei verið blómlegri en einmitt nú. Sjálfur hefur hann sett mark sitt á þróun hennar með útgáfum platnanna Bara ég árið 2011 og Þeyr 2013. Nýjasta afurðin er á lokametrunum og væntanleg til landsins í blábyrjun sumars.Staðalímynd rapparans „Ég og strákarnir í Úlfur Úlfur hlæjum dálítið að því núna að þetta sem við urðum að eiga sem áhugamál, varð síðan að atvinnu. Allt þetta fólk sem var hlæjandi og spurði: „En ætlarðu ekki að fara að gera alvöru tónlist?“ Starfsheitið rappari hefur alltaf, þó það sé að breytast núna, vakið upp svona krúttstemningu í fólki. Eins og þetta sé tímabil: „Æ, ertu rappari?“ Ég er ekki partur af neinum minnihlutahóp sem lendir í fáránlegum eða hræðilegum barsmíðum, en það er alltaf þetta viðmót. Fólk gerir ráð fyrir að maður reyki gras, hafi átt erfiða æsku eða að rappið tengist kynþætti. Fólk er búið að gera sér staðlaðar hugmyndir um hver maður er og hvað maður gerir. Ég finn fyrir þessu. Mér finnst sjálfum meira að segja eitthvað erfitt við að svara spurningunni „við hvað vinnurðu?“ með að segja ég er rappari. Ég segi alltaf tónlistarmaður en ekki rappari. Það er eitthvað hálffyndið við það,“ bendir Gauti á og heldur áfram: „Svo bara fór fokkjú puttinn að speglast alvarlega til baka á þá sem voru einmitt uppteknastir af að spyrja þessara spurninga. Það er dálítið fullnægjandi og kannski eftir allt ágætt að halda sig við að nota barnslega orðið rappari sem atvinnuheiti, þegar það sýnir fólki að þetta var svo alveg hægt,“ segir Gauti. Sjálfur hefur hann geta lifað alfarið á listinni undanfarin þrjú ár og haft í nægu að snúast. Hann telur að þann uppgang, sem raun ber viti um innan íslensku hipp hopp senunnar, megi rekja til rapparans Gísla Pálma. „Hann breytti senunni með fyrstu plötunni sinni. Reyndar get ég sagt að flest íslenskt rapp fyrir árið 2010 sándar bara ekki vel. Þá er ég ekki að tala um skemmtanagildið heldur tæknilegu hliðina. Auðvitað eru undantekningar. Það er erfitt að útskýra þetta, en það er eins og eitthvað hafi smollið varðandi pródúseringuna þarna. Fólk náði að mastera sándið. Síðan hefur flest sándað allavega ókei.“ Um ræðir aðra bylgju íslensks rapps, eftir því sem Gauti segir, sú fyrri hafi skollið á í kringum aldamótin síðustu. „Fyrsta bylgjan var óneitanlega XXX Rottweiler. Þá kom þessi dúndra með massív dólgslæti, sem var geggjað. Þeir ruddu veginn fyrir okkur hin. Sú bylgja stóð í þrjú eða fjögur ár svo þess vegna tala ég um aðra bylgju, sem á sér stað núna og hefur virkað dálítið lengi. Ég held að sándið sem ég talaði um og stærðargráðan á því sem rapparar eru að gera í dag sé komin á þann stað að jafnvel mestu heiterarnir verði að sætta sig við að þeim líki þetta kannski og að þetta sé alvöru tónlist.“Étur hattinn sinn með stæl„Ég er búinn að sjá að stelpur eru að fá miklu meiri áhuga á þessu,“ segir Gauti og heldur áfram og leiðir samtalið að býsna umdeildu tvíti sem hann sendi frá sér í upphafi árs í fyrra. Þar beindi hann spjótum sínum að rappsveitinni Reykjavíkurdætrum er hann skrifaði; „Þetta er ekki spurning um kyn. Rapp er rapp. RVK dætur var feit pæling sem gekk ekki upp. Vond tónlist er vond tónlist. Ég tek fyrir að stelpur hafi ekki verið að rappa áður en Reykjavíkurdætur komu til sögunnar. En þær mega samt sem áður eiga að það er þeim að þakka að fleiri stelpur hafa fengið áhuga á því að gera rappmúsík. Að segja að Reykjavíkurdætur séu pæling sem ekki gengur upp, er hattur sem ég er til í að kyngja með stæl. Við getum alveg ennþá deilt um hvort ég fíli allt rappið þeirra. Það er enn dót þarna sem mér finnst jafn leiðinlegt og þegar ég tvítaði þessu. En skoðun mín á hljómsveitinni er algjörlega búin að breytast því pælingin um þær sem fyrirmyndir fyrir aðrar stelpur er svo sterk að hún gekk klárlega upp. Ég sá þetta vel á Rímnaflæði í fyrra, þar sem sjö stelpur tóku þátt. Það er alveg eitthvert met og það þarf enginn að segja mér að það sé einhverjum öðrum en þeim að þakka. Þetta er allt að gerast.“ Sjálfur segist Gauti hafa alist upp við sterka kvenfyrirmynd í rappinu. „Cell7, Ragna Kjartansdóttir var fyrirmynd fyrir mér. Ég naut þeirra forréttinda að vera í stúdíóinu þegar hún var að taka upp hjá pabba. Það var ekki eins aðgengilegt fyrir alla aðra að hafa svona sterka kvenfyrirmynd í rappinu á þessum tíma. Við viljum sjá fleiri stelpur rappa, það er staðreynd. En það er samt ekki hægt að skamma rappstráka fyrir að vera partur af sporti sem skartar fáum stelpum. Ég held að þar séu eingungis opnir faðmar og við viljum sjá sem flestar stelpur koma inn í senuna. Ef einhver er á annarri skoðun má sá hinn sami hypja sig.“„Maður fær oft samviskubit yfir að vera ekki þarna. En lífið er allt framundan,“ segir Gauti. Vísir/Anton Brink Femínisti á rangan háttGauti varð faðir í fyrsta skipti í fyrra er dóttir hans Stella María komin í heiminn. Hún er orðin átta mánaða og heillar pabba sinn greinilega upp úr skónum. Má velta fyrir sér hvort föðurhlutverkið hafi haft sitt að segja varðandi viðsnúning á viðhorfi hans til Reykjavíkurdætra? „Auðvitað vil ég að hún fái jöfn tækifæri á öllum sviðum alls staðar. En það er samt skoðun sem ég hafði áður en hún kom til. Ég er alinn upp á heimili með þremur konum, bæði eldri en ég og yngri. Á tímabili var ég eini karlmaðurinn á heimilinu, fyrir utan litla bróður minn, og það skipti alltaf öllu máli að allir fengju sömu tækifærin. Heima kom aldrei upp þessi hugmynd að eitthvað væri stráka eða stelpu. Hinsvegar getur maður samt verið blindur, það er án þess að vera að gera eitthvað karllægt er hægt að taka óvart þátt í að gera það. Eins og með rappið, ég pældi bara aldrei neitt í af hverju þar væru ekki stelpur. Maður hefði átt að gera það og fá þær með. Ég held ég hafi orðið meira femínískt þenkjandi eftir að ég gaf út Elskum þessar mellur, en fyrir það líka nema þá á rangan hátt að mörgu leyti. Ég var alltaf þessi týpa sem sagði: „Ég er jafnréttissinni sko, ekki femínisti“. En ég er svo glaður, ég er svo ógeðslega glaður að hafa náð þessu.“Ofhæpað að eignast barnGauti segir föðurhlutverkið sannarlega gott hlutskipti. Sjálfur hafi hann rétt þrettán ára gamall ákveðið að eignast barn tuttugu og sjö ára. „Mér fannst það alltaf góður aldur í þetta, nógu langt milli tvítugs og þrítugs. Taldi mig þá kominn á bæði andlega og fjárhagslega stabílan stað. Ég eignast Stellu reyndar aðeins fyrr, tuttugu og fimm ára. Þegar barnsmóðir mín varð ófrísk kom ekkert annað til greina en að eignast barnið. Mér fannst ég alveg tilbúinn þó svo ég sé ekki að segja að bankareikningurinn minn sé alltaf öskrandi grænn plús, en mér fannst ég tilbúinn með þessari manneskju. Við erum góðir vinir en auðvitað var þetta smá sjokk. Ég held það skipti ekki máli hvað þú ert gamall eða á hvaða stað þú ert, þetta er alltaf svolítið sjokk. En svo kemur þessi geðveikislega gleðispenna sem yfirtekur allt.” Þykir honum fulllangt seilst þegar fólk talar í sífellu um að allt lífið breytist við að fá nafnbótina foreldri. „Nei, mér fannst ekki allt lífið breytast. Nú ætla ég til að mynda að mæla með að foreldrar hætti að gera eitt: að ofhæpa það að eignast barn. Það eru margir sem hugsa með sér að allt muni breytast. Auðvitað er geðveikt að eignast barn og það er upplifun sem maður getur ekki útskýrt fyrir annarri manneskju. Allir upplifa það á sinn hátt. Ég man að þegar Stella fæddist fór ég allt í einu að verða hræddur um að verða haltur og missa svo allar tennurnar, nú væri ég sko orðinn fullorðinn. En þetta er allt aðeins spurning um viðhorf. Þú hættir ekkert að vera þú. Þinn persónuleiki heldur áfram að vera þarna en vonandi með aðeins betri rökhugsun um hluti sem skipta máli eins og fjármál og forgangsröðun. Fyrir mér breyttist ekkert annað en það að ég fékk manneskju í hendurnar sem ég elska út af lífinu og ég þarf að sjá fyrir henni og geri glaður. Aukamanneskja í fjölskylduna, allt í einu. Ég man þegar hún var nýfædd og var sett í svona ungbarnabakka með hjólum. Ég var líka hræddur þá, fannst ég vera með hana á fleygiferð á hundrað kílómetra hraða meðan ég raunverulega tók hænuskref. Nokkrum mánuðum seinna er maður svo farinn að snúa henni í hringi eins og pítsudeigi,“ útskýrir hann og brosir út í annað.Stundum þarf að kyngja stoltinuFeðginin eru í góðu sambandi þrátt fyrir að búa ekki saman. „Maður fær oft samviskubit yfir að vera ekki þarna. En lífið er allt framundan og ég sé hana næstum daglega. Þegar ég hitti hana ekki þá Facetime-a þær mæðgur á mig. Ég er þannig ekki að missa, jú, ég er að missa af atriðum, en þau koma. Maður verður að hugsa um hennar þægindaramma. Fyrst var ég alveg þessi týpa, „já ég vil svo fara að fá hana til mín, hún er orðin svona gömul og hún er alveg farin að borða,“ en svo verður maður að átta sig á að börn eru misjöfn,“ segir Gauti alvarlegur. „Samskipti milli mín og mömmu hennar eru mjög góð. Við vorum par en erum það ekki lengur. Það auðveldar hlutina að allt sé í góðu. Ég held að fólk þurfi að passa sig eftir allra bestu getu að halda samskiptunum góðum. Eitthvert sambandsslitastríð á kannski að vera bara ykkar á milli en það kemur alltaf niður á barninu. Stundum þarf maður að kyngja stoltinu og öfundsýkinni ef hún kemur upp,“ útskýrir hann. „Þetta verður allt sniðið að henni, en draumastaðan er að skipta þessu til helminga. Ég á eftir að lesa mér meira til um þetta. Mér finnst ekki ganga að rífa barn út úr sínum þægindaramma fyrir þína ánægju, það er svo rangt. Hvað þá barn sem ekki getur talað og er enn að átta sig á umhverfi sínu. Maður verður bara að njóta lífsins eins og það er og vera ekki með samviskubit, heldur gera sitt.“Ekkert „street credit“ í vaskinnGauti venti kvæði sínu í kross í janúar síðastliðnum og steig út fyrir þægindarammann er hann tók sér stöðu kynnis í þáttunum Ísland Got Talent sem sýndir hafa verið á Stöð tvö í vetur. „Mér fannst þetta í rauninni mjög fáránleg pæling þegar Jón Gnarr hringdi í mig á föstudagskvöldi klukkan tíu. Hann var þá staddur einhvers staðar á fjallvegi og ég gerði sjálfkrafa ráð fyrir að þetta væri símaat. Hann hringdi og ég hló. Ég fékk svo aðeins að hugsa þetta og spáði aðeins í hverju ég hefði í rauninni að tapa. Ég hef gert ýmislega hluti, verið kynnir á alls konar keppnum, ekki af þessari stærðargráðu auðvitað. Fyrir mér var það eina í stöðunni að segja já og sjá svo bara hvað myndi gerast. Það er ekki eins og ég hafi verið með eitthvað „street credit“ sem færi í vaskinn ef ég stykki á þetta,“ útskýrir Gauti og bætir glottandi við: „Ég hringdi reyndar í fimm frekar dómharða vini mína og spurði hvað þeim þætti um að ég myndi gera þetta. Þeir voru allir á sama máli, þarna væri fínt tækifæri fyrir mig. Svo ég beinlínis hringdi beint í Jón eftir þann símahring og sagðist vera on.“ Þrátt fyrir að vera býsna sjóaður í að standa fyrir framan margmenni viðurkennir Gauti að frumraun hans í beinni útsendingu hafi sannarlega kitlað hann í magann. „Þetta gekk ágætlega þó inni í mér væri hvirfilbylur á nákvæmlega sama tíma. Bara á meðan ég var að segja: „Velkomin í fyrsta þátt Ísland Got Talent,“ fannst mér líða hálftími. Ég hugsaði einhvern veginn samtímis: „Er ég sveittur? Er skeggið nógu vel snyrt? Fokk, það það eru allir að horfa.“ Þetta er erfiðara en maður heldur.“Sleppur vel við gagnrýnina Hann segist sleppa lygilega vel úr klóm gagnrýnisradda internetsins í samanburðinum við dómnefnd þáttanna þó einhverjir velti fyrir sér hvað Emmsjé Gauti rappdjöfull vilji upp á dekk í sjónvarpi. „Ég er þessi jákvæði sem styður alla. Þessi sem peppar liðið og slepp þannig við alls konar. Vissulega sér maður eitt og eitt komment inn á milli, eins og það sem ég las ekki alls fyrir löngu og var á þessa leið: „Allt sem Gauti gerir er eins og þvinguð klámmyndasena.“ Maður fæ eitthvað svona en hugsar svo með sér að sjálfur fari maður inn á Twitter til að vera kaldhæðinn og fyndinn. En tvö slæm komment í tengslum við einn stærsta skemmtiþátt á Íslandi er eitthvað sem ég er alveg til í að díla við,“ segir hann yfirvegaður. „En það er samt svolítið eins og fólk virðist ekki alveg átta sig á að það eru alvöru manneskjur sem koma til með að lesa kommentin sem eru skrifuð. Fólk þarf aðeins að passa sig, sjálfur er ég nokkuð góður í að saxa svona niður enda hef ég verið með YouTube-síðu síðan ég var sextán ára. Ég les sum kommentin um dómarana og velti fyrir mér hvers vegna fólk er yfirhöfuð að segja þessa hluti. Þetta er ógeðslegt. Sumu er betra að halda bara fyrir sig og saumaklúbbinn. Þetta hættir alveg að vera baktal þegar þú ert bara að segja ljóta hluti á netinu. Mér finnst fín reglan um að ef maður getur ekki sagt eitthvað framan í manneskjuna, eigi maður að sleppa því að segja það.“Kemur alltaf einhver meira kúlBurtséð frá miskunnarleysi nettröllanna segist Gauti njóta sín fyrir framan myndavélarnar og hefur hug á frekari landvinningum í sjónvarpi, en lokaþáttur Ísland Got Talent verður sýndur næstkomandi sunnudagskvöld. „Ég er með margar misgóðar hugmyndir að þáttum. Bæði þar sem ég fer með aðalhlutverk og er í bakgrunni. Ég þarf að taka fund og vona að ég fái stimpilinn: staðfest,“ segir hann og hlær. „Ég er reyndar mikið kamelljón og ákveð oft á dag hvað ég ætla að verða. Ég kláraði loks stúdentinn síðasta sumar og reyndi þá að komast inn í Listaháskólann í grafík en það gekk ekki. Þá varð það bara glatað og ég fór að hugsa um eitthvað annað. Rauði þráðurinn er yfirleitt kreatív vinna. Mig langaði til dæmis að verða kvikmyndagerðarmaður fyrir nokkru, sökkti mér á bólakaf í það í eina viku og gerði tónlistarmyndband, afraksturinn er útgáfutónleikamyndband Úlfs Úlfs. Klippti það og ákvað að verða klippari, var staðráðinn í því. En gleymdi því svo aftur fimm dögum seinna. Um daginn keypti ég mér þrjár heimspekibækur, las þær og ætlaði að skrá mig í nám í heimspeki og verða heimspekingur. Mér finnst voða erfitt að ákveða hvað ég ætla að gera, langar að fá smá „taste“ af öllu. Ætli ég sé ekki í draumastöðunni eins og er, að fá að vinna sem skemmtikraftur? En ég geri ráð fyrir að það muni enda. Þá þarf ævintýrið samt kannski ekki að enda á allan hátt. Einn daginn mun ég hætta að vera kúl, eða kannski ekki alveg hætta. En það kemur alltaf einhver sem er aðeins meira kúl. Mér finnst það ekki stressandi. Þetta er eins og að vera íþróttamaður, þú getur ekki búist við að vera ennþá í Manchester United þegar þú verður fimmtíu og fimm ára.“ Tengdar fréttir Standardinn hár í Got Talent á Íslandi Andrew Wightman vinnur við að fara um heiminn og aðstoða þá sem standa á bak við Got Talent þættina. Hann segir standardinn háan hér á landi, og furðar sig á fámenninu. 28. janúar 2016 09:00 Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur á Þjóðhátíð 2016 Emmsjé Gauti kvíðir þó fyrir að fara í Herjólf. 25. febrúar 2016 06:30 Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur helstu fyrirmyndirnar Róbert Laxdal er sautján ára gamall rappari og gaf hann út sína fyrstu plötu fyrir skömmu. Hann segir móður sína eiga talsverðan þátt í rappáhuganum og vinnur nú þegar að tveimur nýjum rappplötum. 7. mars 2016 09:00 Hversu vel þekkir þú Strákana með Emmsjé Gauta? Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, gaf út lagið Strákarnir á árinu og fékk lagið góðar viðtökur. 23. desember 2015 09:52 Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira
„Ég er náttúrulega mjög athyglissjúkur og er að hluta til að gera tónlist vegna þess að ég elska það þegar fólk horfir á mig. Það eru kannski fáir sem viðurkenna það, en ég nærist á þessu. Þetta er mitt tjáningarform. Þegar ég var lítill, eftir að hafa spilað í fyrsta skipti og einhver kallaði Gauti úr salnum, sagði ég: Ég ætla að verða frægur og nettur. Þetta er það sem ég ætla að gera, sama hvort ég fæ fyrir það peninga eða ekki,“ segir Gauti Þeyr Másson tónlistarmaður sem getið hefur sér gott orð sem rapparinn Emmsjé Gauti um árabil. Gauti hefur sumsé fyrir löngu stimplað sig inn í hipp hopp senuna hérlendis. Og senan hefur líklega aldrei verið blómlegri en einmitt nú. Sjálfur hefur hann sett mark sitt á þróun hennar með útgáfum platnanna Bara ég árið 2011 og Þeyr 2013. Nýjasta afurðin er á lokametrunum og væntanleg til landsins í blábyrjun sumars.Staðalímynd rapparans „Ég og strákarnir í Úlfur Úlfur hlæjum dálítið að því núna að þetta sem við urðum að eiga sem áhugamál, varð síðan að atvinnu. Allt þetta fólk sem var hlæjandi og spurði: „En ætlarðu ekki að fara að gera alvöru tónlist?“ Starfsheitið rappari hefur alltaf, þó það sé að breytast núna, vakið upp svona krúttstemningu í fólki. Eins og þetta sé tímabil: „Æ, ertu rappari?“ Ég er ekki partur af neinum minnihlutahóp sem lendir í fáránlegum eða hræðilegum barsmíðum, en það er alltaf þetta viðmót. Fólk gerir ráð fyrir að maður reyki gras, hafi átt erfiða æsku eða að rappið tengist kynþætti. Fólk er búið að gera sér staðlaðar hugmyndir um hver maður er og hvað maður gerir. Ég finn fyrir þessu. Mér finnst sjálfum meira að segja eitthvað erfitt við að svara spurningunni „við hvað vinnurðu?“ með að segja ég er rappari. Ég segi alltaf tónlistarmaður en ekki rappari. Það er eitthvað hálffyndið við það,“ bendir Gauti á og heldur áfram: „Svo bara fór fokkjú puttinn að speglast alvarlega til baka á þá sem voru einmitt uppteknastir af að spyrja þessara spurninga. Það er dálítið fullnægjandi og kannski eftir allt ágætt að halda sig við að nota barnslega orðið rappari sem atvinnuheiti, þegar það sýnir fólki að þetta var svo alveg hægt,“ segir Gauti. Sjálfur hefur hann geta lifað alfarið á listinni undanfarin þrjú ár og haft í nægu að snúast. Hann telur að þann uppgang, sem raun ber viti um innan íslensku hipp hopp senunnar, megi rekja til rapparans Gísla Pálma. „Hann breytti senunni með fyrstu plötunni sinni. Reyndar get ég sagt að flest íslenskt rapp fyrir árið 2010 sándar bara ekki vel. Þá er ég ekki að tala um skemmtanagildið heldur tæknilegu hliðina. Auðvitað eru undantekningar. Það er erfitt að útskýra þetta, en það er eins og eitthvað hafi smollið varðandi pródúseringuna þarna. Fólk náði að mastera sándið. Síðan hefur flest sándað allavega ókei.“ Um ræðir aðra bylgju íslensks rapps, eftir því sem Gauti segir, sú fyrri hafi skollið á í kringum aldamótin síðustu. „Fyrsta bylgjan var óneitanlega XXX Rottweiler. Þá kom þessi dúndra með massív dólgslæti, sem var geggjað. Þeir ruddu veginn fyrir okkur hin. Sú bylgja stóð í þrjú eða fjögur ár svo þess vegna tala ég um aðra bylgju, sem á sér stað núna og hefur virkað dálítið lengi. Ég held að sándið sem ég talaði um og stærðargráðan á því sem rapparar eru að gera í dag sé komin á þann stað að jafnvel mestu heiterarnir verði að sætta sig við að þeim líki þetta kannski og að þetta sé alvöru tónlist.“Étur hattinn sinn með stæl„Ég er búinn að sjá að stelpur eru að fá miklu meiri áhuga á þessu,“ segir Gauti og heldur áfram og leiðir samtalið að býsna umdeildu tvíti sem hann sendi frá sér í upphafi árs í fyrra. Þar beindi hann spjótum sínum að rappsveitinni Reykjavíkurdætrum er hann skrifaði; „Þetta er ekki spurning um kyn. Rapp er rapp. RVK dætur var feit pæling sem gekk ekki upp. Vond tónlist er vond tónlist. Ég tek fyrir að stelpur hafi ekki verið að rappa áður en Reykjavíkurdætur komu til sögunnar. En þær mega samt sem áður eiga að það er þeim að þakka að fleiri stelpur hafa fengið áhuga á því að gera rappmúsík. Að segja að Reykjavíkurdætur séu pæling sem ekki gengur upp, er hattur sem ég er til í að kyngja með stæl. Við getum alveg ennþá deilt um hvort ég fíli allt rappið þeirra. Það er enn dót þarna sem mér finnst jafn leiðinlegt og þegar ég tvítaði þessu. En skoðun mín á hljómsveitinni er algjörlega búin að breytast því pælingin um þær sem fyrirmyndir fyrir aðrar stelpur er svo sterk að hún gekk klárlega upp. Ég sá þetta vel á Rímnaflæði í fyrra, þar sem sjö stelpur tóku þátt. Það er alveg eitthvert met og það þarf enginn að segja mér að það sé einhverjum öðrum en þeim að þakka. Þetta er allt að gerast.“ Sjálfur segist Gauti hafa alist upp við sterka kvenfyrirmynd í rappinu. „Cell7, Ragna Kjartansdóttir var fyrirmynd fyrir mér. Ég naut þeirra forréttinda að vera í stúdíóinu þegar hún var að taka upp hjá pabba. Það var ekki eins aðgengilegt fyrir alla aðra að hafa svona sterka kvenfyrirmynd í rappinu á þessum tíma. Við viljum sjá fleiri stelpur rappa, það er staðreynd. En það er samt ekki hægt að skamma rappstráka fyrir að vera partur af sporti sem skartar fáum stelpum. Ég held að þar séu eingungis opnir faðmar og við viljum sjá sem flestar stelpur koma inn í senuna. Ef einhver er á annarri skoðun má sá hinn sami hypja sig.“„Maður fær oft samviskubit yfir að vera ekki þarna. En lífið er allt framundan,“ segir Gauti. Vísir/Anton Brink Femínisti á rangan háttGauti varð faðir í fyrsta skipti í fyrra er dóttir hans Stella María komin í heiminn. Hún er orðin átta mánaða og heillar pabba sinn greinilega upp úr skónum. Má velta fyrir sér hvort föðurhlutverkið hafi haft sitt að segja varðandi viðsnúning á viðhorfi hans til Reykjavíkurdætra? „Auðvitað vil ég að hún fái jöfn tækifæri á öllum sviðum alls staðar. En það er samt skoðun sem ég hafði áður en hún kom til. Ég er alinn upp á heimili með þremur konum, bæði eldri en ég og yngri. Á tímabili var ég eini karlmaðurinn á heimilinu, fyrir utan litla bróður minn, og það skipti alltaf öllu máli að allir fengju sömu tækifærin. Heima kom aldrei upp þessi hugmynd að eitthvað væri stráka eða stelpu. Hinsvegar getur maður samt verið blindur, það er án þess að vera að gera eitthvað karllægt er hægt að taka óvart þátt í að gera það. Eins og með rappið, ég pældi bara aldrei neitt í af hverju þar væru ekki stelpur. Maður hefði átt að gera það og fá þær með. Ég held ég hafi orðið meira femínískt þenkjandi eftir að ég gaf út Elskum þessar mellur, en fyrir það líka nema þá á rangan hátt að mörgu leyti. Ég var alltaf þessi týpa sem sagði: „Ég er jafnréttissinni sko, ekki femínisti“. En ég er svo glaður, ég er svo ógeðslega glaður að hafa náð þessu.“Ofhæpað að eignast barnGauti segir föðurhlutverkið sannarlega gott hlutskipti. Sjálfur hafi hann rétt þrettán ára gamall ákveðið að eignast barn tuttugu og sjö ára. „Mér fannst það alltaf góður aldur í þetta, nógu langt milli tvítugs og þrítugs. Taldi mig þá kominn á bæði andlega og fjárhagslega stabílan stað. Ég eignast Stellu reyndar aðeins fyrr, tuttugu og fimm ára. Þegar barnsmóðir mín varð ófrísk kom ekkert annað til greina en að eignast barnið. Mér fannst ég alveg tilbúinn þó svo ég sé ekki að segja að bankareikningurinn minn sé alltaf öskrandi grænn plús, en mér fannst ég tilbúinn með þessari manneskju. Við erum góðir vinir en auðvitað var þetta smá sjokk. Ég held það skipti ekki máli hvað þú ert gamall eða á hvaða stað þú ert, þetta er alltaf svolítið sjokk. En svo kemur þessi geðveikislega gleðispenna sem yfirtekur allt.” Þykir honum fulllangt seilst þegar fólk talar í sífellu um að allt lífið breytist við að fá nafnbótina foreldri. „Nei, mér fannst ekki allt lífið breytast. Nú ætla ég til að mynda að mæla með að foreldrar hætti að gera eitt: að ofhæpa það að eignast barn. Það eru margir sem hugsa með sér að allt muni breytast. Auðvitað er geðveikt að eignast barn og það er upplifun sem maður getur ekki útskýrt fyrir annarri manneskju. Allir upplifa það á sinn hátt. Ég man að þegar Stella fæddist fór ég allt í einu að verða hræddur um að verða haltur og missa svo allar tennurnar, nú væri ég sko orðinn fullorðinn. En þetta er allt aðeins spurning um viðhorf. Þú hættir ekkert að vera þú. Þinn persónuleiki heldur áfram að vera þarna en vonandi með aðeins betri rökhugsun um hluti sem skipta máli eins og fjármál og forgangsröðun. Fyrir mér breyttist ekkert annað en það að ég fékk manneskju í hendurnar sem ég elska út af lífinu og ég þarf að sjá fyrir henni og geri glaður. Aukamanneskja í fjölskylduna, allt í einu. Ég man þegar hún var nýfædd og var sett í svona ungbarnabakka með hjólum. Ég var líka hræddur þá, fannst ég vera með hana á fleygiferð á hundrað kílómetra hraða meðan ég raunverulega tók hænuskref. Nokkrum mánuðum seinna er maður svo farinn að snúa henni í hringi eins og pítsudeigi,“ útskýrir hann og brosir út í annað.Stundum þarf að kyngja stoltinuFeðginin eru í góðu sambandi þrátt fyrir að búa ekki saman. „Maður fær oft samviskubit yfir að vera ekki þarna. En lífið er allt framundan og ég sé hana næstum daglega. Þegar ég hitti hana ekki þá Facetime-a þær mæðgur á mig. Ég er þannig ekki að missa, jú, ég er að missa af atriðum, en þau koma. Maður verður að hugsa um hennar þægindaramma. Fyrst var ég alveg þessi týpa, „já ég vil svo fara að fá hana til mín, hún er orðin svona gömul og hún er alveg farin að borða,“ en svo verður maður að átta sig á að börn eru misjöfn,“ segir Gauti alvarlegur. „Samskipti milli mín og mömmu hennar eru mjög góð. Við vorum par en erum það ekki lengur. Það auðveldar hlutina að allt sé í góðu. Ég held að fólk þurfi að passa sig eftir allra bestu getu að halda samskiptunum góðum. Eitthvert sambandsslitastríð á kannski að vera bara ykkar á milli en það kemur alltaf niður á barninu. Stundum þarf maður að kyngja stoltinu og öfundsýkinni ef hún kemur upp,“ útskýrir hann. „Þetta verður allt sniðið að henni, en draumastaðan er að skipta þessu til helminga. Ég á eftir að lesa mér meira til um þetta. Mér finnst ekki ganga að rífa barn út úr sínum þægindaramma fyrir þína ánægju, það er svo rangt. Hvað þá barn sem ekki getur talað og er enn að átta sig á umhverfi sínu. Maður verður bara að njóta lífsins eins og það er og vera ekki með samviskubit, heldur gera sitt.“Ekkert „street credit“ í vaskinnGauti venti kvæði sínu í kross í janúar síðastliðnum og steig út fyrir þægindarammann er hann tók sér stöðu kynnis í þáttunum Ísland Got Talent sem sýndir hafa verið á Stöð tvö í vetur. „Mér fannst þetta í rauninni mjög fáránleg pæling þegar Jón Gnarr hringdi í mig á föstudagskvöldi klukkan tíu. Hann var þá staddur einhvers staðar á fjallvegi og ég gerði sjálfkrafa ráð fyrir að þetta væri símaat. Hann hringdi og ég hló. Ég fékk svo aðeins að hugsa þetta og spáði aðeins í hverju ég hefði í rauninni að tapa. Ég hef gert ýmislega hluti, verið kynnir á alls konar keppnum, ekki af þessari stærðargráðu auðvitað. Fyrir mér var það eina í stöðunni að segja já og sjá svo bara hvað myndi gerast. Það er ekki eins og ég hafi verið með eitthvað „street credit“ sem færi í vaskinn ef ég stykki á þetta,“ útskýrir Gauti og bætir glottandi við: „Ég hringdi reyndar í fimm frekar dómharða vini mína og spurði hvað þeim þætti um að ég myndi gera þetta. Þeir voru allir á sama máli, þarna væri fínt tækifæri fyrir mig. Svo ég beinlínis hringdi beint í Jón eftir þann símahring og sagðist vera on.“ Þrátt fyrir að vera býsna sjóaður í að standa fyrir framan margmenni viðurkennir Gauti að frumraun hans í beinni útsendingu hafi sannarlega kitlað hann í magann. „Þetta gekk ágætlega þó inni í mér væri hvirfilbylur á nákvæmlega sama tíma. Bara á meðan ég var að segja: „Velkomin í fyrsta þátt Ísland Got Talent,“ fannst mér líða hálftími. Ég hugsaði einhvern veginn samtímis: „Er ég sveittur? Er skeggið nógu vel snyrt? Fokk, það það eru allir að horfa.“ Þetta er erfiðara en maður heldur.“Sleppur vel við gagnrýnina Hann segist sleppa lygilega vel úr klóm gagnrýnisradda internetsins í samanburðinum við dómnefnd þáttanna þó einhverjir velti fyrir sér hvað Emmsjé Gauti rappdjöfull vilji upp á dekk í sjónvarpi. „Ég er þessi jákvæði sem styður alla. Þessi sem peppar liðið og slepp þannig við alls konar. Vissulega sér maður eitt og eitt komment inn á milli, eins og það sem ég las ekki alls fyrir löngu og var á þessa leið: „Allt sem Gauti gerir er eins og þvinguð klámmyndasena.“ Maður fæ eitthvað svona en hugsar svo með sér að sjálfur fari maður inn á Twitter til að vera kaldhæðinn og fyndinn. En tvö slæm komment í tengslum við einn stærsta skemmtiþátt á Íslandi er eitthvað sem ég er alveg til í að díla við,“ segir hann yfirvegaður. „En það er samt svolítið eins og fólk virðist ekki alveg átta sig á að það eru alvöru manneskjur sem koma til með að lesa kommentin sem eru skrifuð. Fólk þarf aðeins að passa sig, sjálfur er ég nokkuð góður í að saxa svona niður enda hef ég verið með YouTube-síðu síðan ég var sextán ára. Ég les sum kommentin um dómarana og velti fyrir mér hvers vegna fólk er yfirhöfuð að segja þessa hluti. Þetta er ógeðslegt. Sumu er betra að halda bara fyrir sig og saumaklúbbinn. Þetta hættir alveg að vera baktal þegar þú ert bara að segja ljóta hluti á netinu. Mér finnst fín reglan um að ef maður getur ekki sagt eitthvað framan í manneskjuna, eigi maður að sleppa því að segja það.“Kemur alltaf einhver meira kúlBurtséð frá miskunnarleysi nettröllanna segist Gauti njóta sín fyrir framan myndavélarnar og hefur hug á frekari landvinningum í sjónvarpi, en lokaþáttur Ísland Got Talent verður sýndur næstkomandi sunnudagskvöld. „Ég er með margar misgóðar hugmyndir að þáttum. Bæði þar sem ég fer með aðalhlutverk og er í bakgrunni. Ég þarf að taka fund og vona að ég fái stimpilinn: staðfest,“ segir hann og hlær. „Ég er reyndar mikið kamelljón og ákveð oft á dag hvað ég ætla að verða. Ég kláraði loks stúdentinn síðasta sumar og reyndi þá að komast inn í Listaháskólann í grafík en það gekk ekki. Þá varð það bara glatað og ég fór að hugsa um eitthvað annað. Rauði þráðurinn er yfirleitt kreatív vinna. Mig langaði til dæmis að verða kvikmyndagerðarmaður fyrir nokkru, sökkti mér á bólakaf í það í eina viku og gerði tónlistarmyndband, afraksturinn er útgáfutónleikamyndband Úlfs Úlfs. Klippti það og ákvað að verða klippari, var staðráðinn í því. En gleymdi því svo aftur fimm dögum seinna. Um daginn keypti ég mér þrjár heimspekibækur, las þær og ætlaði að skrá mig í nám í heimspeki og verða heimspekingur. Mér finnst voða erfitt að ákveða hvað ég ætla að gera, langar að fá smá „taste“ af öllu. Ætli ég sé ekki í draumastöðunni eins og er, að fá að vinna sem skemmtikraftur? En ég geri ráð fyrir að það muni enda. Þá þarf ævintýrið samt kannski ekki að enda á allan hátt. Einn daginn mun ég hætta að vera kúl, eða kannski ekki alveg hætta. En það kemur alltaf einhver sem er aðeins meira kúl. Mér finnst það ekki stressandi. Þetta er eins og að vera íþróttamaður, þú getur ekki búist við að vera ennþá í Manchester United þegar þú verður fimmtíu og fimm ára.“
Tengdar fréttir Standardinn hár í Got Talent á Íslandi Andrew Wightman vinnur við að fara um heiminn og aðstoða þá sem standa á bak við Got Talent þættina. Hann segir standardinn háan hér á landi, og furðar sig á fámenninu. 28. janúar 2016 09:00 Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur á Þjóðhátíð 2016 Emmsjé Gauti kvíðir þó fyrir að fara í Herjólf. 25. febrúar 2016 06:30 Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur helstu fyrirmyndirnar Róbert Laxdal er sautján ára gamall rappari og gaf hann út sína fyrstu plötu fyrir skömmu. Hann segir móður sína eiga talsverðan þátt í rappáhuganum og vinnur nú þegar að tveimur nýjum rappplötum. 7. mars 2016 09:00 Hversu vel þekkir þú Strákana með Emmsjé Gauta? Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, gaf út lagið Strákarnir á árinu og fékk lagið góðar viðtökur. 23. desember 2015 09:52 Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira
Standardinn hár í Got Talent á Íslandi Andrew Wightman vinnur við að fara um heiminn og aðstoða þá sem standa á bak við Got Talent þættina. Hann segir standardinn háan hér á landi, og furðar sig á fámenninu. 28. janúar 2016 09:00
Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur á Þjóðhátíð 2016 Emmsjé Gauti kvíðir þó fyrir að fara í Herjólf. 25. febrúar 2016 06:30
Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur helstu fyrirmyndirnar Róbert Laxdal er sautján ára gamall rappari og gaf hann út sína fyrstu plötu fyrir skömmu. Hann segir móður sína eiga talsverðan þátt í rappáhuganum og vinnur nú þegar að tveimur nýjum rappplötum. 7. mars 2016 09:00
Hversu vel þekkir þú Strákana með Emmsjé Gauta? Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, gaf út lagið Strákarnir á árinu og fékk lagið góðar viðtökur. 23. desember 2015 09:52