Fá milljarð í tekjur fyrir að hanna álver Norsk Hydro Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2016 20:00 Verkfræðileg hönnun nýs álvers Norsk Hydro, sem Norðmenn segja að verði það umhverfisvænasta í heimi, er í höndum þriggja íslenskra verkfræðistofa og skilar einum milljarði króna í gjaldeyristekjur til Íslands. Álver Norsk Hydro er á Karmöy skammt frá Haugasundi. Fyrr í vikunni sagði Stöð 2 frá þeirri ákvörðun fyrirtækisins að byggja við hlið þess nýtt tilraunaálver, sem þarf bæði minni raforku og mengar minna en önnur álver. Erna Solberg forsætisráðherra var viðstödd þegar þessi 65 milljarða króna fjárfesting var kynnt enda segja menn í Noregi að þetta verði kannski stærsta framlag Norðmanna til umhverfismála heimsins til þessa. En það er íslensk hlið á þessu máli. Í turni við Urðarhvarf í Kópavogi eru tugir íslenskra verk- og tæknifræðinga að hanna norska álverið. Þeir koma frá þremur verkfræðistofum; Mannviti, Verkís og HRV. Verkefninu fylgja slík viðskiptaleyndarmál að á sumum vinnusvæðum var okkur ekki leyfð myndataka.Um þrjátíu manns vinna við hönnun álversins þessa dagana á vegum þriggja íslenskra verkfræðistofa.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Við sjáum um verkfræðihönnun og við sjáum um alla stjórnun og innkaup og byggingarstjórnun á svæðinu, öll öryggismál. Þannig að þetta er mun umfangsmeira en bara verkfræðihönnun,” segir Skapti Valsson, forstjóri HRV. Svo viðamikið er verkefnið að hópurinn, sem kemur að því, fyllir heila vinnuálmu, alls um þrjátíu manns, en að jafnaði um tuttugu manns yfir tveggja til þriggja ára tímabil, að sögn Skapta. En hvað skapar verkefnið miklar tekjur á Íslandi? „Þetta gæti verið af stærðargráðunni milljarður,” svarar forstjóri HRV. Og menn eru stoltir af því að Norsk Hydro skyldi fela Íslendingum verkefnið. „Við erum stoltir af okkar framlagi, það er ekki spurning. Við erum hérna með gríðarlega reyndan og góðan hóp af fólki og margir búnir að vera í tuttugu ár eingöngu í álversverkefnum.” Og ekki bara hérlendis, margir starfsmannanna hönnuðu einnig álver í Svíþjóð. Það er hins vegar vinna fyrir álverin á Íslandi sem skapað hefur verkþekkinguna og reynsluna. „Þarna sannast þetta að ef það er heimamarkaður til þess að þróa einhverja vöru á, - þá er hægt að selja hana erlendis líka. Það á við um þetta,” segir Skapti Valsson.Grafísk mynd af álveri Norsk Hydro á Karmöy, eða Körmt, eins og eyjan heitir í íslenskum fornritum.Grafík/Norsk Hydro. Tengdar fréttir Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Verkfræðileg hönnun nýs álvers Norsk Hydro, sem Norðmenn segja að verði það umhverfisvænasta í heimi, er í höndum þriggja íslenskra verkfræðistofa og skilar einum milljarði króna í gjaldeyristekjur til Íslands. Álver Norsk Hydro er á Karmöy skammt frá Haugasundi. Fyrr í vikunni sagði Stöð 2 frá þeirri ákvörðun fyrirtækisins að byggja við hlið þess nýtt tilraunaálver, sem þarf bæði minni raforku og mengar minna en önnur álver. Erna Solberg forsætisráðherra var viðstödd þegar þessi 65 milljarða króna fjárfesting var kynnt enda segja menn í Noregi að þetta verði kannski stærsta framlag Norðmanna til umhverfismála heimsins til þessa. En það er íslensk hlið á þessu máli. Í turni við Urðarhvarf í Kópavogi eru tugir íslenskra verk- og tæknifræðinga að hanna norska álverið. Þeir koma frá þremur verkfræðistofum; Mannviti, Verkís og HRV. Verkefninu fylgja slík viðskiptaleyndarmál að á sumum vinnusvæðum var okkur ekki leyfð myndataka.Um þrjátíu manns vinna við hönnun álversins þessa dagana á vegum þriggja íslenskra verkfræðistofa.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Við sjáum um verkfræðihönnun og við sjáum um alla stjórnun og innkaup og byggingarstjórnun á svæðinu, öll öryggismál. Þannig að þetta er mun umfangsmeira en bara verkfræðihönnun,” segir Skapti Valsson, forstjóri HRV. Svo viðamikið er verkefnið að hópurinn, sem kemur að því, fyllir heila vinnuálmu, alls um þrjátíu manns, en að jafnaði um tuttugu manns yfir tveggja til þriggja ára tímabil, að sögn Skapta. En hvað skapar verkefnið miklar tekjur á Íslandi? „Þetta gæti verið af stærðargráðunni milljarður,” svarar forstjóri HRV. Og menn eru stoltir af því að Norsk Hydro skyldi fela Íslendingum verkefnið. „Við erum stoltir af okkar framlagi, það er ekki spurning. Við erum hérna með gríðarlega reyndan og góðan hóp af fólki og margir búnir að vera í tuttugu ár eingöngu í álversverkefnum.” Og ekki bara hérlendis, margir starfsmannanna hönnuðu einnig álver í Svíþjóð. Það er hins vegar vinna fyrir álverin á Íslandi sem skapað hefur verkþekkinguna og reynsluna. „Þarna sannast þetta að ef það er heimamarkaður til þess að þróa einhverja vöru á, - þá er hægt að selja hana erlendis líka. Það á við um þetta,” segir Skapti Valsson.Grafísk mynd af álveri Norsk Hydro á Karmöy, eða Körmt, eins og eyjan heitir í íslenskum fornritum.Grafík/Norsk Hydro.
Tengdar fréttir Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Reisa nýtt álver í Noregi sem sparar 15% raforku Norsk Hydro hefur tilkynnt um 65 milljarða króna fjárfestingu í nýrri tegund álvers, sem á að vera það umhverfisvænasta í heimi. 23. febrúar 2016 11:15