Aðdáendur höfðu sumir hverjir farið ófögrum orðum um hina sautján ára gömlu Richie sem virðist nýjasta kærasta kanadíska tónlistarmannsins. Svo fór að Bieber stóð við orð sín því aðgangur hans á Instagram finnst ekki lengur við leit.
Allt var með kyrrum kjörum þar til fyrrverandi kærasta Bieber, Selena Gomez, steig inn í umræðuna. Gomez hló að hótun Bieber og sagði hann þurfa að taka ummælunum ef hann ætlaði að standa í því að birta myndir af nýja parinu. Það væri hennar skoðun að hann ætti að halda myndum af þeim tveimur útaf fyrir sig.
Sjá einnig:Hver er þessi Sofia Richie?
Hófst í framhaldinu rifrildi þeirra á milli þar sem Bieber sakaði Gomez um að hafa nýtt sér frægð Bieber til eigin frama. Gomez sakaði Bieber hins vegar um framhjáhald þegar þau voru par. Töluvert drama.
Bieber er ekki fyrsti tónlistarmaðurinn til að hætta á Instagram. Breska hljómsveitin Radiohead gerði slíkt hið sama á dögunum en þó á allt öðrum forsendum.
Bieber heldur tónleika í Kórnum 8. og 9. september næstkomandi. Hann er iðinn við kolann á Instagram og ljóst að Íslandskynningin verður eitthvað minni í tengslum við tónleikana ef hann birtir engar myndir frá ferðalagi sínu til Íslands á Instagram. Heimsókn hans til Íslands fyrir tæpu ári vakti mikla athygli.
Að neðan má sjá myndband við lag Biebers, I'll show you, sem var tekið upp á Íslandi.