Lífið

Á fjórða hundrað manns í röð þegar Krispy Kreme opnaði í morgun

Anton Egilsson skrifar
Fólk leggur mikið á sig fyrir kleinuhringi, svo mikið er víst.
Fólk leggur mikið á sig fyrir kleinuhringi, svo mikið er víst. Mynd: Krispy Kreme á Íslandi
Kleinuhringjastaðurinn Krispy Kreme opnaði með pompi og prakt í verslun Hagkaupa í Smáralind klukkan átta í morgun.

Greinilegt var að mikil eftirvænting væri vegna opnunarinnar en á fjórða hundrað manns biðu í röð fyrir utan þegar hann var opnaður. Til mikils var að vinna enda fengu fyrstu 200 viðskiptavinirnir árskort af kleinuhringjum.

„Það voru 350 manns hérna í röð morgun þegar við opnuðum fyrsta Krispy Kreme staðinn á Íslandi. Fyrstu aðilar voru mættir hérna í röðina upp úr sjö í gærkvöldi og eru búnir að vera að dunda sér með okkur í nótt á meðan við höfum verið að standsetja verslunina og nýja Krispy Kreme kaffi húsið okkar.“  Sagði Gunnar Ingi Sigurðsson framkvæmdarstjóri Hagkaupa í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Það virðist því vera svo að mikið kleinuhringjaæði hafi gripið landann en Vísir greindi frá því í ágúst í fyrra að mikill fjöldi hafi beðið í röð fyrir utan verslun Dunkin Donuts á Laugavegi í þeirri von um að fá árskort af kleinuhringjum hjá staðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×