Hörgá komin í gang með vænum bleikjum og birtingum Karl Lúðvíksson skrifar 6. maí 2016 18:04 Hörgá er ein af skemmtilegri bleikjuám landins Mynd: SVAK Hörgá er geysilega skemmtileg veiðiá enda er hún hröð og krefjandi með mikin fjölda fallegra veiðistaða. Veiði hófst í Hörgá 1. maí og opnunin lofar virkilega góðu um framhaldið en samkvæmt veiðibókinni á vefnum www.veiditorg.is þá komu 11 fiskar á land. Sjö bleikjur og fjórir sjóbirtingar. Stærðin var frá 40 sm og upp í 65 sm sem er mjög vænn fiskur í þessari á. Hörgáin er vel þekkt sem sjóbleikjuá yfir sumartímann en vorveiðin í henni getur þó líka verið mjög skemmtileg en þá er helst að finna staðbundna og niðurgöngubleikju ásamt sjóbirting og urriða. Veiðitorg er vefur þar sem má finna veiðitölur úr Eyjafjarðará, Fjarðará, Fnjóská, Hörgá, Laxá - Hraun og Syðra Fjall, Ólafsfjarðará og Svarfaðardalsá. Þetta er gott fyrir þá veiðimenn sem vilja sjá veiðina áður en þeir eiga daga í ánni sinni en hægt er að skoða veiðibækur nokkur ár aftur í tímann og þá eru þar líka upplýsingar um agn og veiðistað. Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði
Hörgá er geysilega skemmtileg veiðiá enda er hún hröð og krefjandi með mikin fjölda fallegra veiðistaða. Veiði hófst í Hörgá 1. maí og opnunin lofar virkilega góðu um framhaldið en samkvæmt veiðibókinni á vefnum www.veiditorg.is þá komu 11 fiskar á land. Sjö bleikjur og fjórir sjóbirtingar. Stærðin var frá 40 sm og upp í 65 sm sem er mjög vænn fiskur í þessari á. Hörgáin er vel þekkt sem sjóbleikjuá yfir sumartímann en vorveiðin í henni getur þó líka verið mjög skemmtileg en þá er helst að finna staðbundna og niðurgöngubleikju ásamt sjóbirting og urriða. Veiðitorg er vefur þar sem má finna veiðitölur úr Eyjafjarðará, Fjarðará, Fnjóská, Hörgá, Laxá - Hraun og Syðra Fjall, Ólafsfjarðará og Svarfaðardalsá. Þetta er gott fyrir þá veiðimenn sem vilja sjá veiðina áður en þeir eiga daga í ánni sinni en hægt er að skoða veiðibækur nokkur ár aftur í tímann og þá eru þar líka upplýsingar um agn og veiðistað.
Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði