105 ára og syngur í kór - Sérrí og Baileys eftir æfingu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. september 2024 20:05 Þórunn, 105 ára ásamt nokkrum félögum sínum í kórnum. Það slær ekki slöku við heimilisfólkið á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi því þau eru með kór þar sem elsti félaginn er 105 ára gamall. Eftir æfingu er boðið upp á sérríglas og Baileys. Æfingar fara fram einu sinni í viku í klukkutíma í senn þar sem tónlist er spiluð, allir fá þessu fínu sönghefti og svo syngur hver með sínu nefi. Stjórnandi kórsins og stuðboltinn í þessu skemmtilega verkefni eru Valgerður Anna Þórisdóttir, en mamma hennar er á hjúkrunarheimilinu og ömmu stelpa Valgerðar, Elfa Þórunn 9 ára á heiðurinn af myndinni á söngheftunum. Og stundum er líka dansað á kóræfingunum. „Eigum við ekki að taka næsta lag, jú, við ætlum að fara til Akureyrar, við ætlum í Vaglaskóginn,“ segir Valgerður Anna yfir hópinn og bætir við. „Þetta gefur mér alltaf ást í hjartað.“ Valgerður Anna Þórisdóttir stjórnandi kórsins, sem er allt í öllu þegar kórinn er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað kom til að mamma Valgerðar Önnu fékk hugmyndina um stofnun kórsins fyrir fimm árum ? „Ég veit það ekki, bara gaman, hafa fjör lifa lífinu, það er svo gaman að vera til,“ segir Valdís Samúelsdóttir, 88 ára íbúi á Eir. Valdís Samúelsdóttir 88 ára íbúi á Eir, sem átti hugmyndina að stofnun kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg stórkostlegt, þetta er ekki gert í Vestmannaeyjum en það er margt gert skemmtilegt þar,“ segir Sigríður Inga Sigurðardóttir 99 ára Vestmanneyingur og íbúi á Eir, sem er í kórnum. Kórinn gefur heimilisfólkinu mjög mikið enda alltaf gleði og fjör á æfingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það aldursforsetinn í kórnum, Þórunn Baldursdóttir, sem er 105 ára gömul en hún er næst elsti Íslendingurinn. Þetta er fjörugur hópur sem er að syngja hérna, finnst þér það ekki? „Já, sjálfsagt er það, jú, jú, nei, ég er leiðinleg,“ segir Þórunn. Ertu leiðinleg, ég trúi því nú ekki. „Jú, jú segir hún og hlær.“ Hvernig er að vera 105 ára, er það ekki frábært? „Jú, jú, það er bara alveg eins og að vera hinsegin,“ segir hún brosandi. Og Elfa Þórunn níu ára mætir á allar æfingar kórsins með ömmu sinni. „Já, ég kem einu sinni í viku og syng með öllu fólkinu, þetta er alltaf jafn skemmtilegt,“ segir hún galvösk. Elfa Þórunn Ólafsdóttir, níu ára 9 ára, sem sá um að skreyta forsíður söngheftanna, auk þess syngur hún alltaf með fólkinu einu sinni í viku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í lok æfingarinnar mætti Fjóla Bjarnadóttir forstöðumaður hjúkrunar á Eir með þessi skilaboð til kórsins. „Heyrðu, nú er það þannig að við bætum lífi við árin og fáum okkur Serrí og þeir sem vilja og líka Baieys fyrir þá sem vilja en það er kaffi líka á eftir og sætabrauð. Skál í boðinu.“ Reykjavík Hjúkrunarheimili Kórar Eldri borgarar Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Æfingar fara fram einu sinni í viku í klukkutíma í senn þar sem tónlist er spiluð, allir fá þessu fínu sönghefti og svo syngur hver með sínu nefi. Stjórnandi kórsins og stuðboltinn í þessu skemmtilega verkefni eru Valgerður Anna Þórisdóttir, en mamma hennar er á hjúkrunarheimilinu og ömmu stelpa Valgerðar, Elfa Þórunn 9 ára á heiðurinn af myndinni á söngheftunum. Og stundum er líka dansað á kóræfingunum. „Eigum við ekki að taka næsta lag, jú, við ætlum að fara til Akureyrar, við ætlum í Vaglaskóginn,“ segir Valgerður Anna yfir hópinn og bætir við. „Þetta gefur mér alltaf ást í hjartað.“ Valgerður Anna Þórisdóttir stjórnandi kórsins, sem er allt í öllu þegar kórinn er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað kom til að mamma Valgerðar Önnu fékk hugmyndina um stofnun kórsins fyrir fimm árum ? „Ég veit það ekki, bara gaman, hafa fjör lifa lífinu, það er svo gaman að vera til,“ segir Valdís Samúelsdóttir, 88 ára íbúi á Eir. Valdís Samúelsdóttir 88 ára íbúi á Eir, sem átti hugmyndina að stofnun kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg stórkostlegt, þetta er ekki gert í Vestmannaeyjum en það er margt gert skemmtilegt þar,“ segir Sigríður Inga Sigurðardóttir 99 ára Vestmanneyingur og íbúi á Eir, sem er í kórnum. Kórinn gefur heimilisfólkinu mjög mikið enda alltaf gleði og fjör á æfingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það aldursforsetinn í kórnum, Þórunn Baldursdóttir, sem er 105 ára gömul en hún er næst elsti Íslendingurinn. Þetta er fjörugur hópur sem er að syngja hérna, finnst þér það ekki? „Já, sjálfsagt er það, jú, jú, nei, ég er leiðinleg,“ segir Þórunn. Ertu leiðinleg, ég trúi því nú ekki. „Jú, jú segir hún og hlær.“ Hvernig er að vera 105 ára, er það ekki frábært? „Jú, jú, það er bara alveg eins og að vera hinsegin,“ segir hún brosandi. Og Elfa Þórunn níu ára mætir á allar æfingar kórsins með ömmu sinni. „Já, ég kem einu sinni í viku og syng með öllu fólkinu, þetta er alltaf jafn skemmtilegt,“ segir hún galvösk. Elfa Þórunn Ólafsdóttir, níu ára 9 ára, sem sá um að skreyta forsíður söngheftanna, auk þess syngur hún alltaf með fólkinu einu sinni í viku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í lok æfingarinnar mætti Fjóla Bjarnadóttir forstöðumaður hjúkrunar á Eir með þessi skilaboð til kórsins. „Heyrðu, nú er það þannig að við bætum lífi við árin og fáum okkur Serrí og þeir sem vilja og líka Baieys fyrir þá sem vilja en það er kaffi líka á eftir og sætabrauð. Skál í boðinu.“
Reykjavík Hjúkrunarheimili Kórar Eldri borgarar Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp