Íslenski boltinn

Eiður: ÍA spilar leiðinlegan fótbolta

Ingvi Þór Sæmundsson í Árbæ skrifar
Berglind skoraði í dag, en það dugði ekki til.
Berglind skoraði í dag, en það dugði ekki til. vísir/getty
Eiður Benedikt Eiríksson, þjálfari Fylkis, var hundsvekktur með frammistöðu Árbæinga í seinni hálfleiknum gegn ÍA í dag, en liðin skildu jöfn 1-1 í Pepsi-deild kvenna í dag.

„Við fáum tvö mjög góð færi í fyrri hálfleik og nýtum annað þeirra. Svo setjum við fínan þunga í sóknarleikinn en náum ekki að nýta okkur það. Svo komum eins og allt annað lið inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Eiður eftir leikinn.

„Þær liggja svolítið á okkur og það er alltaf hættulegt þegar þú ert bara 1-0 yfir.“

Eiði fannst sínar stelpur ekki vera nógu duglegar að teygja á Skagaliðinu.

Sjá einnig:Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - ÍA 1-1 | Skalli Dunnigans tryggði ÍA fyrsta stigið í sumar | Sjáðu mörkin

„Mér fannst við hörfa frá leikmönnunum og sendingarnar voru lélegar. Þær eru með ákveðinn leikstíl, spila leiðinlegan fótbolta, eru alltaf í bakinu á þér og það hægist á leiknum.

„Auðvitað hefðum við þurft að nýta okkur það. Þær spila á mjög þéttu svæði og við áttum að finna lausu svæðin á vellinum. Við gerðum það ekki í seinni hálfleik sem var mjög lélegur,“ sagði Eiður sem hefur fulla trú á að fyrsti sigurinn komi innan tíðar.

„Við erum búnar að þrjú jafntefli og kannski leggst það á sálina. En auðvitað eigum við að fara að klára leikina,“ sagði þjálfarinn að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×