Lífið

Rennt yfir feril George Michael

Hljómsveitin Wham! var skipuð þeim George Michael og Andrew Ridgely.
Hljómsveitin Wham! var skipuð þeim George Michael og Andrew Ridgely. NORDICPHOTOS/GETTY
Þær sorgarfregnir bárust á jóladag að tónlistarmaðurinn George Michael væri fallinn frá, 53 ára að aldri. Michael snerti við mörgum með tónlist sinni og afrekaði mikið á ævi sinni. Því er ekki úr vegi að stikla á stóru og rifja upp feril þessa magnaða tónlistarmanns.

25. júní 1963 Tónlistarmaðurinn George Michael fæddist sem Georg­ios Kyriacos Panayiotou í London.

1976 George Michael kynnist Andrew Ridgely.

1981 Hljómsveitin Wham! verður til. Hún er skipuð þeim George Michael og Andrew Ridgely.

16. júní 1982 Wham! sendir frá sér sína fyrstu smáskífuna Wham Rap!

1. júlí 1983 Fyrsta plata Wham!, Fantastic, kemur út. Sú plata komst í fyrsta sæti yfir vinsælustu plötur Bretlands.

23. október 1984 Önnur plata sveitarinnar, Make it big, kemur út. Platan komst í fyrsta sæti á lista yfir vinsælustu plöturnar í Bandaríkjunum.

14. maí 1984 Lagið Wake me up before you go-go frá Wham! kemur út og nær miklum vinsældum. Lagið kemst í fyrsta sæti yfir vinsælustu lögin, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum.

24. júlí 1984 Michael sendir frá sér sína fyrstu sóló-smáskífu, Careless whisper. Lagið flýgur upp vinsældalista víða um heim.

24. nóvember 1984 Michael syngur jólalagið Do they know it‘s Christmas ásamt ótal öðru tónlistarfólki sem skipaði hópinn Band Aid. Um góðgerðarverkefni var að ræða þar sem safnað var fyrir fórnarlömb hungursneyðar í Eþíópíu.

10. desember 1984 Smáskífa Wham! með lögunum Everything she wants / Last Christmas kemur út. Hún kemst í fyrsta sæti á vinsældalistum í Bandaríkjunum.

4. nóvember 1985 Plata Eltons John, Ice on fire, kemur út. Michael syngur með honum inn á tvö lög, Nikita og Wrap her up.

31. maí 1986 Wham! gefur út plötuna The Final.

Júlí 1986 Fjórða plata Wham!, Music from the edge of heaven, kemur út.

1. janúar 1987 Mich­ael, gefur út lagið I knew you were waiting for me með Arethu Franklin.

31. október 1987 George Michael sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu, Faith.

3. september 1990 önnur sólóplata Michael, Listen Without Prejudice Vol. 1, kemur út.

13. maí 1996 þriðja sólóplata Michael, Older, kemur út.

13. desember 1999 fjórða sólóplata Michael, Songs from the last century, kemur út.

8. ágúst 2000 Michael og söngkonan Whitney Houston gefa út lagið If I told you that. Lagið var hluti safnplötu frá Houston.

18. mars, 2004 Patience, fimmta sólóplata George Michael kemur út.

25. desember 2016 George Michael, lést á heimili sínu í þorp­inu Goring við Thames-á í Oxfordshire, 53 ára.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×