Sitjandinn á Salóme Frosti Logason skrifar 5. maí 2016 07:00 Árið 2016 er ekki hálfnað en það er samt strax orðið eitt viðburðaríkasta ár sem ég hef upplifað. Andlát meistara eins og David Bowie, Prince og Lemmy hafa varpað ljósi á hversu magnað tímabil tónlistarsögunnar æviskeið mitt hefur spannað. Þeir eru hver um sig meðhöfundar að sándtrakki lífs míns. Þótt ótrúlegt megi virðast þá verða það hvorki Hanna Birna né Spillugi sem verða efst í huga fólks þegar það minnist skattaskjólsstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í framtíðinni. Forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum og var næstum búinn að leysa upp heila ríkisstjórn í leiðinni. Áður hafði hann farið á fund með Obama í einum Nike-strigaskó. Ólafur Ragnar Grímsson er þriðji aðilinn sem gegnir embætti forseta Íslands í minni tíð. Í barnaskóla gróðursetti ég eitt sinn tré með Vigdísi en ég man ekkert eftir Kristjáni Eldjárn. Á þessu ári gætum við svo verið að fá enn einn forsetann. Hann yrði sá sjötti í sögu lýðveldisins. Þetta eru sögulegir tímar. Á árunum sem ég var tuttugu og eitthvað gengum við í gegnum góðæri, allsherjar hrun og síðan uppgjör þess. Höfum skrifað rannsóknarskýrslu í níu bindum og heila stjórnarskrá síðan þá. Öllu draslinu var reyndar kastað á haugana ásamt, í huga biskups, heilögu hjónabandi karls og konu. En nú kemur það í ljós að uppgjör hrunsins var kattarþvottur. Raunverulegar ástæður þess er að finna í Panama-skjölunum. Á forsíðum erlendra stórblaða eru Sigmundur, Dorrit og Ólafur. Ásamt að sjálfsögðu sitjandanum á Gretu Salóme. Við lifum sannarlega á sögulegum tímum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Árið 2016 er ekki hálfnað en það er samt strax orðið eitt viðburðaríkasta ár sem ég hef upplifað. Andlát meistara eins og David Bowie, Prince og Lemmy hafa varpað ljósi á hversu magnað tímabil tónlistarsögunnar æviskeið mitt hefur spannað. Þeir eru hver um sig meðhöfundar að sándtrakki lífs míns. Þótt ótrúlegt megi virðast þá verða það hvorki Hanna Birna né Spillugi sem verða efst í huga fólks þegar það minnist skattaskjólsstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í framtíðinni. Forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum og var næstum búinn að leysa upp heila ríkisstjórn í leiðinni. Áður hafði hann farið á fund með Obama í einum Nike-strigaskó. Ólafur Ragnar Grímsson er þriðji aðilinn sem gegnir embætti forseta Íslands í minni tíð. Í barnaskóla gróðursetti ég eitt sinn tré með Vigdísi en ég man ekkert eftir Kristjáni Eldjárn. Á þessu ári gætum við svo verið að fá enn einn forsetann. Hann yrði sá sjötti í sögu lýðveldisins. Þetta eru sögulegir tímar. Á árunum sem ég var tuttugu og eitthvað gengum við í gegnum góðæri, allsherjar hrun og síðan uppgjör þess. Höfum skrifað rannsóknarskýrslu í níu bindum og heila stjórnarskrá síðan þá. Öllu draslinu var reyndar kastað á haugana ásamt, í huga biskups, heilögu hjónabandi karls og konu. En nú kemur það í ljós að uppgjör hrunsins var kattarþvottur. Raunverulegar ástæður þess er að finna í Panama-skjölunum. Á forsíðum erlendra stórblaða eru Sigmundur, Dorrit og Ólafur. Ásamt að sjálfsögðu sitjandanum á Gretu Salóme. Við lifum sannarlega á sögulegum tímum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.