Enski boltinn

Klopp: Okkur vantaði heppni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Klopp og hans menn eru sex stigum á eftir toppliði Chelsea.
Klopp og hans menn eru sex stigum á eftir toppliði Chelsea. vísir/getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði að heppnin hefði ekki verið með hans mönnum í liði gegn West Ham United í dag.

Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Liverpool hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum og er nú sex stigum á eftir toppliði Chelsea.

„Við reyndum allt. Annað markið þeirra kom eftir aukaspyrnu og hitt var heppni. Við komumst í frábærar sóknarstöður og hefðum átt að skora meira. Mér leið eins og við værum alltaf inni í teignum hjá þeim,“ sagði Klopp.

„Við þurftum smá heppni. Jafntefli er ekki of gott en heldur ekki of slæmt,“ bætti Þjóðverjinn við.

Klopp sagði leikinn í dag ekki sambærilegan leiknum um síðustu helgi þar sem Liverpool tapaði 4-3 fyrir Bournemouth á útivelli.

„Það er ekki hægt að bera þessa leiki saman. Við gerðum jafntefli. Við erum með gott fótboltalið. Við hefðum getað komið í veg fyrir mörkin. Svona er fótboltinn, þetta eru blendnar tilfinningar,“ sagði Klopp.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×