Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Fram 21-16 | Grótta í úrslit eftir öruggan sigur Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. apríl 2016 22:00 Lovísa Thompson fagnar sæti í úrslitunum í kvöld. Vísir/Ernir Grótta vann afar sannfærandi fimm marka sigur á Fram 21-16 og bókaði um leið sæti sitt í úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Þetta verður annað árið í röð sem Grótta leikur til úrslita og hafa Seltirningar titil til að verja í úrslitunum. Ólíkt fyrri leikjum liðanna í þessu einvígi voru Gróttukonur einfaldlega mun sterkari allt frá fyrstu mínútu og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik 10-6. Í seinni hálfleik náði Fram aldrei að ógna forskoti Gróttu en Seltirningar voru klaufar og nýttu ekki færin til þess að gulltryggja sigurinn fyrr en á lokamínútum leiksins. Gróttukonur sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar voru í ansi vænlegri stöðu fyrir leik kvöldsins en sigur kom liðinu í úrslitaleikinn eftir tvo nauma sigra í fyrstu leikjum einvígisins. Höfðu úrslitin ekki ráðist fyrr en á lokamínútunum í fyrstu tveimur leikjunum en það sama var ekki upp á teningunum í kvöld. Framarar voru einfaldlega skrefinu á eftir fyrstu mínúturnar, sóknarleikur liðsins gekk ekki nægilega vel og var Grótta með frumkvæðið framan af. Komust Seltirningar í 4-1 á fyrstu tíu mínútum leiksins en þá tóku Framkonur við sér. Tókst þeim að minnka muninn í 7-6 þegar skammt var til leiksloka í fyrri hálfleik með Guðrúnu Ósk Maríasardóttir í miklu stuði í markinu en lokamínútur fyrri hálfleiks reyndust liðinu erfiðar. Tókst Gróttu að bæta við forskotið á lokamínútum fyrri hálfleiks og tóku þær fjögurra marka forskot inn í hálfleikinn ásamt því að leika manni fleiri upphafsmínútur seinni hálfleiks. Framkonum tókst að saxa á forskot Gróttu á upphafsmínútum seinni hálfleiks og koma forskotinu niður í tvö stig í stöðunni 12-10 eftir tíu mínútur en við tóku fjögur mörk í röð frá Gróttu. Grótta fékk svo sannarlega færin til að gera út um leikinn snemma í seinni hálfleik en liðinu gekk bölvanlega að nýta þann fjölda hraðaupphlaupa og vítakasta sem liðið fékk í seinni hálfleik. Náðu Framkonur því að hanga inn í leiknum allt til lokamínútu leiksins en sigurinn var aldrei í hættu í seinni hálfleik. Fögnuðu Seltirningar sigrinum að lokum 21-16 og bókuðu um leið sæti sitt í úrslitum annað árið í röð. Íris Björk Símonardóttir fór á kostum í marki Gróttu í kvöld en hún varði alls 29 skot, þar af eitt vítakast af 43 (67% markvarsla). Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í liði Gróttu með sex mörk en Sunna María Einarsdóttir bætti við fimm mörkum. Í liði Fram var Ragnheiður Júlíusdóttir atkvæðamest með sex mörk en aðrir leikmenn náðu sér ekki á strik í dag. Guðrún Ósk náði ekki sömu hæðum í seinni hálfleik og var skipt af velli um miðjan hálfleikinn. Hafdís Lilja Torfadóttir kom af krafti af bekknum í mark Framara og varði 8 skot af 14 (57% markvarsla) í seinni hálfleik. Íris Björk: Erum með leikmenn sem eru engin unglömb og þurfa hvíld„Við vorum að spila á móti gríðarlega góðu liði og ég er hrikalega montin af því að við höfum náð að klára þetta í þremur leikjum,“ sagði Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, að leikslokum í kvöld. „Það er ekkert grín að vinna Fram þrjá leiki í röð en loksins mættum við í leik eins og við eigum að mæta í alla leiki. Við þurfum að líta til baka í undirbúninginn og reyna að endurtaka það því það var annað lið sem mætti í kvöld og í fyrstu tvo leikina.“ Grótta náði að snúa stöðunni úr 7-6 í 10-6 á lokamínútum fyrri hálfleiks en þær hleyptu Fram aldrei aftur inn í leikinn eftir það. „Varnarmennirnir hjá okkur voru eins og ljón í kvöld og ég hefði ekki viljað mæta þeim. Alltaf þegar þær komu í áttina að markinu voru þær einfaldlega lamdar og við þurfum áframhald á þessu. Fyrir vikið hafði ég það nokkuð gott fyrir aftan svona vörn sem klukkar alla leikmenn.“ Íris tók undir að Gróttukonur hefðu getað klárað leikinn mun fyrr. „Markmenn Fram voru að verja eins og berserkir úr bestu færunum okkar bæði í þessum leik og öllu einvíginu. Það er eitthvað sem má skoða betur en það var stígandi í þessu í kvöld,“ sagði Íris sem var ekki á því að hún þyrfti að kenna hornamönnunum sínum að klára færi. „Veistu, ég held að ég gæti það ekki. Ég var nú einu sinni í hægra horninu og þótti ekki góð þannig ég leyfi þeim að sjá um þetta,“ sagði Íris með glott á vör. Íris fagnaði því að fá núna smá hvíld fyrir úrslitaeinvígið. „Við erum með nokkra leikmenn sem eru engin unglömb og það er gott að fá að komast aðeins niður á jörðina, slaka á og koma ferskar inn í úrslitaeinvígið.“ Ragnheiður: Þessar sendingar hjá Írisi eru einfaldlega grínRagnheiður bar sóknarleik Fram á herðum sér í kvöld en hún hleður hún í skot.Vísir/ernir„Við erum auðvitað grautfúlar. Hlutirnir duttu svolítið fyrir þær í fyrstu leikjunum en í dag áttum við einfaldlega ekki lausnir við varnarleiknum þeirra,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir, skytta Fram, svekkt að leikslokum. „Þetta voru allt saman hörkuleikir en í dag hlaupum við ekki nóg til baka. Við erum ótrúlega fúlar að vera komnar í sumarfrí.“ Eftir naumt tap í fyrstu tveimur leikjunum var Fram einfaldlega skrefinu eftirá allan leikinn í kvöld. „Það er auðvitað þreytandi að tapa leikjum svona en við vorum ekkert þreyttari en Gróttuliðið í kvöld. Það var hinsvegar erfitt að vera undir allan leikinn, maður fer að reyna að gera of mikið í einu,“ sagði Ragnheiður sem þurfti að horfa upp á eflaust 15-20 sendingar frá Írisi Björk fram á hornamenn Gróttu. „Það er náttúrulega bara grín hvað þessar sendingar hjá henni eru góðar. Við erum allan tímann í mönnunum en þeim tókst alltaf að grípa boltann og skora eða fá víti og tvær mínútur.“ Fram náði að minnka muninn niður í eitt mark í fyrri hálfleik en eftir það var sigur Gróttu aldrei í hættu. „Mér fannst við alltaf vera að fara að ógna forskotinu þeirra en þá fengum við mark í bakið. Við þurftum að hafa virkilega fyrir því að skora í kvöld en þeim tókst alltaf að svara,“ sagði Ragnheiður að lokum. Unnur: Þurfum að æfa okkur í vítaköstunumUnnur reynir hér að stöðva Heklu í leiknum í kvöld.Vísir/Ernir„Við vorum að gera full mikið af fljótfærnismistökum og að klúðra færum en svo kom þetta bara hægt og rólega,“ sagði Unnur Ómarsdóttir, hornamaður Gróttu, sátt að leikslokum í kvöld. „Við vorum ákveðnar í að klára þetta í kvöld og höfðum fulla trú á að við myndum klára þetta. Okkur var búið að ganga illa í sókninni og við vissum að ef við myndum laga aðeins sóknarleikinn myndi þetta koma,“ sagði Unnur og bætti við: „Það var ótrúlega góð stemming í liðinu í kvöld og ólíkt því sem var í síðustu leikjunum höfðum við fulla trú á því að við myndum klára verkefnið. Þegar við náðum fjögurra marka forskoti undir lok fyrri hálfleiks skyldum við þær svolítið eftir og þær náðu okkur aldrei eftir það.“ Unnur tók undir að þrátt fyrir að sóknarleikurinn hefði gengið vel hefði færanýtingin ekki verið neitt sérstök. „Það var gott flæði í sóknarleiknum og við fengum aragrúa af hraðaupphlaupum en við þurfum að klára þau betur. Við vorum að klúðra of mikið af hraðaupphlaupum og vítaköstum í kvöld fyrir minn smekk,“ sagði Unnur sem sagði liðið þurfa að æfa vítin betur á næstunni. „Við hefðum mátt róa okkur meira, þetta er svolítið áhyggjuefni. Það reyndu allir í liðinu að taka víti og við klúðruðum allar. Við þurfum kannski að fara að æfa okkur í vítaköstum á næstu æfingu,“ sagði Unnur létt. Unnur var ánægð með varnarleikinn í einvíginu en hún sagði að sóknarleikurinn þyrfti að batna fyrir úrslitaeinvígið. „Við erum búnar að vera frábærar í vörn og með Írisi í miklu stuði fyrir aftan okkur. Við erum að fá á okkur 18 mörk að meðaltali svo við getum ekki kvartað yfir varnarleiknum, það vantar bara upp á að klára færin betur hinumegin. Núna eru hinsvegar tíu dagar framundan sem við getum aðeins slappað af og undirbúið okkur fyrir úrslitin.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Grótta vann afar sannfærandi fimm marka sigur á Fram 21-16 og bókaði um leið sæti sitt í úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Þetta verður annað árið í röð sem Grótta leikur til úrslita og hafa Seltirningar titil til að verja í úrslitunum. Ólíkt fyrri leikjum liðanna í þessu einvígi voru Gróttukonur einfaldlega mun sterkari allt frá fyrstu mínútu og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik 10-6. Í seinni hálfleik náði Fram aldrei að ógna forskoti Gróttu en Seltirningar voru klaufar og nýttu ekki færin til þess að gulltryggja sigurinn fyrr en á lokamínútum leiksins. Gróttukonur sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar voru í ansi vænlegri stöðu fyrir leik kvöldsins en sigur kom liðinu í úrslitaleikinn eftir tvo nauma sigra í fyrstu leikjum einvígisins. Höfðu úrslitin ekki ráðist fyrr en á lokamínútunum í fyrstu tveimur leikjunum en það sama var ekki upp á teningunum í kvöld. Framarar voru einfaldlega skrefinu á eftir fyrstu mínúturnar, sóknarleikur liðsins gekk ekki nægilega vel og var Grótta með frumkvæðið framan af. Komust Seltirningar í 4-1 á fyrstu tíu mínútum leiksins en þá tóku Framkonur við sér. Tókst þeim að minnka muninn í 7-6 þegar skammt var til leiksloka í fyrri hálfleik með Guðrúnu Ósk Maríasardóttir í miklu stuði í markinu en lokamínútur fyrri hálfleiks reyndust liðinu erfiðar. Tókst Gróttu að bæta við forskotið á lokamínútum fyrri hálfleiks og tóku þær fjögurra marka forskot inn í hálfleikinn ásamt því að leika manni fleiri upphafsmínútur seinni hálfleiks. Framkonum tókst að saxa á forskot Gróttu á upphafsmínútum seinni hálfleiks og koma forskotinu niður í tvö stig í stöðunni 12-10 eftir tíu mínútur en við tóku fjögur mörk í röð frá Gróttu. Grótta fékk svo sannarlega færin til að gera út um leikinn snemma í seinni hálfleik en liðinu gekk bölvanlega að nýta þann fjölda hraðaupphlaupa og vítakasta sem liðið fékk í seinni hálfleik. Náðu Framkonur því að hanga inn í leiknum allt til lokamínútu leiksins en sigurinn var aldrei í hættu í seinni hálfleik. Fögnuðu Seltirningar sigrinum að lokum 21-16 og bókuðu um leið sæti sitt í úrslitum annað árið í röð. Íris Björk Símonardóttir fór á kostum í marki Gróttu í kvöld en hún varði alls 29 skot, þar af eitt vítakast af 43 (67% markvarsla). Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í liði Gróttu með sex mörk en Sunna María Einarsdóttir bætti við fimm mörkum. Í liði Fram var Ragnheiður Júlíusdóttir atkvæðamest með sex mörk en aðrir leikmenn náðu sér ekki á strik í dag. Guðrún Ósk náði ekki sömu hæðum í seinni hálfleik og var skipt af velli um miðjan hálfleikinn. Hafdís Lilja Torfadóttir kom af krafti af bekknum í mark Framara og varði 8 skot af 14 (57% markvarsla) í seinni hálfleik. Íris Björk: Erum með leikmenn sem eru engin unglömb og þurfa hvíld„Við vorum að spila á móti gríðarlega góðu liði og ég er hrikalega montin af því að við höfum náð að klára þetta í þremur leikjum,“ sagði Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, að leikslokum í kvöld. „Það er ekkert grín að vinna Fram þrjá leiki í röð en loksins mættum við í leik eins og við eigum að mæta í alla leiki. Við þurfum að líta til baka í undirbúninginn og reyna að endurtaka það því það var annað lið sem mætti í kvöld og í fyrstu tvo leikina.“ Grótta náði að snúa stöðunni úr 7-6 í 10-6 á lokamínútum fyrri hálfleiks en þær hleyptu Fram aldrei aftur inn í leikinn eftir það. „Varnarmennirnir hjá okkur voru eins og ljón í kvöld og ég hefði ekki viljað mæta þeim. Alltaf þegar þær komu í áttina að markinu voru þær einfaldlega lamdar og við þurfum áframhald á þessu. Fyrir vikið hafði ég það nokkuð gott fyrir aftan svona vörn sem klukkar alla leikmenn.“ Íris tók undir að Gróttukonur hefðu getað klárað leikinn mun fyrr. „Markmenn Fram voru að verja eins og berserkir úr bestu færunum okkar bæði í þessum leik og öllu einvíginu. Það er eitthvað sem má skoða betur en það var stígandi í þessu í kvöld,“ sagði Íris sem var ekki á því að hún þyrfti að kenna hornamönnunum sínum að klára færi. „Veistu, ég held að ég gæti það ekki. Ég var nú einu sinni í hægra horninu og þótti ekki góð þannig ég leyfi þeim að sjá um þetta,“ sagði Íris með glott á vör. Íris fagnaði því að fá núna smá hvíld fyrir úrslitaeinvígið. „Við erum með nokkra leikmenn sem eru engin unglömb og það er gott að fá að komast aðeins niður á jörðina, slaka á og koma ferskar inn í úrslitaeinvígið.“ Ragnheiður: Þessar sendingar hjá Írisi eru einfaldlega grínRagnheiður bar sóknarleik Fram á herðum sér í kvöld en hún hleður hún í skot.Vísir/ernir„Við erum auðvitað grautfúlar. Hlutirnir duttu svolítið fyrir þær í fyrstu leikjunum en í dag áttum við einfaldlega ekki lausnir við varnarleiknum þeirra,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir, skytta Fram, svekkt að leikslokum. „Þetta voru allt saman hörkuleikir en í dag hlaupum við ekki nóg til baka. Við erum ótrúlega fúlar að vera komnar í sumarfrí.“ Eftir naumt tap í fyrstu tveimur leikjunum var Fram einfaldlega skrefinu eftirá allan leikinn í kvöld. „Það er auðvitað þreytandi að tapa leikjum svona en við vorum ekkert þreyttari en Gróttuliðið í kvöld. Það var hinsvegar erfitt að vera undir allan leikinn, maður fer að reyna að gera of mikið í einu,“ sagði Ragnheiður sem þurfti að horfa upp á eflaust 15-20 sendingar frá Írisi Björk fram á hornamenn Gróttu. „Það er náttúrulega bara grín hvað þessar sendingar hjá henni eru góðar. Við erum allan tímann í mönnunum en þeim tókst alltaf að grípa boltann og skora eða fá víti og tvær mínútur.“ Fram náði að minnka muninn niður í eitt mark í fyrri hálfleik en eftir það var sigur Gróttu aldrei í hættu. „Mér fannst við alltaf vera að fara að ógna forskotinu þeirra en þá fengum við mark í bakið. Við þurftum að hafa virkilega fyrir því að skora í kvöld en þeim tókst alltaf að svara,“ sagði Ragnheiður að lokum. Unnur: Þurfum að æfa okkur í vítaköstunumUnnur reynir hér að stöðva Heklu í leiknum í kvöld.Vísir/Ernir„Við vorum að gera full mikið af fljótfærnismistökum og að klúðra færum en svo kom þetta bara hægt og rólega,“ sagði Unnur Ómarsdóttir, hornamaður Gróttu, sátt að leikslokum í kvöld. „Við vorum ákveðnar í að klára þetta í kvöld og höfðum fulla trú á að við myndum klára þetta. Okkur var búið að ganga illa í sókninni og við vissum að ef við myndum laga aðeins sóknarleikinn myndi þetta koma,“ sagði Unnur og bætti við: „Það var ótrúlega góð stemming í liðinu í kvöld og ólíkt því sem var í síðustu leikjunum höfðum við fulla trú á því að við myndum klára verkefnið. Þegar við náðum fjögurra marka forskoti undir lok fyrri hálfleiks skyldum við þær svolítið eftir og þær náðu okkur aldrei eftir það.“ Unnur tók undir að þrátt fyrir að sóknarleikurinn hefði gengið vel hefði færanýtingin ekki verið neitt sérstök. „Það var gott flæði í sóknarleiknum og við fengum aragrúa af hraðaupphlaupum en við þurfum að klára þau betur. Við vorum að klúðra of mikið af hraðaupphlaupum og vítaköstum í kvöld fyrir minn smekk,“ sagði Unnur sem sagði liðið þurfa að æfa vítin betur á næstunni. „Við hefðum mátt róa okkur meira, þetta er svolítið áhyggjuefni. Það reyndu allir í liðinu að taka víti og við klúðruðum allar. Við þurfum kannski að fara að æfa okkur í vítaköstum á næstu æfingu,“ sagði Unnur létt. Unnur var ánægð með varnarleikinn í einvíginu en hún sagði að sóknarleikurinn þyrfti að batna fyrir úrslitaeinvígið. „Við erum búnar að vera frábærar í vörn og með Írisi í miklu stuði fyrir aftan okkur. Við erum að fá á okkur 18 mörk að meðaltali svo við getum ekki kvartað yfir varnarleiknum, það vantar bara upp á að klára færin betur hinumegin. Núna eru hinsvegar tíu dagar framundan sem við getum aðeins slappað af og undirbúið okkur fyrir úrslitin.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira