Nýtt bílaumboð með Fiat og Chrysler bílum Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2016 09:38 Jeep Wrangler Renegade er einn þeirra bíla sem framleiddur er hjá Fiat Chrysler bílasamsteypunni. Nýtt umboð fyrir eina stærstu bílasamsteypu heims, Fiat Chrysler Automobiles (FCA) opnar hér á landi á næstunni. FCA er sjöundi stærsti bílaframleiðandi í heimi en bæði Fiat og Chrysler hafa verið án formlegs umboðsaðila hér á landi um árabil. FCA-samsteypan varð til með formlegum hætti með samruna Fiat S.p.A og Chrysler Group LLC í október 2014. Fiat var stofnað árið 1899 og Chrysler árið 1925. Það eru forsvarsmenn bílasölunnar Ís-Band í Mosfellsbæ sem hafa náð samningum um að opna umboð fyrir FCA, en um formlega opnun umboðsins verður tilkynnt fljótlega. Að sögn þeirra Ís-Bands-manna er þetta afrakstur fjögurra ára samningaferlis, sem lauk nýlega með undirritun samninga bæði vestan hafs og austan. Þessa dagana er verið að undirbúa endanlegar pantanir á bílum og fá staðfestingar á afgreiðslu. Ljóst er að um mikla breidd verður að ræða, jafnt undir merkjum Chrysler og Fiat. Fyrstu bílarnir á vegum þessa nýja umboðs eru þó þegar á leið til landsins en það eru bílar sem ætlaðir eru í bílaleigur. Í byrjun er gert ráð fyrir að aðsetur þessa nýja bílaumboðs verði í miðbæ Mosfellsbæjar þar sem aðsetur Ís-Band er í dag, en búið er að tryggja húsnæði fyrir rúmgott þjónustuverkstæði með mikla lofthæð á Ártúnshöfðanum.Mikil reynsla í bílainnflutningiÍs-Band var stofnað af Októ Þorgrímssyni árið 1998 í þeim tilgangi að flytja inn notaðar bifreiðar frá Bandaríkjunum og Kanada. Fyrirtækið hefur þróast yfir í það að flytja einnig inn nýja bíla, mótorhjól, fellihýsi o.fl. Ís-Band er með viðskiptasambönd á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu og hefur byggt upp regluleg viðskipti og traust við ákveðna birgja. Ís-Band hefur meðal annars flutt inn stóran hluta þeirra Jeep jeppa sem eru í umferðinni hér á landi í dag en Jeep bílamerkið er eitt þeirra bílamerkja sem tilheyra Fiat Chrysler samstæðunni. Það gera einnig bílamerkin Dodge, Ram, Maserati og Alfa Romeo. Það er billinn.is sem greinir frá þessu nýja bílaumboði. Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent
Nýtt umboð fyrir eina stærstu bílasamsteypu heims, Fiat Chrysler Automobiles (FCA) opnar hér á landi á næstunni. FCA er sjöundi stærsti bílaframleiðandi í heimi en bæði Fiat og Chrysler hafa verið án formlegs umboðsaðila hér á landi um árabil. FCA-samsteypan varð til með formlegum hætti með samruna Fiat S.p.A og Chrysler Group LLC í október 2014. Fiat var stofnað árið 1899 og Chrysler árið 1925. Það eru forsvarsmenn bílasölunnar Ís-Band í Mosfellsbæ sem hafa náð samningum um að opna umboð fyrir FCA, en um formlega opnun umboðsins verður tilkynnt fljótlega. Að sögn þeirra Ís-Bands-manna er þetta afrakstur fjögurra ára samningaferlis, sem lauk nýlega með undirritun samninga bæði vestan hafs og austan. Þessa dagana er verið að undirbúa endanlegar pantanir á bílum og fá staðfestingar á afgreiðslu. Ljóst er að um mikla breidd verður að ræða, jafnt undir merkjum Chrysler og Fiat. Fyrstu bílarnir á vegum þessa nýja umboðs eru þó þegar á leið til landsins en það eru bílar sem ætlaðir eru í bílaleigur. Í byrjun er gert ráð fyrir að aðsetur þessa nýja bílaumboðs verði í miðbæ Mosfellsbæjar þar sem aðsetur Ís-Band er í dag, en búið er að tryggja húsnæði fyrir rúmgott þjónustuverkstæði með mikla lofthæð á Ártúnshöfðanum.Mikil reynsla í bílainnflutningiÍs-Band var stofnað af Októ Þorgrímssyni árið 1998 í þeim tilgangi að flytja inn notaðar bifreiðar frá Bandaríkjunum og Kanada. Fyrirtækið hefur þróast yfir í það að flytja einnig inn nýja bíla, mótorhjól, fellihýsi o.fl. Ís-Band er með viðskiptasambönd á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu og hefur byggt upp regluleg viðskipti og traust við ákveðna birgja. Ís-Band hefur meðal annars flutt inn stóran hluta þeirra Jeep jeppa sem eru í umferðinni hér á landi í dag en Jeep bílamerkið er eitt þeirra bílamerkja sem tilheyra Fiat Chrysler samstæðunni. Það gera einnig bílamerkin Dodge, Ram, Maserati og Alfa Romeo. Það er billinn.is sem greinir frá þessu nýja bílaumboði.
Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent