Laxeldið gæti framleitt meira en íslenskur landbúnaður sveinn arnarsson skrifar 26. ágúst 2016 07:00 Byggð á Vestfjörðum gæti styrkst verulega ef áform um laxeldi í vestfirskum fjörðum heppnast. Í ár verða framleidd við Íslandsstrendur um fimmtán þúsund tonn af eldislaxi og er það mat Landssambands fiskeldisstöðva að innan þriggja ára gæti slátrun eldisfisks hér á landi orðið meiri en samanlögð kjötframleiðsla hér á landi. Norska fyrirtækið NRS hefur keypt helming hlutafjár í fyrirtækinu Arctic Fish á rúma 3,7 milljarða króna og mun koma að starfsemi fyrirtækisins hér á landi.Höskuldur Steinarsson, formaður landssambands fiskeldisstöðvaNRS í Noregi slátraði um það bil 27 þúsund tonnum í fyrra, eða ríflega tvöföldu því sem öll fyrirtækin á Íslandi framleiddu. Fyrirtækið er nokkuð stórt, með um 132 starfsmenn og framleiðir lax í sjókvíum á þrjátíu og fimm stöðum við strendur Noregs. Fyrirtækið er skráð í kauphöll og er í dreifðri eign en 20 stærstu hluthafarnir eiga samtals 85 prósenta hlut í fyrirtækinu og á sá stærsti um 15 prósent. Fyrirtækið komst í fréttirnar fyrir nokkrum árum þegar eldisfiskur úr kvíum þess slapp í Alta-ána í Finnmörku, eina frægustu laxveiðiá í okkar heimshluta. „Við teljum afar jákvætt fyrir greinina að erlendir aðilar, sem hafa áratuga langa reynslu af eldi, skuli sýna íslensku fyrirtækjunum áhuga. Engin þjóð ver meira fjármagni og mannafla í rannsóknir, þróun búnaðar og umhverfismál fiskeldis en einmitt Norðmenn. Þess vegna er það mikill akkur fyrir okkur að fá þá til liðs við greinina,“ segir Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssamband fiskeldisstöðva.Jón Gunnarsson segir það skipta máli að laxeldisfyrirtæki skuli vera staðsett á svæðum sem hafa átt undir högg að sækja síðustu ár og áratugi.Orri Vigfússon, formaður NASF, félags sem vill vernda Norður-Atlantshafslaxinn, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að norsk fyrirtæki væru hingað komin til að ásælast nánast ókeypis aðstöðu í íslenskum fjörðum, mun ódýrara en í Noregi. Þessu vísar Höskuldur á bug. „Okkur þykir afar miður að Norðmenn skuli gerðir tortryggilegir eins og skilja má á orðum Orra Vigfússonar. Aðkoma Norðmanna er staðfesting á því að frumkvöðlarnir á Íslandi voru og eru á réttri braut.“ Ef laxeldi nær að vaxa og dafna eins og spár gera ráð fyrir er ljóst að atvinnugreinin mun velta miklum fjárhæðum á sama tíma og hún nýtir sér íslenska náttúru og gæði sem ekki eru endalaus. Því vaknar sú spurning hvernig skattlagningu á þessi fyrirtæki verði háttað í framtíðinni. „Það hefur ekki verið horft til þess síðustu ár að fyrirtækin greiði einhvers konar auðlindagjald. Það er auðvitað spurning hversu mikið á að skattleggja fyrirtæki og við þurfum að skoða það vandlega áður en farið er í það að íþyngja fyrirtækjum með frekari skattheimtu,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Í ár verða framleidd við Íslandsstrendur um fimmtán þúsund tonn af eldislaxi og er það mat Landssambands fiskeldisstöðva að innan þriggja ára gæti slátrun eldisfisks hér á landi orðið meiri en samanlögð kjötframleiðsla hér á landi. Norska fyrirtækið NRS hefur keypt helming hlutafjár í fyrirtækinu Arctic Fish á rúma 3,7 milljarða króna og mun koma að starfsemi fyrirtækisins hér á landi.Höskuldur Steinarsson, formaður landssambands fiskeldisstöðvaNRS í Noregi slátraði um það bil 27 þúsund tonnum í fyrra, eða ríflega tvöföldu því sem öll fyrirtækin á Íslandi framleiddu. Fyrirtækið er nokkuð stórt, með um 132 starfsmenn og framleiðir lax í sjókvíum á þrjátíu og fimm stöðum við strendur Noregs. Fyrirtækið er skráð í kauphöll og er í dreifðri eign en 20 stærstu hluthafarnir eiga samtals 85 prósenta hlut í fyrirtækinu og á sá stærsti um 15 prósent. Fyrirtækið komst í fréttirnar fyrir nokkrum árum þegar eldisfiskur úr kvíum þess slapp í Alta-ána í Finnmörku, eina frægustu laxveiðiá í okkar heimshluta. „Við teljum afar jákvætt fyrir greinina að erlendir aðilar, sem hafa áratuga langa reynslu af eldi, skuli sýna íslensku fyrirtækjunum áhuga. Engin þjóð ver meira fjármagni og mannafla í rannsóknir, þróun búnaðar og umhverfismál fiskeldis en einmitt Norðmenn. Þess vegna er það mikill akkur fyrir okkur að fá þá til liðs við greinina,“ segir Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssamband fiskeldisstöðva.Jón Gunnarsson segir það skipta máli að laxeldisfyrirtæki skuli vera staðsett á svæðum sem hafa átt undir högg að sækja síðustu ár og áratugi.Orri Vigfússon, formaður NASF, félags sem vill vernda Norður-Atlantshafslaxinn, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að norsk fyrirtæki væru hingað komin til að ásælast nánast ókeypis aðstöðu í íslenskum fjörðum, mun ódýrara en í Noregi. Þessu vísar Höskuldur á bug. „Okkur þykir afar miður að Norðmenn skuli gerðir tortryggilegir eins og skilja má á orðum Orra Vigfússonar. Aðkoma Norðmanna er staðfesting á því að frumkvöðlarnir á Íslandi voru og eru á réttri braut.“ Ef laxeldi nær að vaxa og dafna eins og spár gera ráð fyrir er ljóst að atvinnugreinin mun velta miklum fjárhæðum á sama tíma og hún nýtir sér íslenska náttúru og gæði sem ekki eru endalaus. Því vaknar sú spurning hvernig skattlagningu á þessi fyrirtæki verði háttað í framtíðinni. „Það hefur ekki verið horft til þess síðustu ár að fyrirtækin greiði einhvers konar auðlindagjald. Það er auðvitað spurning hversu mikið á að skattleggja fyrirtæki og við þurfum að skoða það vandlega áður en farið er í það að íþyngja fyrirtækjum með frekari skattheimtu,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira