Enski vinstri bakvörðurinn Sam Tillen spilar ekki með FH í sumar en hann verður lánaður frá félaginu. Þetta kemur fram á fótbolti.net í dag.
Tillen, sem er 31 árs gamall, fótbrotnaði sumarið 2014 og spilaði ekkert með liðinu það árið en hann sneri aftur í fyrra og spilaði átta leiki með FH í Pepsi-deildinni.
Böðvar Böðvarsson, sem er fyrsti maður í vinstri bakvarðarstöðuna hjá FH, er kominn heim frá Midtjylland og þá hefur Þórarinn Ingi Valdimarsson verði að spila sem vinstri bakvörður á undirbúningstímabilinu.
Tillen segist í viðtali við fótbolti.net hafa meiðst aftur á kálfa á undirbúningstímabilinu og þegar hann kom til baka var Heimir Guðjónsson búinn að finna sitt lið og hann var ekki í því.
„Ég hef verið að æfa á fullu síðustu fjórar vikur og ég er í góðu formi og hef ekki efni á að vera á bekknum að bíða eftir að fá að spila, þar sem að ég hef lagt hart að mér til að komast í formið sem ég var í fyrir meðislin. FH skilur það og ég þakka þeim fyrir að leyfa mér að fá tækifæri til að spila annars staðar,“ segir Sam Tillen við fótbolti.net.
FH lánar Sam Tillen
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Hann er tekinn út úr leiknum“
Körfubolti


„Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“
Körfubolti

Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér
Íslenski boltinn

Valur einum sigri frá úrslitum
Handbolti


Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð
Íslenski boltinn

Fyrsta deildartap PSG
Fótbolti

„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“
Íslenski boltinn
