Taka upp heimildamynd um víkingaklappið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2016 21:00 Tökulið frá Bretlandi er á landinu þessa dagana til að taka upp heimildamynd um víkingaklappið sem íslenskir stuðningsmenn landsliðsins í fótbolta gerðu heimsfrægt á EM í sumar. Leikstjórinn, David Schofield, kom í dag til landsins ásamt fjögurra manna tökuliði. Hann hefur langað að vita meira um klappið góða frá því að hann horfði á íslenska landsliðið sigra það enska á EM í sumar. „Þetta er mjög einstakt og eitthvað sem maður myndi ekki sjá á enskum fótboltaleik. Eining fólksins og samkennd er mjög sérstök og ég vil komast að meiru um þetta,” segir David en hann verður hér á landinu fram á miðvikudag og vonast til að hitta fjölbreyttan hóp Íslendinga á þeim tíma, sem segja honum frá þeirra upplifun af klappinu. „Við myndum margt mismunandi fólk, við tökum upp með miklum stuðningsmanni í íslensku treyjunni, krakka hérna á fótboltavelli í dag, kraftakarl og við myndum líka íslenska fjölskyldu. Ég ætla að mynda sjómenn á morgun og ýmislegt annað.“ Tökunum mun ljúka á því að David myndar stóran hóp fólks að gera víkingaklappið saman. David hvetur því alla sem sem hafa áhuga á að taka þátt en tökurnar munu fara fram að Rauðhólum í Heiðmörk klukkan sex á þriðjudag. Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Tökulið frá Bretlandi er á landinu þessa dagana til að taka upp heimildamynd um víkingaklappið sem íslenskir stuðningsmenn landsliðsins í fótbolta gerðu heimsfrægt á EM í sumar. Leikstjórinn, David Schofield, kom í dag til landsins ásamt fjögurra manna tökuliði. Hann hefur langað að vita meira um klappið góða frá því að hann horfði á íslenska landsliðið sigra það enska á EM í sumar. „Þetta er mjög einstakt og eitthvað sem maður myndi ekki sjá á enskum fótboltaleik. Eining fólksins og samkennd er mjög sérstök og ég vil komast að meiru um þetta,” segir David en hann verður hér á landinu fram á miðvikudag og vonast til að hitta fjölbreyttan hóp Íslendinga á þeim tíma, sem segja honum frá þeirra upplifun af klappinu. „Við myndum margt mismunandi fólk, við tökum upp með miklum stuðningsmanni í íslensku treyjunni, krakka hérna á fótboltavelli í dag, kraftakarl og við myndum líka íslenska fjölskyldu. Ég ætla að mynda sjómenn á morgun og ýmislegt annað.“ Tökunum mun ljúka á því að David myndar stóran hóp fólks að gera víkingaklappið saman. David hvetur því alla sem sem hafa áhuga á að taka þátt en tökurnar munu fara fram að Rauðhólum í Heiðmörk klukkan sex á þriðjudag.
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira