Lífið

Hvaða lag byrjar svona?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hreimur Örn Heimisson hefur verið með skemmtilegan spurningaþátt á Stöð 2 í sumar sem ber nafnið Nettir kettir.

Þar fær hann til sín þekkta tónlistarmenn sem keppa í spurningaleik tengdum tónlistarbransanum.

Í þættinum sem verður sýndur annað kvöld verða gestirnir af dýrari gerðinni;

Kári Jónsson - Bassaleikari í 200 000 Naglbítum

Vilhelm Anton Jónsson. Gítarleikari og söngvari 200 000 Naglbíta

Brynhildur Oddsdóttir. Tónlistarkona

Sigurður Guðmundsson - Tónlistarmaður í Hjálmum

Sóley  - Tónlistarkona

Eyþór Ingi  - Tónlistarmaður

Eyþór Ingi og Sóley syngja hér intro að þekktu lagi sem Siggi í Hjálmum reynir að þekkja í þættinum Nettir kettir á Stöð 2. Og nú er spurning, hvaða lag eru þau að syngja? Hér má sjá svarið.

Nettir kettir er á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum. Hér að ofan má sjá flutninginn.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×