Airbnb lífið Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. maí 2016 07:00 Sveitarstjórn Mýrdalshrepps í Vík í Mýrdal hefur ákveðið að banna útleigu íbúðarhúsnæðis til skamms tíma. Bannið snýr að því að sveitarstjórnin hyggst ekki verða oftar við beiðnum þess efnis að húsnæði verði breytt í skammtímagististaði. Færst hefur í aukana síðustu ár í Vík í Mýrdal að fólk leigi út húsnæði til ferðamanna í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Sveitarfélagið hyggst beita umsagnarvaldi sínu á neikvæðan hátt þannig að sýslumaður geti ekki orðið við fleiri beiðnum um rekstrarleyfi gististaða án veitinga. Slíkt getur orkað tvímælis þar sem umsögn sveitarfélagsins þarf að vera skýr og rökstudd í hverju máli. Íbúar í Vík geta látið á þetta reyna fyrir dómstólum. Þarna skarast eignarrétturinn og réttur sveitarfélaga til að ráða málefnum sínum sjálf en hvort tveggja er stjórnarskrárvarið. „Airbnb-væðingin“ sem hefur átt sér stað hér á landi og erlendis hefur haft í för með sér talsvert ónæði í fjölbýlishúsum. Breytingar á hagnýtingu séreignar í fjölbýli sem hafa í för með sér meira ónæði, röskun eða óþægindi fyrir aðra eru háðar samþykki allra eigenda í fjölbýlishúsi samkvæmt lögum um fjöleignarhús. Kveðinn var upp svokallaður „Airbnb-dómur“ í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 4. apríl síðastliðinn. Í dómnum er því slegið föstu að skammtímaútleiga á Airbnb í fjölbýli feli alltaf í sér ónæði, röskun eða óþægindi samkvæmt ákvæðinu í lögum um fjöleignarhús og sé því háð samþykki annarra eigenda. Dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Staða sveitarfélaga getur verið mjög ólík og breyst hratt. Í tilviki sveitarfélags eins og Mýrdalshrepps geta 500 íbúðir í útleigu breytt mjög miklu fyrir íbúa sveitarfélagsins en myndi ekki breyta neinu í Hlíðunum í Reykjavík, svo dæmi sé tekið. Það getur hins vegar verið að allsherjarbann við nýrri útleigu íbúða til skammtíma, eins og sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur nú ákveðið, sé skerðing á eignarréttinum fram úr meðalhófi. Aðgerðir til að skerða stjórnarskrárvarin réttindi mega aldrei ganga lengra en nauðsyn ber til, til að ná því markmiði sem að er stefnt með skerðingunni. Þetta er svokölluð stjórnskipuleg meðalhófsregla. Hinir sem hafa þegar fengið slíkt leyfi geta áfram leigt íbúðir sínar út á grundvelli leyfis sem þegar hefur verið veitt. En væntanlega eru margir að leigja íbúðir sínar út án slíks leyfis, í Mýrdalshreppi, Reykjavík og öðrum sveitarfélögum. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í Airbnb-málinu þýðir að menn þurfa að leita réttar síns til að aftra því að aðrir íbúðareigendur leigi íbúðir sínar út á Airbnb án samþykkis annarra eigenda í fjölbýlishúsum. Er það mjög skilvirkt? Ekki hafa allir vaðið fyrir neðan sig og sækja sérstaklega um breytingu á hagnýtingu íbúðarhúsnæðis og afla leyfis annarra íbúa í fjölbýli. Væntanlega eru þúsundir íbúða í útleigu á Airbnb án þess að sótt hafi verið um slíkt. Dómur í framangreindu máli og ákvörðun Mýrdalshrepps vekur spurningar um hvort löggjafinn þurfi ekki að bregðast við til að eyða óvissu í lagaumhverfinu þegar skammtímaleiga á íbúðum gegnum miðla eins og Airbnb er orðin jafn útbreidd og raun ber vitni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps í Vík í Mýrdal hefur ákveðið að banna útleigu íbúðarhúsnæðis til skamms tíma. Bannið snýr að því að sveitarstjórnin hyggst ekki verða oftar við beiðnum þess efnis að húsnæði verði breytt í skammtímagististaði. Færst hefur í aukana síðustu ár í Vík í Mýrdal að fólk leigi út húsnæði til ferðamanna í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Sveitarfélagið hyggst beita umsagnarvaldi sínu á neikvæðan hátt þannig að sýslumaður geti ekki orðið við fleiri beiðnum um rekstrarleyfi gististaða án veitinga. Slíkt getur orkað tvímælis þar sem umsögn sveitarfélagsins þarf að vera skýr og rökstudd í hverju máli. Íbúar í Vík geta látið á þetta reyna fyrir dómstólum. Þarna skarast eignarrétturinn og réttur sveitarfélaga til að ráða málefnum sínum sjálf en hvort tveggja er stjórnarskrárvarið. „Airbnb-væðingin“ sem hefur átt sér stað hér á landi og erlendis hefur haft í för með sér talsvert ónæði í fjölbýlishúsum. Breytingar á hagnýtingu séreignar í fjölbýli sem hafa í för með sér meira ónæði, röskun eða óþægindi fyrir aðra eru háðar samþykki allra eigenda í fjölbýlishúsi samkvæmt lögum um fjöleignarhús. Kveðinn var upp svokallaður „Airbnb-dómur“ í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 4. apríl síðastliðinn. Í dómnum er því slegið föstu að skammtímaútleiga á Airbnb í fjölbýli feli alltaf í sér ónæði, röskun eða óþægindi samkvæmt ákvæðinu í lögum um fjöleignarhús og sé því háð samþykki annarra eigenda. Dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Staða sveitarfélaga getur verið mjög ólík og breyst hratt. Í tilviki sveitarfélags eins og Mýrdalshrepps geta 500 íbúðir í útleigu breytt mjög miklu fyrir íbúa sveitarfélagsins en myndi ekki breyta neinu í Hlíðunum í Reykjavík, svo dæmi sé tekið. Það getur hins vegar verið að allsherjarbann við nýrri útleigu íbúða til skammtíma, eins og sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur nú ákveðið, sé skerðing á eignarréttinum fram úr meðalhófi. Aðgerðir til að skerða stjórnarskrárvarin réttindi mega aldrei ganga lengra en nauðsyn ber til, til að ná því markmiði sem að er stefnt með skerðingunni. Þetta er svokölluð stjórnskipuleg meðalhófsregla. Hinir sem hafa þegar fengið slíkt leyfi geta áfram leigt íbúðir sínar út á grundvelli leyfis sem þegar hefur verið veitt. En væntanlega eru margir að leigja íbúðir sínar út án slíks leyfis, í Mýrdalshreppi, Reykjavík og öðrum sveitarfélögum. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í Airbnb-málinu þýðir að menn þurfa að leita réttar síns til að aftra því að aðrir íbúðareigendur leigi íbúðir sínar út á Airbnb án samþykkis annarra eigenda í fjölbýlishúsum. Er það mjög skilvirkt? Ekki hafa allir vaðið fyrir neðan sig og sækja sérstaklega um breytingu á hagnýtingu íbúðarhúsnæðis og afla leyfis annarra íbúa í fjölbýli. Væntanlega eru þúsundir íbúða í útleigu á Airbnb án þess að sótt hafi verið um slíkt. Dómur í framangreindu máli og ákvörðun Mýrdalshrepps vekur spurningar um hvort löggjafinn þurfi ekki að bregðast við til að eyða óvissu í lagaumhverfinu þegar skammtímaleiga á íbúðum gegnum miðla eins og Airbnb er orðin jafn útbreidd og raun ber vitni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun