Bjarni Felixson áttræður: Fagnaði afmælinu oft í vinnunni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. desember 2016 14:30 Börn Bjarna Felixsonar halda veislu honum til heiðurs. vísir/stefán Bjarni Felixson, fyrrverandi íþróttafréttamaður og landsliðsmaður í knattspyrnu, fagnar í dag áttatíu ára afmæli sínu. Deginum mun Bjarni verja í faðmi fjölskyldunnar. Dagurinn í dag er ekki aðeins afmælisdagur íþróttalýsandans ástsæla því í dag eru 55 ár síðan Bjarni og Álfheiður Gísladóttir, eiginkona hans, opinberuðu trúlofun sína. Þau gengu í það heilaga 3. júní ári síðar. Sjálfur er Bjarni lítið afmælisbarn og segir það hafi í gegnum tíðina verið afar þægilegt að eiga afmæli 27. desember. Líkt og alþjóð veit fylgir sá dagur svo að segja alltaf öðrum í jólum og því hefur veisluhald oft farið fyrir ofan garð og neðan. „Ég hef sjaldan haldið upp á afmælið mitt. Það hafa verið veisluhöld dagana á undan og það er of mikið að hafa veislu fjórða daginn í röð,“ segir Bjarni. Sú regla er þó háð undantekningum. Bjarni hélt upp á fimmtugsafmælið sitt og bauð í heilmikla veislu þar sem fjölskylda hans og vinir drógu hann sundur og saman í háði. „Sú veisla yljar manni enn. Æran var gjörsamlega tætt af manni,“ segir Bjarni og hlær. Fór Ellert Schram, fyrrverandi þingmaður og samherji Bjarna í KR, þar fremstur í flokki að sögn afmælisbarnsins. Þetta er hins vegar í eina skiptið sem blásið var til stórrar veislu. Lýsing íþróttaviðburða var talsvert algengri heldur en afmælisveislur. „Það voru mjög oft handboltaleikir á afmælisdaginn sem ég lýsti. Það gerðist til dæmis reglulega að það var leikur milli Íslendinga og Dana,“ segir Bjarni. Hann segir það hafi ekki verið svo að menn kæmu þungir í leikina sökum veisluhaldsins dagana á undan. „Það var þá allavega jafnt á komið hjá Íslendingum og Dönum í þeim efnum.“ „Ég er afskaplega ríkur maður,“ segir Bjarni en þau Álfheiður eiga fjögur börn, níu barnabörn og eitt barnabarnabarn. „Börnin ætla að halda veislu í tilefni dagsins. Það verður matarboð fyrir mig og mína nánustu af þeim sökum. Ég fékk engu um það ráðið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Menning „Sorgleg þróun“ Lífið „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Lífið Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Lífið Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn Lífið Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Lífið Fleiri fréttir Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Sjá meira
Bjarni Felixson, fyrrverandi íþróttafréttamaður og landsliðsmaður í knattspyrnu, fagnar í dag áttatíu ára afmæli sínu. Deginum mun Bjarni verja í faðmi fjölskyldunnar. Dagurinn í dag er ekki aðeins afmælisdagur íþróttalýsandans ástsæla því í dag eru 55 ár síðan Bjarni og Álfheiður Gísladóttir, eiginkona hans, opinberuðu trúlofun sína. Þau gengu í það heilaga 3. júní ári síðar. Sjálfur er Bjarni lítið afmælisbarn og segir það hafi í gegnum tíðina verið afar þægilegt að eiga afmæli 27. desember. Líkt og alþjóð veit fylgir sá dagur svo að segja alltaf öðrum í jólum og því hefur veisluhald oft farið fyrir ofan garð og neðan. „Ég hef sjaldan haldið upp á afmælið mitt. Það hafa verið veisluhöld dagana á undan og það er of mikið að hafa veislu fjórða daginn í röð,“ segir Bjarni. Sú regla er þó háð undantekningum. Bjarni hélt upp á fimmtugsafmælið sitt og bauð í heilmikla veislu þar sem fjölskylda hans og vinir drógu hann sundur og saman í háði. „Sú veisla yljar manni enn. Æran var gjörsamlega tætt af manni,“ segir Bjarni og hlær. Fór Ellert Schram, fyrrverandi þingmaður og samherji Bjarna í KR, þar fremstur í flokki að sögn afmælisbarnsins. Þetta er hins vegar í eina skiptið sem blásið var til stórrar veislu. Lýsing íþróttaviðburða var talsvert algengri heldur en afmælisveislur. „Það voru mjög oft handboltaleikir á afmælisdaginn sem ég lýsti. Það gerðist til dæmis reglulega að það var leikur milli Íslendinga og Dana,“ segir Bjarni. Hann segir það hafi ekki verið svo að menn kæmu þungir í leikina sökum veisluhaldsins dagana á undan. „Það var þá allavega jafnt á komið hjá Íslendingum og Dönum í þeim efnum.“ „Ég er afskaplega ríkur maður,“ segir Bjarni en þau Álfheiður eiga fjögur börn, níu barnabörn og eitt barnabarnabarn. „Börnin ætla að halda veislu í tilefni dagsins. Það verður matarboð fyrir mig og mína nánustu af þeim sökum. Ég fékk engu um það ráðið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Menning „Sorgleg þróun“ Lífið „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Lífið Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Lífið Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn Lífið Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Lífið Fleiri fréttir Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Sjá meira