Lífið

Ólafur Arnalds Island Songs: Endar á eigin heimaslóðum

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Síðasta lagið í Island Songs seríu Ólafs Arnalds kom út í dag. Hann hefur á sjö vikum ferðast víða um landið og unnið lög með völdu tónlistarfólki á þeirra heimaslóðum.  Þannig vann hann til dæmis með Hollywood-tónskáldinu Atla Örvarssyni á Akureyri og Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur úr Of Monsters and Men í Garði á Reykjanesi. Það er því við hæfi að hann endi ferðalagið á sínum eigin heimaslóðum eða í Reykjavík.

Eins og áður er lagið hljóðritað í beinum flutning sem leikstjórinn Baldvin Z fangar á sama tíma. Í þetta skiptið vinnur Ólafur lagið einn og flytur ásamt strengja kvintett í Iðnó við Reykjavíkurtjörn. Fyrir upptökuna bauð Ólafur vinum og vandamönnum til þess að vera viðstaddir og má sjá þau sitja á gólfinu á meðan lagið Doria er flutt.

Lagið má sjá og heyra hér að ofan.

Þar með hafa öll lögin sjö af Island songs fengið útgáfu en ævintýrið er ekki úti enn. Því Ólafur og Baldvin hafa þessar sjö vikur verið að vinna að mynd sem fær útgáfu í haust á sama tíma og áþreifanlegar útgáfur plötunnar sjá dagsins ljós.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.