Íslenski boltinn

Breiðablik í annað sætið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fanndís gat leyft sér að fagna í dag.
Fanndís gat leyft sér að fagna í dag. vísir/auðunn níelsson
Breiðablik komst aftur á sigurbraut í Pepsi-deild kvenna eftir 2-1 sigur á Selfoss. Blikarnir lögðu grunninn að sigrinum á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Esther Rós Arnarsdóttir kom Blikum yfir á 28. mínútu og Fanndís Friðriksdóttir tvöfaldaði forystuna fjórum mínútum síðar.

Í síðari hálfleik minnkaði Lauren Elizabeth Hughes muninn, en Selfoss náði ekki að jafna metin.

Breiðablik er í öðru sætinu með átta stig, tveimur stigum á eftir Stjörnunni. Selfoss er í fimmta sætinu með sex stig.

Markaskorar eru fengnir frá urslit.net.


Tengdar fréttir

Harpa hetja Stjörnunnar í Eyjum

Stjarnan er á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 1-0 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í dag. Harpa Þorsteinsdóttir reyndist hetjan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×