Viðskipti innlent

Spá enn fleiri ferðamönnum vegna góðs gengis á EM

ingvar haraldsson skrifar
Talið er að árangur landsliðsins muni skila enn fleiri ferðamönnum til landsins.
Talið er að árangur landsliðsins muni skila enn fleiri ferðamönnum til landsins. vísir
Matsfyrirtækið Standard & Poor’s býst við að ferðamönnum hér á landi muni fjölga enn frekar á þessu ári og því næsta, að hluta til vegna góðs gengis á Evrópumótinu í knattspyrnu sem fór fram í Frakklandi.

Standard & Poor’s býst við því að árangur landsliðsins veki enn frekari áhuga á Íslandi meðal þeirra sem hafi áhuga á að sækja Ísland heim. Þá er bent er á að hagvöxtur á Íslandi hafi að stórum hluta verið drifinn áfram af umtalsverðri fjölgun ferðamanna.

Skýrsla matsfyrirtækisins kemur samhliða því að það staðfesti óbreytta lánshæfiseinkunn ríkissjóðs, BBB+/A-2 með stöðugum horfum.

Fyrirtækið býst við kröftugum hagvexti vegna fjölgunar ferðamanna og vaxtar einkaneyslu. Þá batni greiðslujöfnuður og afkoma ríkissjóðs hraðar en búist hafi verið við. Engu síður séu blikur á lofti varðandi afnám gjaldeyrishafta og hætta sé á að hagkerfið ofhitni vegna of mikilla launahækkana og of hraðrar styrkingar krónunnar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×