Loksins líf í Hraunsfirði Karl Lúðvíksson skrifar 9. maí 2016 14:00 Veitt í Hraunsfirði. Mynd: www.veidikortid.is Hraunsfjörður er afskaplega skemmtilegt veiðisvæði enda gengur mikið af bleikju þangað inn og hún getur á tíðum verið mjög væn. Það gleður þess vegna veiðimenn að fá fréttir þaðan en nú þegar hafa nokkrir skroppið vestur og sett í nokkrar bleikjur. Bleikjan sem finnst í vatninu núna er vel haldin og virðist hafa haft gott æti í vetur. Þó svo að besti tíminn í Hraunsfirði sé að öllu jöfnu frá byrjun júlí er oft mikið af bleikju í vatninu og það bætist svo bara við þá torfu þegar sjóbleikjan gengur inn. Bestum árangri ná veiðimenn á flugur sem líkjast marfló og er veidd frekar djúpt í litlum stuttum rykkjum sem er einmitt hreyfing marflóa. Bleikleitar eða rauðleitar flugur gefa vel sem og Heimasætan í púpuafbrigði en annars eru margar flugur sem ganga. það er þó lykilatriði, í það minnsta fyrst á tímabilinu, að flugan veiði á nokkru dýpi. Það er mikið af góðum veiðivötnum á vesturlandi og ásamt Hraunsfirði er Hraunsfjarðarvatn, Langavatn, Hítarvatn og Baulárvatn sem eru innan Veiðikortsins eru mörg veiðisvæði þessu til viðbótar og núna þegar sumarið er aðeins farið að gægjast inn á veiðin í öllum þessum vötnum eftir að taka mikið við sér. Mest lesið Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Gamla metið slegið tvöfalt Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði
Hraunsfjörður er afskaplega skemmtilegt veiðisvæði enda gengur mikið af bleikju þangað inn og hún getur á tíðum verið mjög væn. Það gleður þess vegna veiðimenn að fá fréttir þaðan en nú þegar hafa nokkrir skroppið vestur og sett í nokkrar bleikjur. Bleikjan sem finnst í vatninu núna er vel haldin og virðist hafa haft gott æti í vetur. Þó svo að besti tíminn í Hraunsfirði sé að öllu jöfnu frá byrjun júlí er oft mikið af bleikju í vatninu og það bætist svo bara við þá torfu þegar sjóbleikjan gengur inn. Bestum árangri ná veiðimenn á flugur sem líkjast marfló og er veidd frekar djúpt í litlum stuttum rykkjum sem er einmitt hreyfing marflóa. Bleikleitar eða rauðleitar flugur gefa vel sem og Heimasætan í púpuafbrigði en annars eru margar flugur sem ganga. það er þó lykilatriði, í það minnsta fyrst á tímabilinu, að flugan veiði á nokkru dýpi. Það er mikið af góðum veiðivötnum á vesturlandi og ásamt Hraunsfirði er Hraunsfjarðarvatn, Langavatn, Hítarvatn og Baulárvatn sem eru innan Veiðikortsins eru mörg veiðisvæði þessu til viðbótar og núna þegar sumarið er aðeins farið að gægjast inn á veiðin í öllum þessum vötnum eftir að taka mikið við sér.
Mest lesið Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Gamla metið slegið tvöfalt Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði