Hekla og IKEA sameinast um umhverfisvænni samgöngumáta Finnur Thorlacius skrifar 26. ágúst 2016 09:21 Rafmagnsbílar í hleðslu fyrir utan IKEA. Hekla hf. og IKEA hafa sameinast um að leggja sitt af mörkum til umhverfisvænni samgöngumáta með því að setja upp 10 hleðslustöðvar fyrir rafmagns- og tengiltvinnbíla við verslun IKEA í Garðabæ. „IKEA hefur sett sér það markmið að vera í fararbroddi þegar kemur að umhverfisvernd í sem víðustum skilning þess orðs. Það er stefna fyrirtækisins að gera almenningi kleift að lifa umhverfisvænna lífi án þess að viðkomandi þurfi að finnast hann vera að fara á mis við einhver gæði. Þetta á við um að draga úr rafmagnsnotkun, vatnsnotkun, hjálpa fólki með flokkun og endurvinnslu svo eitthvað sé nefnt,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. „Útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna til og frá verslun IKEA er liður sem við teljum okkur geta haft áhrif á. Við erum þess fullviss að almenn rafbílavæðing er handan við hornið og hún muni marka vatnaskil í samgöngum okkar allra,“ segir Þórarinn. Með þessari uppsetningu geta viðskiptavinir hlaðið bíla sína verulega meðan á verslunarferð stendur og minnkað þannig útblástur. „Hleðslustöðvarnar 10 eru fyrir bæði rafmagns- og tengiltvinnbíla og passa fyrir Mitsubishi, Volkswagen og Audi bíla og við erum sannfærð um að viðskiptavinir IKEA og Heklu kunni að meta þessa þjónustu. HEKLA er leiðandi í sölu á rafmagns- og tengiltvinnbílum og uppsetning þessara stöðva er þáttur í þjónustu við þá sem velja umhverfsvæna samgöngumáta,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu. Fastlega má reikna með að hleðslustöðvum við IKEA fjölgi jafnt og þétt í takt við aukna eftirspurn viðskiptavina fyrirtækisins.Forstjórar HEKLU og IKEA fagna uppsetningu hleðslustöðvanna. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Hekla hf. og IKEA hafa sameinast um að leggja sitt af mörkum til umhverfisvænni samgöngumáta með því að setja upp 10 hleðslustöðvar fyrir rafmagns- og tengiltvinnbíla við verslun IKEA í Garðabæ. „IKEA hefur sett sér það markmið að vera í fararbroddi þegar kemur að umhverfisvernd í sem víðustum skilning þess orðs. Það er stefna fyrirtækisins að gera almenningi kleift að lifa umhverfisvænna lífi án þess að viðkomandi þurfi að finnast hann vera að fara á mis við einhver gæði. Þetta á við um að draga úr rafmagnsnotkun, vatnsnotkun, hjálpa fólki með flokkun og endurvinnslu svo eitthvað sé nefnt,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. „Útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna til og frá verslun IKEA er liður sem við teljum okkur geta haft áhrif á. Við erum þess fullviss að almenn rafbílavæðing er handan við hornið og hún muni marka vatnaskil í samgöngum okkar allra,“ segir Þórarinn. Með þessari uppsetningu geta viðskiptavinir hlaðið bíla sína verulega meðan á verslunarferð stendur og minnkað þannig útblástur. „Hleðslustöðvarnar 10 eru fyrir bæði rafmagns- og tengiltvinnbíla og passa fyrir Mitsubishi, Volkswagen og Audi bíla og við erum sannfærð um að viðskiptavinir IKEA og Heklu kunni að meta þessa þjónustu. HEKLA er leiðandi í sölu á rafmagns- og tengiltvinnbílum og uppsetning þessara stöðva er þáttur í þjónustu við þá sem velja umhverfsvæna samgöngumáta,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu. Fastlega má reikna með að hleðslustöðvum við IKEA fjölgi jafnt og þétt í takt við aukna eftirspurn viðskiptavina fyrirtækisins.Forstjórar HEKLU og IKEA fagna uppsetningu hleðslustöðvanna.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent