Lífið

Ungmenn í Grafarvogi safna fyrir BUGL

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar Hrafn Arnarsson, Guðrún Ásta Pálsdóttir og Sara Líf Valsdóttir fulltrúar Gufunesbæjar og , Halla Skúladóttir, Hrefna Harðardóttir (sjúkraliði) og Rannveig Jónsdóttir (hjúkrunarfræðingur) starsmenn BUGL
Gunnar Hrafn Arnarsson, Guðrún Ásta Pálsdóttir og Sara Líf Valsdóttir fulltrúar Gufunesbæjar og , Halla Skúladóttir, Hrefna Harðardóttir (sjúkraliði) og Rannveig Jónsdóttir (hjúkrunarfræðingur) starsmenn BUGL
Fulltrúar góðgerðaráðs unglinga í Grafarvogi afhentu stjórnendum barna og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) ágóðan sem safnaðist í góðgerðaviku félagsmiðstöðva Grafarvogs. 173 þúsund krónur söfnuðust dagana  1. til  6. febrúar en þá stóðu unglingar og félagsmiðstöðvar Gufunesbæjar í Grafarvogi fyrir Góðgerðaviku.

Unglingar úr öllum félagsmiðstöðvum Grafarvogs bjóða fram krafta sína ár hvert í góðgerðaráð og sjá þau um að skipuleggja og velja þann málstað sem safnað er fyrir. Í ár var það barna- og unglingageðdeild landspítalans sem safnað var fyrir.

Haldið var skemmtikvöld í félagsmiðstöðinni Fjörgyn þriðjudaginn 2. febrúar þar sem þekktir uppistandarar gáfu vinnu sína fyrir málstaðinn, en fram komu Ari Eldjárn, Helgi Jónsson, Rökkvi Vésteinsson og Bergvin Oddsson. Aðgangur að kvöldinu var frír en Ölgerðin og Dominos gáfu veitingar sem seldar voru til styrktar BUGL.

Góðgerðavikunni var síðan lokað með Góðgerðaballi í félagsmiðstöðinni Sigyn þar sem Steinar, Glowie og Áttan skemmtu yfir 200 unglingum fram eftir kvöldi.

Góðgerðaráðið skipaði Katla Dögg, Birta Ösp, Írena Mjöll Ólafsdóttir, Gauti Guðmundsson, Guðrún Ásta, Kamila Mist og Sara Líf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×