Lífið

Fyrsta stiklan fyrir Steypustöðina

Stefán Ó. Jónsson skrifar
„Þetta verður með svipuðu sniði og Steindinn okkar og Svínasúpan enda sömu handritshöfundar sem vinna að þáttunum, þannig fólk ætti svolítið að geta getið sér til um hvernig serían verður,“ sagði Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr, í samtali við fréttastofu um nýja gamanþætti sem hefja göngu sína á Stöð 2 í byrjun næsta árs.

Þættirnir nefnast Steypustöðin og með aðalhlutverk fara auk Steinda sjálfs, Sverrir Þór Sverrisson, Saga Garðarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Auðunn Blöndal og María Guðmundsdóttir.

Sjá einnig: María er leynivopn Steypustöðvarinnar

Fyrsta stiklan úr þáttunum var frumsýnd í kvöld, í sérstökum afmælisþætti Stöðvar 2 sem fagnaði 30 ára afmæli sínu í dag.

Hana má sjá í spilaranum hér að ofan. Áður má heyra Loga Bergmann ræða við þá Steinda, Sveppa og Audda um þættina.


Tengdar fréttir

María er leynivopn Steypustöðvarinnar

Steypustöðin eru nýir gamanþættir sem sýndir verða á Stöð 2 í byrjun næsta ár. Þættirnir eru úr smiðju Steinda Jr sem segir handritið líta í það minnsta líta vel út á blaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.