Honda Avancier jeppi Finnur Thorlacius skrifar 26. apríl 2016 14:07 Honda selur CR-V jeppling sinn gríðarvel um allan heim en hefur ekki boðið heimsbyggðinni uppá jeppa undanfarið. Því ætlar Honda að breyta með nýjum Avancier jeppa sem fyrirtækið er nú að kynna á bílasýningunni í Peking. Þessi bíll er smíðaður uppúr hugmyndabílnum Honda Concept D SUV sem Honda kynnti á síðasta ári, en bíllinn hefur þó breyst nokkuð og línur hans ekki eins afgerandi. Hann er þó áfram með sterklegt og einkennandi ferkantað húdd og afturhallandi afturenda. Þessi nýi jeppi er talsvert stærri bíll en CR-V og HR-V jepplingarnir. Avancier verður með 2,0 lítra VTEC bensínvél með forþjöppu, en Honda hefur ekki gefið upp hve öflug hún er en getum hefur verið að því leitt að þetta sé sama 305 hestafla vélin sem í boði er í nýjum Honda Civic Type-R. Þá er líklegt talið að hann verði einnig í boði með Plug-In-Hybrid tækni. Honda Avancier jeppinn mun fara á markað í enda þessa árs og bætast við sístækkandi flóru jeppa sem flestir bílasmiðir keppast nú við að framleiða vegna síaukinnar eftirspurnar. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Honda selur CR-V jeppling sinn gríðarvel um allan heim en hefur ekki boðið heimsbyggðinni uppá jeppa undanfarið. Því ætlar Honda að breyta með nýjum Avancier jeppa sem fyrirtækið er nú að kynna á bílasýningunni í Peking. Þessi bíll er smíðaður uppúr hugmyndabílnum Honda Concept D SUV sem Honda kynnti á síðasta ári, en bíllinn hefur þó breyst nokkuð og línur hans ekki eins afgerandi. Hann er þó áfram með sterklegt og einkennandi ferkantað húdd og afturhallandi afturenda. Þessi nýi jeppi er talsvert stærri bíll en CR-V og HR-V jepplingarnir. Avancier verður með 2,0 lítra VTEC bensínvél með forþjöppu, en Honda hefur ekki gefið upp hve öflug hún er en getum hefur verið að því leitt að þetta sé sama 305 hestafla vélin sem í boði er í nýjum Honda Civic Type-R. Þá er líklegt talið að hann verði einnig í boði með Plug-In-Hybrid tækni. Honda Avancier jeppinn mun fara á markað í enda þessa árs og bætast við sístækkandi flóru jeppa sem flestir bílasmiðir keppast nú við að framleiða vegna síaukinnar eftirspurnar.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent