Hreiðar Már telur að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi brotið gegn sakamálalögum, lögreglulögum og almennum hegningarlögum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. ágúst 2016 13:36 Hreiðar Már Sigurðsson og Ólafur Þór Hauksson. vísir Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings telur að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi haldið mikilvægum sönnunargögnum frá honum og öðrum sakborningum í CLN-málinu svokallaða og þannig brotið gegn sakamálalögum, lögreglulögum og almennum hegningarlögum. Að mati Hreiðars varða ætluð brot „misbeitingu opinbers valds í því skyni að ná fram sakfellingu og þar með refsingu gegn einstaklingum fyrir dómi,“ að því er segir í kæru Hreiðars til ríkissaksóknara, en greint var frá kærunni í fjölmiðlum í gær. Kæran var send í febrúar síðastliðnum en í henni er krafist að það verði rannsakað hvort starfsmenn sérstaks saksóknara hafi leynt mikilvægum gögnum í málinu. Er þetta í þriðja sinn sem Hreiðar Már kærir starfsmenn sérstaks saksóknara en hinar tvær kærurnar sneru að símhlustunum og hlusturnarúrskurði í tengslum við Al Thani-málið. Báðar þær kærur voru felldar niður. Hreiðar afplánar nú einmitt dóm vegna þess máls á Vernd en hann var dæmdur í fimm og hálfs árs langt fangelsi í Hæstarétti í febrúar í fyrra.Hafnar ásökunum Hreiðars Más Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrum sérstakur saksóknari segist í samtali við Vísi lítið geta tjáð sig um kæruna þar sem CLN-málið er enn til meðferðar hjá Hæstarétti. Ólafur Þór hafnar þó öllum ásökunum um að starfsmenn embættisins hafi vísvitandi haldið gögnum frá sakborningum.Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson ásamt verjendum í dómsal við aðalmeðferð CLN-málsins í desember.vísir/stefánÍ CLN-málinu var Hreiðar ákærður ásamt þeim Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til fjögurra eignarhaldsfélaga haustið 2008 upp á samtals 510 milljónir evra til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingarálagi Kaupþings. Var markmið kaupanna að lækka skuldatryggingarálag bankans en lánin voru einnig notuð til að mæta veðköllum Deutsche vegna kaupanna þegar skuldatryggingarálag Kaupþings fór yfir ákveðin mörk. Þremenningarnir voru allir sýknaðir í janúar síðastliðnum og byggði niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur meðal annars á gögnum sem sakborningarnir fengu aðgang að með dómsúrskurði, en í dómnum segir: „Í ákærunni í málinu er byggt á því að lánin sem ákært er út af hafi verið „veitt án trygginga”. Ekki er að sjá að þessu mikilvæga atriði hafi verið gefinn sérstakur gaumur í rannsókn málsins.“ Farið fram á aðgang að fleiri gögnum í öllum sakamálunum Sérstakur saksóknari höfðaði alls fjögur sakamál á hendur Hreiðari og var deilt um aðgang að rannsóknargögnum í þeim öllum. Í samtali við Vísi segir Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, að í öllum málunum hafi verjendur gert kröfu um að fá aðgang að rannsóknargögnum en það var ekki fyrr en í CLN-málinu sem dómstólar féllust á að veita sakborningum aðgang að ákveðnum gögnum sem ákæruvaldið hafði ekki lagt fram. „Þeir sem hafa setið þessi réttarhöld hafa eflaust tekið eftir því að ég hef hamrað á þessu en þetta hefur ýmist enga umfjöllun fengið í þessum dómum eða þá að kröfunum um aukinn aðgang að gögnum hefur verið hafnað. Svo gerist það allt í einu í CLN málinu að við fáum takmarkaðan aðgang að tveimur tölvupósthólfum tveggja viðskiptastjóra. Það tók okkur aðeins örfáar klukkustundir að finna gögn sem skiptu verulegu máli og það eru gögn sem héraðsdómur tekur upp í forsendum sínum til að rökstyðja sýknudóm,“ segir Hörður og bætir við að þetta sýni alvarleika málsins og nauðsyn þess að grundvallarreglan um jafnan aðgang aðila að gögnum sé virt.Hörður Felix og Hreiðar Már í réttarsal.Vísir/GVAStórhættulegt ástand sem verður að laga Frá því var greint fyrr í sumar að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi krafið íslensk stjórnvöld svara um málsmeðferð Al-thani málsins. Sendar voru fjórar spurningar til yfirvalda og snýst ein spurningin um aðgang að gögnum. „Það gefur manni vonir um að þetta hafi vakið athygli manna þarna ytra og vonandi verður einhver fókus á þetta í framhaldinu. Að mínu viti er þetta ástand sem verður að laga því þetta er auðvitað stórhættulegt og algjörlega magnað að það skuli vera hægt að dæma í þessum málum núna án þess að það sé nokkur aðgangur að gögnum fyrir sakborninga önnur en þau sem ákæruvaldið hefur valið og það er þá engin leið til að finna út úr því hvort að öll gögn hafi skilað sér inn í málið sem skipta máli,“ segir Hörður Felix. Hörður Felix segist ekkert hafa heyrt frá ríkissaksóknara vegna málsins en í maí sendi hann bréf til embættisins fyrir hönd Hreiðars Más þar sem hann áréttaði kröfuna um rannsókn á starfsmönnum sérstaks saksóknara. Þá hvatti hann ríkissaksóknara til þess að falla frá áfrýjun CLN-málsins vegna annmarka sem Hreiðar telur að hafi verið á rannsókn málsins en í bréfinu kemur fram að ákæruvaldið hafi eftir sýknudóm héraðsdóms afhent verjendum endurrit 10 borðsímtala úr Kaupþingi í Lúxemborg. Endurritin voru ekki lögð fram í héraði þar sem sérstakur saksóknari taldi þau ekki bæta neinu við önnur gögn í málinu. Í bréfinu er athygli ríkissaksóknara vakin á því að um er að ræða samtímagögn sem snúast beint um þau viðskipti sem deilt var um í CLN-málinu. Tengdar fréttir Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00 Verjandi Hreiðars Más: „Rosalegt ef það getur hreinlega gerst að ákæruvaldið sitji á gögnum“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í CLN-málinu ekki koma á óvart. 26. janúar 2016 17:00 CLN-málið: Málsgögn bendi til að aðrir en Hreiðar Már hafi látið greiða út lán framhjá lánanefnd Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurð Einarsson af ákæru um umboðssvik. 26. janúar 2016 12:15 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings telur að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi haldið mikilvægum sönnunargögnum frá honum og öðrum sakborningum í CLN-málinu svokallaða og þannig brotið gegn sakamálalögum, lögreglulögum og almennum hegningarlögum. Að mati Hreiðars varða ætluð brot „misbeitingu opinbers valds í því skyni að ná fram sakfellingu og þar með refsingu gegn einstaklingum fyrir dómi,“ að því er segir í kæru Hreiðars til ríkissaksóknara, en greint var frá kærunni í fjölmiðlum í gær. Kæran var send í febrúar síðastliðnum en í henni er krafist að það verði rannsakað hvort starfsmenn sérstaks saksóknara hafi leynt mikilvægum gögnum í málinu. Er þetta í þriðja sinn sem Hreiðar Már kærir starfsmenn sérstaks saksóknara en hinar tvær kærurnar sneru að símhlustunum og hlusturnarúrskurði í tengslum við Al Thani-málið. Báðar þær kærur voru felldar niður. Hreiðar afplánar nú einmitt dóm vegna þess máls á Vernd en hann var dæmdur í fimm og hálfs árs langt fangelsi í Hæstarétti í febrúar í fyrra.Hafnar ásökunum Hreiðars Más Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrum sérstakur saksóknari segist í samtali við Vísi lítið geta tjáð sig um kæruna þar sem CLN-málið er enn til meðferðar hjá Hæstarétti. Ólafur Þór hafnar þó öllum ásökunum um að starfsmenn embættisins hafi vísvitandi haldið gögnum frá sakborningum.Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson ásamt verjendum í dómsal við aðalmeðferð CLN-málsins í desember.vísir/stefánÍ CLN-málinu var Hreiðar ákærður ásamt þeim Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til fjögurra eignarhaldsfélaga haustið 2008 upp á samtals 510 milljónir evra til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingarálagi Kaupþings. Var markmið kaupanna að lækka skuldatryggingarálag bankans en lánin voru einnig notuð til að mæta veðköllum Deutsche vegna kaupanna þegar skuldatryggingarálag Kaupþings fór yfir ákveðin mörk. Þremenningarnir voru allir sýknaðir í janúar síðastliðnum og byggði niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur meðal annars á gögnum sem sakborningarnir fengu aðgang að með dómsúrskurði, en í dómnum segir: „Í ákærunni í málinu er byggt á því að lánin sem ákært er út af hafi verið „veitt án trygginga”. Ekki er að sjá að þessu mikilvæga atriði hafi verið gefinn sérstakur gaumur í rannsókn málsins.“ Farið fram á aðgang að fleiri gögnum í öllum sakamálunum Sérstakur saksóknari höfðaði alls fjögur sakamál á hendur Hreiðari og var deilt um aðgang að rannsóknargögnum í þeim öllum. Í samtali við Vísi segir Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, að í öllum málunum hafi verjendur gert kröfu um að fá aðgang að rannsóknargögnum en það var ekki fyrr en í CLN-málinu sem dómstólar féllust á að veita sakborningum aðgang að ákveðnum gögnum sem ákæruvaldið hafði ekki lagt fram. „Þeir sem hafa setið þessi réttarhöld hafa eflaust tekið eftir því að ég hef hamrað á þessu en þetta hefur ýmist enga umfjöllun fengið í þessum dómum eða þá að kröfunum um aukinn aðgang að gögnum hefur verið hafnað. Svo gerist það allt í einu í CLN málinu að við fáum takmarkaðan aðgang að tveimur tölvupósthólfum tveggja viðskiptastjóra. Það tók okkur aðeins örfáar klukkustundir að finna gögn sem skiptu verulegu máli og það eru gögn sem héraðsdómur tekur upp í forsendum sínum til að rökstyðja sýknudóm,“ segir Hörður og bætir við að þetta sýni alvarleika málsins og nauðsyn þess að grundvallarreglan um jafnan aðgang aðila að gögnum sé virt.Hörður Felix og Hreiðar Már í réttarsal.Vísir/GVAStórhættulegt ástand sem verður að laga Frá því var greint fyrr í sumar að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi krafið íslensk stjórnvöld svara um málsmeðferð Al-thani málsins. Sendar voru fjórar spurningar til yfirvalda og snýst ein spurningin um aðgang að gögnum. „Það gefur manni vonir um að þetta hafi vakið athygli manna þarna ytra og vonandi verður einhver fókus á þetta í framhaldinu. Að mínu viti er þetta ástand sem verður að laga því þetta er auðvitað stórhættulegt og algjörlega magnað að það skuli vera hægt að dæma í þessum málum núna án þess að það sé nokkur aðgangur að gögnum fyrir sakborninga önnur en þau sem ákæruvaldið hefur valið og það er þá engin leið til að finna út úr því hvort að öll gögn hafi skilað sér inn í málið sem skipta máli,“ segir Hörður Felix. Hörður Felix segist ekkert hafa heyrt frá ríkissaksóknara vegna málsins en í maí sendi hann bréf til embættisins fyrir hönd Hreiðars Más þar sem hann áréttaði kröfuna um rannsókn á starfsmönnum sérstaks saksóknara. Þá hvatti hann ríkissaksóknara til þess að falla frá áfrýjun CLN-málsins vegna annmarka sem Hreiðar telur að hafi verið á rannsókn málsins en í bréfinu kemur fram að ákæruvaldið hafi eftir sýknudóm héraðsdóms afhent verjendum endurrit 10 borðsímtala úr Kaupþingi í Lúxemborg. Endurritin voru ekki lögð fram í héraði þar sem sérstakur saksóknari taldi þau ekki bæta neinu við önnur gögn í málinu. Í bréfinu er athygli ríkissaksóknara vakin á því að um er að ræða samtímagögn sem snúast beint um þau viðskipti sem deilt var um í CLN-málinu.
Tengdar fréttir Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00 Verjandi Hreiðars Más: „Rosalegt ef það getur hreinlega gerst að ákæruvaldið sitji á gögnum“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í CLN-málinu ekki koma á óvart. 26. janúar 2016 17:00 CLN-málið: Málsgögn bendi til að aðrir en Hreiðar Már hafi látið greiða út lán framhjá lánanefnd Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurð Einarsson af ákæru um umboðssvik. 26. janúar 2016 12:15 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00
Verjandi Hreiðars Más: „Rosalegt ef það getur hreinlega gerst að ákæruvaldið sitji á gögnum“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í CLN-málinu ekki koma á óvart. 26. janúar 2016 17:00
CLN-málið: Málsgögn bendi til að aðrir en Hreiðar Már hafi látið greiða út lán framhjá lánanefnd Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurð Einarsson af ákæru um umboðssvik. 26. janúar 2016 12:15