Secret Solstice fær alþjóðlegan gæðastimpil: Allt rafmagn á hátíðarsvæðinu keyrt á grænum aflgjafa Stefán Árni Pálsson skrifar 27. apríl 2016 16:39 Hér er framleidd græn orka á Hellisheiði. vísir/solstice Að vera tónlistarhátíð á heimsmælikvarða og að vera umhverfisvænn viðburður helst oft ekki í hendur. Margir stærstu viðburðir heimsins eru þekktir fyrir að vera óhagkvæmir þegar það kemur að orkunotkun og jafnvel skaðlegir umhverfi sínu. Tónlistarhátíðin Secret Solstice leggur hinsvegar ríka áherslu á umhverfismál og hefur nú hlotið hinn alþjóðlega CarbonNeutral® gæðastimpil sem þýðir að allt CO2 sem verður til af völdum hátíðarinnar auk alls úrgangs verður jafnað út með hágæða kolefnisjafnara sem að tónlistarhátíðin hefur fjárfest í frá regnskógarverndunarstofnun í Madagaskar. Nú mun hátíðin leggja sitt að mörkum í að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið og stuðla að sjálfbærni hátíðarinnar. Skipuleggjendur leggja mikla áherslu á umhverfismál. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum Secret Solstice. Þar segir að hátíðin ætli ekki að stoppa með kolefnisjafnaranum heldur sé ógrynni annarra verkefna sem hátíðin vinnur nú að til þess að gera hana umhverfisvænni. Ísland hefur að geyma meðal virkustu eldstöðva í heimi og framleiðir gífurlegt magn af endurnýjanlegum jarðvarma. Secret Solstice ætlar sér að virkja þessa náttúruauðlind og verður allt rafmagn á hátíðarsvæðinu keyrt á þessum græna aflgjafa. Framleiðslustjóri Secret Solstice 2016, Giles Bristow hefur starfað fyrir sumar af stærstu tónlistarhátíðum heims í gegnum fyrirtækið Acute Audio Productions en hann telur Secret Solstice vera einstakt dæmi í notkun endurnýjanlegrar orku. ,,Öll orka sem notuð hefur verið til þess knýja Secret Solstice síðustu tvö ár hefur verið jarðhitarafmagn sem framleitt var á staðnum,’’ segir Bristow. ,,Þetta voru fyrstu útiviðburðir sem ég hef framleitt þar sem ekki einn dropi af díselolíu var notaður til þess að keyra hvorki hljóðkerfi, sviðslýsingu né neina sviðsframleiðslu.’’ Tónlistarhátíðin hefur einnig hafið svokallað ‘grænt’ samstarf við Toyota á Íslandi þar sem bílaframleiðandinn, sem er mjög framarlega á sviði umhverfismála, mun veita hátíðinni aðgang að sínum nýjustu ‘hybrid’ bílum í níu mánaða skeið til þess að minnka kolefnisfótspor hátíðarinnar enn frekar. Þegar það kemur að endurvinnslu þá mun Secret Solstice skipuleggja allsherjar svæðisáætlun hvað varðar úrgang á hátíðinni, með það efst í huga að nýta öll þau efni sem að verða notuð í fremsta magni. Samstarfsaðili hátíðarinnar Icelandic Glacial munu einnig útvega hátíðinni hundruðir af sérstökum ruslafötum sem að brotna niður í náttúrunni. „Vitandi að við séum að láta gott af okkur leiða í að lágmarka áhrif Secret Solstice á jörðinni er stórt mál fyrir okkur," segir framkvæmdarstjóri Secret Solstice, Friðrik Ólafsson. „Við erum stolt af því að hafa Natural Capital Partners um borð til að hjálpa okkur að vega upp á móti losun gróðurhúsalofttegunda okkar í fyrsta skipti til að gera hátíðina á þessu ári eins umhverfisvæna og við mögulega getum.” Secret Solstice hátíðin verður haldin í þriðja sinn dagana 16. - 19. júní í Reykjavík. Hljómsveitir á borð við Radiohead, Deftones, Of Monsters And Men, Die Antwooed munu koma fram ásamt fjölda annarra listamanna. Miðaverð á hátíðina er 24.900 og hægt að nálgast miða á www.tix.is. Aðstandendur benda einnig áhugasömum á að nú sé opið fyrir umsóknir varðandi sjálfboðastörf í tengslum við hátíðina inn á heimasíðu hátíðarinnar secretsolstice.is. Þeir sem eru sérstaklega áhugasamir um hátíðina eru hvattir til þess að fylgja henni á Snapchat undir notendanafninu SecretSolstice þar sem birtar eru fyrstu fréttir af komandi hljómsveitum og nýjungum á hátíðinni áður en þær birtast á öðrum miðlum. Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Að vera tónlistarhátíð á heimsmælikvarða og að vera umhverfisvænn viðburður helst oft ekki í hendur. Margir stærstu viðburðir heimsins eru þekktir fyrir að vera óhagkvæmir þegar það kemur að orkunotkun og jafnvel skaðlegir umhverfi sínu. Tónlistarhátíðin Secret Solstice leggur hinsvegar ríka áherslu á umhverfismál og hefur nú hlotið hinn alþjóðlega CarbonNeutral® gæðastimpil sem þýðir að allt CO2 sem verður til af völdum hátíðarinnar auk alls úrgangs verður jafnað út með hágæða kolefnisjafnara sem að tónlistarhátíðin hefur fjárfest í frá regnskógarverndunarstofnun í Madagaskar. Nú mun hátíðin leggja sitt að mörkum í að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið og stuðla að sjálfbærni hátíðarinnar. Skipuleggjendur leggja mikla áherslu á umhverfismál. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum Secret Solstice. Þar segir að hátíðin ætli ekki að stoppa með kolefnisjafnaranum heldur sé ógrynni annarra verkefna sem hátíðin vinnur nú að til þess að gera hana umhverfisvænni. Ísland hefur að geyma meðal virkustu eldstöðva í heimi og framleiðir gífurlegt magn af endurnýjanlegum jarðvarma. Secret Solstice ætlar sér að virkja þessa náttúruauðlind og verður allt rafmagn á hátíðarsvæðinu keyrt á þessum græna aflgjafa. Framleiðslustjóri Secret Solstice 2016, Giles Bristow hefur starfað fyrir sumar af stærstu tónlistarhátíðum heims í gegnum fyrirtækið Acute Audio Productions en hann telur Secret Solstice vera einstakt dæmi í notkun endurnýjanlegrar orku. ,,Öll orka sem notuð hefur verið til þess knýja Secret Solstice síðustu tvö ár hefur verið jarðhitarafmagn sem framleitt var á staðnum,’’ segir Bristow. ,,Þetta voru fyrstu útiviðburðir sem ég hef framleitt þar sem ekki einn dropi af díselolíu var notaður til þess að keyra hvorki hljóðkerfi, sviðslýsingu né neina sviðsframleiðslu.’’ Tónlistarhátíðin hefur einnig hafið svokallað ‘grænt’ samstarf við Toyota á Íslandi þar sem bílaframleiðandinn, sem er mjög framarlega á sviði umhverfismála, mun veita hátíðinni aðgang að sínum nýjustu ‘hybrid’ bílum í níu mánaða skeið til þess að minnka kolefnisfótspor hátíðarinnar enn frekar. Þegar það kemur að endurvinnslu þá mun Secret Solstice skipuleggja allsherjar svæðisáætlun hvað varðar úrgang á hátíðinni, með það efst í huga að nýta öll þau efni sem að verða notuð í fremsta magni. Samstarfsaðili hátíðarinnar Icelandic Glacial munu einnig útvega hátíðinni hundruðir af sérstökum ruslafötum sem að brotna niður í náttúrunni. „Vitandi að við séum að láta gott af okkur leiða í að lágmarka áhrif Secret Solstice á jörðinni er stórt mál fyrir okkur," segir framkvæmdarstjóri Secret Solstice, Friðrik Ólafsson. „Við erum stolt af því að hafa Natural Capital Partners um borð til að hjálpa okkur að vega upp á móti losun gróðurhúsalofttegunda okkar í fyrsta skipti til að gera hátíðina á þessu ári eins umhverfisvæna og við mögulega getum.” Secret Solstice hátíðin verður haldin í þriðja sinn dagana 16. - 19. júní í Reykjavík. Hljómsveitir á borð við Radiohead, Deftones, Of Monsters And Men, Die Antwooed munu koma fram ásamt fjölda annarra listamanna. Miðaverð á hátíðina er 24.900 og hægt að nálgast miða á www.tix.is. Aðstandendur benda einnig áhugasömum á að nú sé opið fyrir umsóknir varðandi sjálfboðastörf í tengslum við hátíðina inn á heimasíðu hátíðarinnar secretsolstice.is. Þeir sem eru sérstaklega áhugasamir um hátíðina eru hvattir til þess að fylgja henni á Snapchat undir notendanafninu SecretSolstice þar sem birtar eru fyrstu fréttir af komandi hljómsveitum og nýjungum á hátíðinni áður en þær birtast á öðrum miðlum.
Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira