Flóðin í Þýskalandi stöðva bílaframleiðslu Audi Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2016 10:03 Mikið tjón varð af flóðunum í suðvesturhluta Þýskalands. Hin miklu flóð sem orðið hafa í suðvesturhluta Þýskalands stöðvuðu bílaframleiðslu tímabundið í verksmiðju Audi í Neckarsulm. Þar eru framleiddir bílarnir Audi A4, A5, A6, A7 og A8, auk sportbílsins R8 og RS bílar Audi. Hlutar af verksmiðju Audi í Neckarsulm voru umflotnir vatni á sunnudaginn og fyrri hluta mánudags. Framleiðslutap í verksmiðjunni er ekki ljóst en þar eru framleiddir um 1.300 bílar á dag. Í verksmiðjunni vinna 16.000 starfsmenn og í henni voru framleiddir alls 272.103 bílar í fyrra. Nú er framleiðsla í verksmiðjunni aftur komin af stað. Fjögur dauðsföll urðu í suðvesturhluta Þýskalands af völdum flóðanna um helgina. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent
Hin miklu flóð sem orðið hafa í suðvesturhluta Þýskalands stöðvuðu bílaframleiðslu tímabundið í verksmiðju Audi í Neckarsulm. Þar eru framleiddir bílarnir Audi A4, A5, A6, A7 og A8, auk sportbílsins R8 og RS bílar Audi. Hlutar af verksmiðju Audi í Neckarsulm voru umflotnir vatni á sunnudaginn og fyrri hluta mánudags. Framleiðslutap í verksmiðjunni er ekki ljóst en þar eru framleiddir um 1.300 bílar á dag. Í verksmiðjunni vinna 16.000 starfsmenn og í henni voru framleiddir alls 272.103 bílar í fyrra. Nú er framleiðsla í verksmiðjunni aftur komin af stað. Fjögur dauðsföll urðu í suðvesturhluta Þýskalands af völdum flóðanna um helgina.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent