Matar-Fjallið úðar í sig frá morgni til kvölds: Matseðill Hafþórs vekur heimsathygli
Stefán Árni Pálsson skrifar
Hafþór Júlíus Björnsson er líklega sterkasti maður landsins, mjög líklega.vísir
Hafþór Júlíus Björnsson, sem stundum gengur undir nafninu Fjallið, birti í gær nákvæma lýsingu á því hvað hann lætur ofan í sig á hverjum degi, nú þegar hann undirbýr sig fyrir keppnina um sterkasta mann heims.
Hafþór hefur farið á kostum í þáttunum Game of Thrones og er fyrir löngu orðinn heimsfrægur. Hann birti matseðil sinn á Instagram og hefur verið fjallað um málið í miðlum um allan heima eins og sjá má hér.
Hér að neðan má sjá hvað Fjallið borða á hverjum einasta degi um þessar mundir:
6:50 - Glútamín og nokkrar möndlur
7:30 - 8 egg og 200 gramma hafragraut með bláberjum, jarðaberjum og avocado.
9:30 - 400 gramma nautasteik, 400 grömm af kartöflum, spínat og baunir.
11:50 - Bcca og glutamín.
12:00 - 400 grömm af kjúklingi, 400 grömm af kartöflum, grænar baunir og ávextir.
14:00 - Setur í blandara: 150 grömm af haframjöli eða sætum kartöflum, 2 bananar, 150 grömm af Rice krispies, frosnir ávextir, möndlur, hnetusmjör og glútamín.
14:30 - Training strongman, Bcca, glútamín, Vitargo
17:30 - 60 grömm af próteini og tveir bananar
18:00 - 500 gramma nautasteik og kartöflur og baunir.
20:30 - 500 grömm af laxi og 500 grömm af sætum kartöflum.
22:30 50 grömm af próteini eða sex egg. Einnig avacado. 30 grömm af möndlum og 50 grömm af hnetusmjöri.