Diskó, dans og fótboltastelpurnar okkar Ritstjórn skrifar 15. júlí 2016 09:00 Júlíblað Glamour Júlíblað Glamour er komið út og er það stútfullt af hressandi efni til að njóta í sumarfríinu. Forsíðuþátturinn er úr smiðju Silju Magg en hún myndaði hollensku fyrirsætuna Marloes Horst í sannkölluðum diskómyndaþætti sem fagnar tísku áttunda áratugarins með sínum útvíðu buxum, glans, glimmeri svo ekki sé minnst á lituðu stóru gleraugun. Horst hefur prýtt forsíður helstu tímarita í heiminum ásamt því að vera eitt af andlitum Maybelline, Lindex, Forever 21 og Diesel svo eitthvað sé nefnt. Seinustu dreggjarnar af sumartískunni eru gerð góð skil ásamt því að við leiðbeinum lesendum í gegnum útsölukaupin og kíkjum í fataskápinn hjá íslensku smekkfólki (af nógu er að taka). Hárið er í stóru hlutverki í fegurðarkaflanum, hvernig á að þvo á sér hárið og 30 nýjar hárgreiðslur fyrir hvern dag mánaðarins svo eitthvað sé nefnt. Við gerð blaðsins greip um sig mikið fótboltaæði hjá þjóðinni sælla minninga og enginn undantekning þar á hjá ritstjórn Glamour. Okkur langaði að kynnast betur stelpunum okkar, íslensku landsliðsstelpunum, sem hafa heldur betur gert það gott á vellinum og eru þessa stundina að vinna að því að tryggja sæti á EM í Hollandi á næsta ári. Við hóuðum saman nokkrum landsliðsstelpum í myndatöku og viðtal þar sem talað var um boltann, barneignir og þegar sumar fóru úr að ofan til að lokka áhorfendur á völlinn. Gjafastuð Glamour og Bliss - ein af þessum vörum fylgja frítt með til áskrifenda og þeirra sem kaupa júlíblaðið.Glamour langaði að gefa lesendum sínum sumarglaðning til að taka með í fríið en áskrifendur og þeir sem kaupa júlítölublað blaðsins fá eina af þessum fjóru frábæru vöru frá merkinu BLISS. Glænýtt og fjölbreytt tölublað af Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér áskrift hér, í síma 512 5550 eða á glamour@glamour.is. Glamour Tíska Mest lesið Viðraðu hælana Glamour Mesti töffari rauða dregilsins Glamour Katy Perry nuddar salti í sár Taylor Swift Glamour Er skyggður afturendi næsta trend? Glamour Flóamarkaður í anda Vetements Glamour Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour Ein vinsælasta lýtaaðgerðin í dag Glamour San Francisco bannar loðfeld Glamour Felulitirnir mættir aftur Glamour Katie Holmes og Jamie Foxx eru saman Glamour
Júlíblað Glamour er komið út og er það stútfullt af hressandi efni til að njóta í sumarfríinu. Forsíðuþátturinn er úr smiðju Silju Magg en hún myndaði hollensku fyrirsætuna Marloes Horst í sannkölluðum diskómyndaþætti sem fagnar tísku áttunda áratugarins með sínum útvíðu buxum, glans, glimmeri svo ekki sé minnst á lituðu stóru gleraugun. Horst hefur prýtt forsíður helstu tímarita í heiminum ásamt því að vera eitt af andlitum Maybelline, Lindex, Forever 21 og Diesel svo eitthvað sé nefnt. Seinustu dreggjarnar af sumartískunni eru gerð góð skil ásamt því að við leiðbeinum lesendum í gegnum útsölukaupin og kíkjum í fataskápinn hjá íslensku smekkfólki (af nógu er að taka). Hárið er í stóru hlutverki í fegurðarkaflanum, hvernig á að þvo á sér hárið og 30 nýjar hárgreiðslur fyrir hvern dag mánaðarins svo eitthvað sé nefnt. Við gerð blaðsins greip um sig mikið fótboltaæði hjá þjóðinni sælla minninga og enginn undantekning þar á hjá ritstjórn Glamour. Okkur langaði að kynnast betur stelpunum okkar, íslensku landsliðsstelpunum, sem hafa heldur betur gert það gott á vellinum og eru þessa stundina að vinna að því að tryggja sæti á EM í Hollandi á næsta ári. Við hóuðum saman nokkrum landsliðsstelpum í myndatöku og viðtal þar sem talað var um boltann, barneignir og þegar sumar fóru úr að ofan til að lokka áhorfendur á völlinn. Gjafastuð Glamour og Bliss - ein af þessum vörum fylgja frítt með til áskrifenda og þeirra sem kaupa júlíblaðið.Glamour langaði að gefa lesendum sínum sumarglaðning til að taka með í fríið en áskrifendur og þeir sem kaupa júlítölublað blaðsins fá eina af þessum fjóru frábæru vöru frá merkinu BLISS. Glænýtt og fjölbreytt tölublað af Glamour er komið í allar helstu verslanir - tryggðu þér áskrift hér, í síma 512 5550 eða á glamour@glamour.is.
Glamour Tíska Mest lesið Viðraðu hælana Glamour Mesti töffari rauða dregilsins Glamour Katy Perry nuddar salti í sár Taylor Swift Glamour Er skyggður afturendi næsta trend? Glamour Flóamarkaður í anda Vetements Glamour Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour Ein vinsælasta lýtaaðgerðin í dag Glamour San Francisco bannar loðfeld Glamour Felulitirnir mættir aftur Glamour Katie Holmes og Jamie Foxx eru saman Glamour