Austfirðingar argir: „Ég vil örvhentan veðurfræðing“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. desember 2016 13:18 Hvernig viðrar fyrir austan? Skjáskot Örvhentur veðurfræðingur er efstur á óskalista Austfirðinga fyrir þessi jól ef marka má viðbrögðin við færslu Eiðs Ragnarssonar frá Djúpavogi. „Gengur á með jakkafötum og hvítri skyrtu austanlands næstu daga,“ skrifar Eiður við mynd af veðurfræðingnum Sigurði Jónssyni sem sjá má standa fyrir Austurlandi er hann greinir frá veðurhorfunum á Norðvesturhorninu. Fjörugar umræður hafa skapast við færsluna og hafa fjölmargir stigið fram og sagst hafa kvartað yfir staðsetningum veðurfræðinga í gegnum tíðina. Rúmlega 100 manns hafa deilt færslunni og því ljóst að Eiður er ekki einn á þessari skoðun. Þá hafa þeir allra róttækustu sameinast í Facebookhópnum „Hættið að standa fyrir Austurlandi kæru veðurfræðingar“ og telja meðlimir nú um 80 manns. Eiður segir í samtali við Austurfrétt að þessi tilhneiging veðurfréttamanna á RÚV hafi verið slæm síðustu misseri en hafi líklega náð hámarki í gærkvöldi.„Maðurinn stóð alveg fyrir landshlutanum í gær, gamla austfjarðakjördæmið sást aldrei allan veðurfréttatímann“ og bætir við lausnin sé eflaust fólgin í örvhentum veðurfræðingi - sem væri þá líklegri til að standa fyrir Vesturlandi þegar hann greinir frá veðurhorfunum. „Nú eða bara taka upp prikið eins og í gamla daga, þá geta þeir staðið austanmegin en áhorfendur þó séð hvað um er að vera,“ segir Eiður við Austurfrétt. Að sögn Elínar Bjarkar Jónsdóttur hjá Veðurstofunni kannast þau við pirring Austfirðingi og að verið sé að reyna að leysa málið. „Vandamálið er að grunnurinn á bak við kortið (grænn skjár) er í vitlausum hlutföllum miðað við útsendingu. Það er verið að vinna í því að fá nýjan skjá sem ætti að laga þetta vandamál.“ Færslu Eiðs má sjá hér að ofan. Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Örvhentur veðurfræðingur er efstur á óskalista Austfirðinga fyrir þessi jól ef marka má viðbrögðin við færslu Eiðs Ragnarssonar frá Djúpavogi. „Gengur á með jakkafötum og hvítri skyrtu austanlands næstu daga,“ skrifar Eiður við mynd af veðurfræðingnum Sigurði Jónssyni sem sjá má standa fyrir Austurlandi er hann greinir frá veðurhorfunum á Norðvesturhorninu. Fjörugar umræður hafa skapast við færsluna og hafa fjölmargir stigið fram og sagst hafa kvartað yfir staðsetningum veðurfræðinga í gegnum tíðina. Rúmlega 100 manns hafa deilt færslunni og því ljóst að Eiður er ekki einn á þessari skoðun. Þá hafa þeir allra róttækustu sameinast í Facebookhópnum „Hættið að standa fyrir Austurlandi kæru veðurfræðingar“ og telja meðlimir nú um 80 manns. Eiður segir í samtali við Austurfrétt að þessi tilhneiging veðurfréttamanna á RÚV hafi verið slæm síðustu misseri en hafi líklega náð hámarki í gærkvöldi.„Maðurinn stóð alveg fyrir landshlutanum í gær, gamla austfjarðakjördæmið sást aldrei allan veðurfréttatímann“ og bætir við lausnin sé eflaust fólgin í örvhentum veðurfræðingi - sem væri þá líklegri til að standa fyrir Vesturlandi þegar hann greinir frá veðurhorfunum. „Nú eða bara taka upp prikið eins og í gamla daga, þá geta þeir staðið austanmegin en áhorfendur þó séð hvað um er að vera,“ segir Eiður við Austurfrétt. Að sögn Elínar Bjarkar Jónsdóttur hjá Veðurstofunni kannast þau við pirring Austfirðingi og að verið sé að reyna að leysa málið. „Vandamálið er að grunnurinn á bak við kortið (grænn skjár) er í vitlausum hlutföllum miðað við útsendingu. Það er verið að vinna í því að fá nýjan skjá sem ætti að laga þetta vandamál.“ Færslu Eiðs má sjá hér að ofan.
Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira